Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 11
13. september 2019 FRÉTTIR 11
endur voru spurðir hvort að
þeir teldu að áramótaskaupið
og Spaugstofan væru pólitísk og
hvort það hefði haft áhrif á sam-
félagið hafi svörin verið frekar
misjöfn.
Þannig lýsir Örn því að Spaug-
stofan hafi þó alltaf verið ákveðin
stjórnarandstaða og tekur Karl
Ágúst undir það. Þá segir Karl
Ágúst að þátturinn hafi þróaðist
þó mjög mikið með samfélaginu
og Karl minnist þess að þegar þeir
fóru af stað hafi verið mun minna
gagnsæi í samfélaginu og því lítið
til að gagnrýna, menn vissu ein-
faldlega ekki betur.
Í niðurstöðunum kemur einnig
fram að þegar áramótaskaupið
hóf göngu sína árið 1966 hafi það
ekki verið sérstaklega pólitískt. Í
dag er óhætt að fullyrða að skaup-
ið sé rammpólitískt.
„Ég held að allt sé pólitískt
og ég held að það sé kannski
frekar reynt að gæta að því að
það sé ekki slagsíða á því. En
ég held að það sé bara vitleysa
að segja að það sé ópólitískt og
þegar einhver segir: „Skaup-
ið á ekki að vera pólitískt!“ Nú
bíddu, á það þá bara, á það
þá sem sagt ekki að taka fyrir
neitt sem hefur haft einhverja
pólitíska umræðu í kringum
sig? … Ég held að fólk sé oft að
rugla líka þegar það segir að
það á ekki að vera pólitískt,
ég held að það sé að rugla því
saman við að þetta á ekki að
vera flokkapólitískt,“ segir Ari
Eldjárn.
Anna Svava tekur undir með
Ara og telur að áramótaskaup-
ið þurfi að vera pólitískt. Edda
Björgvinsdóttir, sem hefur tekið
þátt í fjölmörgum skaupum seg-
ist alltaf talið sitt grín vera póli-
tískt, en að það hafi vissulega tek-
ið breytingum samhliða þróun
samfélagsins.
Þá kemur fram að svör grínist-
anna hafi verið misjöfn þegar
spurt var um áhrif grínsins á sam-
félagið. Aðeins Edda mundi eft-
ir slíku dæmi, en það var eftir
áramótaskaupið 1994 þegar þá-
verandi menntamálaráðherra,
Ólafur G. Einarsson, var tekinn
fyrir. Óvinsældir hans jukust
margfalt í kjölfarið og seinna meir
sagði hann af sér.
Karl Ágúst hefur vissar efa-
semdir en ítrekar þó að á líðandi
stund geti grín haft einhver áhrif
á samfélagið með því að koma
ákveðnum málum á dagskrá og
vekja athygli á hegðun fólks sem
mætti bæta. Grínið hefur einnig
áhrif samfélagið með því að
hjálpa einstaklingum að takast á
við hlutina, en allir viðmælend-
urnir voru sammála um það.
„Sko, ég held að það hafi
kannski haft einhver skamm-
tímaáhrif. Það hefur kannski
haft áhrif á hugsanlega álit
fólks í einhvern tíma en ég
held að, nei ekki þannig í þeim
skilningi að það hafi breytt
einhverju, breytt samfélaginu
á einhvern hátt. Það held ég
alls ekki. Og þótt við ættum
þetta 30 ára tímabil og hefð-
um þá kannski, má kannski
segja, ef einhver hefði átt að
geta, ef að svona efni getur
einhvern tímann breytt ein-
hverju þá hefði það átt að vera
okkar efni og þessi hópur. En
það kannski bara sýnir okkur
það að það er alveg sama hvað
listamenn hamast og deila á
samfélagið þá til lengri tíma
litið þá sækir allt í sama horf-
ið, það er að segja það endar
alltaf með því að það er eins og
við höfum aldrei verið hér.“ n
Getur grín haft áhrif á samfélagið?
n Fanndís Birna rannsakaði pólitískt grín á Íslandi n „Má gera grín að öllu?“ n Spaugstofan var stjórnarandstaða og Skaupið er rammpólitískt
Ari Eldjárn. Anna Svava Knútsdóttir.
Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, frá 2006), hin fræga
skrímslamynd suðurkóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvik-
myndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður
hituð upp. Heilmikið havarí verður í öllum krókum og kimum
Sundhallarinnar þar sem andrúmsloftið verður tileinkað þessari
sérstöku mynd. Fólk getur alveg búist við því að skrímsli troði
sér inn í sturtuklefann hjá því, þó aðeins í karlaklefann. En fólk
verður að muna eftir sundfötum og handklæði.
Hinn stórkostlegi suðurkóreski leikstjóri Bong Joon-ho, sem stýr-
ir myndinni, vann aðalverðlaun Cannes-hátíðarinnar í vor með
myndinni Parasite og verður sú mynd lokamynd RIFF-hátíðar-
innar.
Skrímsli í Sundhöllinni
Hið árlega og vinsæla sundlaugarbíó RIFF sem alltaf hefur verið uppselt á fer fram í
Sundhöllinni í Reykjavík þann 28. september klukkan 19.30.
www.riff.is