Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 60
60 FÓKUS - VIÐTAL 13. september 2019 Brýtur blað í íslenskri kvikmyndasögu n Steindi Jr. með „gay vampírumynd“ í pípunum n Frumsýnir „vonandi“ í október n Tökur ekki hafnar S kemmtikrafturinn Stein- þór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr., vinnur hörð- um höndum um þessar mundir að sjónvarpsseríunni Góðir landsmenn. Það sem grínarinn átti þó ekki von á var að annað verkefni bærist honum í hendur á sama tíma; kvikmynd í fullri lengd. Myndin ber heitið Þorsti og lýsir Steindi henni sem „gay vampíru sprautuklámmynd með trúarlegu ívafi“. Áætlað er að frumsýna þessa kvikmynd í næsta mánuði ef allt gengur vel. Kynningarefni fyrir myndina er allt komið í farveg og fór í vinnslu áður en stafur var skrifaður í handritið. En fyrst þarf að ýta á „REC“-takkann. Verkefnið er unnið í sam- starfi við áhugamannaleikhóp- inn X og Hjört Sævar Steinason, sem hefur verið virkur í jaðarleik- hússenunni í Reykjavík. Steindi auglýsti nýverið á samfélagsmiðl- um eftir leikstjóra til að leikstýra myndinni og gekk leitin vel að sögn grínarans. „Ég er búinn að leita að leik- stjóra og það er ein stelpa sem heitir Kristín sem vann hjá Fróni, hún hefur mikinn áhuga á þessu. Hún hefur ekki mikla reynslu en hefur allavega séð fjölda hryll- ingsmynda, þannig að ég held að hún setji svolítið ferskan blæ á þetta.“ Steindi segist þó vera þræl- vanur að vinna undir álagi og seg- ir ferlið ekki vera neitt nýtt hjá sér, þó svo að yfirvofandi frumsýning sé á tæpasta vaði. „Við fórum til Sambíóanna og þeir gáfu okkur dagsetningu. Það var 25. október og ég veit að það er ógeðslega stutt í þetta. Við erum ekki með „trailer“ og við erum ekki með myndina, enda ekki búnir að ýta almennilega á „REC“ ennþá. Það er allt í gangi og allt á millj- ón. Þetta er mjög mikið stress. Ég á fyrst og fremst að vera að einbeita mér að sjón- varpsseríu,“ segir hann. Skuldadagar kvikmyndabransans Kveikjan að Þorsta kom frá því að búa til verkefni fyrir áhuga- mannaleikhópinn X og ekki síst Hjört Sævar, sem að sögn Steinda á trúlega ekki langt eftir ólifað. Þorsti kynni að verða hans fyrsta og síðasta mynd. „Þau í hópn- um eru búin að vera aukaleikar- ar í meira en tíu ár og örugglega búin að leika í fleiri myndum saman- lagt en allir leikarar á Íslandi. Þau fá sjaldnast línur og eru hópur af aukaleikurum,“ segir Steindi. „Þau eru búin að gera ýmis- legt saman og tóku meira að segja upp heila sjónvarpsseríu. Serían heitir Hótel hamingja. Þau fóru með þættina upp á Stöð 2, upp á RÚV, út um allt og fengu alltaf hart nei. Allar dyr eru alltaf lok- aðar hjá þessu fólki. Ég ætl- aði bara að gera minn viðtalsþátt og þá hitti ég þennan aukaleikara og hann sagði mér frá þessu. Ég fór og talaði við Þórhall Gunnars- son, forstjóra Sýnar og minn yfirmann, og ég spurði hann hvort hópurinn hefði sótt um hjá þeim og það stemmdi allt. Ég spurði hvort ekki væri hægt að koma þeim fyrir á morgnana, eftir miðnætti eða eftir barna- tímann. Það gæti hafa verið smá vitleysa í mér að hafa lofað Hirti að ég gæti reddað þessu. Ég ákvað þá að gera með honum og leik- hópnum hans heila bíómynd. Mér finnst kvikmyndabransinn á Íslandi hreinlega skulda þessu fólki tækifæri, línur og aðalhlut- verk.“ Þá segir Steindi að áhuga- mannaleikhópurinn sé í fullum undirbúningi núna að æfa text- ana sína. „Hjörtur á mjög erfitt með að læra texta og leggja hann á minnið. Svo var ég mjög þakk- látur fyrir að fá Kristínu þarna inn,“ segir hann. Lofar „ógeðslega“ miklu blóði Steindi lýsir Hirti sem æðislegum manni með ótrúlega sögu. „Hann lenti í bílveltu fyrir þónokkuð mörgum árum og eftir það hefur hann átt erfitt með að muna texta. Hann er að glata vondum minn- ingum og líka þessum góðu, enda almennt með slæmt minni,“ segir hann. „Ég veit að ég á bara að einbeita mér að þessum sjónvarpsþætti, en það er eitthvað í mér sem segir að ég verði að klára þessa mynd fyrir félaga minn. Ég hefði verið til í að hafa hana mikið seinna, en við fengum þessa dagsetningu og þurfum að standa við hana.“ Steindi viðurkennir þó að Þorsti sé ekki kvikmynd sem sé ætluð hverjum sem er, enda „gay-vam- pírumynd“ og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er „splatter“-mynd og ég get lofað ógeðslega miklu af blóði. Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd. Hún verður alltaf bönnuð innan 16, alveg 100 prósent. Það kæmi mér í rauninni ekkert á óvart ef hún yrði bönnuð yfirhöfuð,“ segir Steindi. Við erum ekki að elta kvik- myndahátíðir með þessari mynd. Þetta á að vera hreinræktað popp- -og-kók bíó. Þetta er mynd fyrir fólk sem elskar að horfa á bíó og vera skíthrætt. Ég held að hvert einasta barn á Íslandi verði skít- hrætt við Hjört eftir að hafa horft á þessa mynd. Hann er óhugnan- legur fyrir.“ Þá bætir grínarinn við að myndin sé alls ekki dýr, þvert á móti afar ódýr og krefst þá fram- leiðslan sniðugra lausna við hvert horn. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja töluna en það er alveg pottþétt hægt að kaupa þónokkra bragðarefi í miðstærð fyrir þennan „budget“-pening,“ segir hann og krossleggur fingur fyrir að frumsýning náist í tæka tíð. „Ég er þannig, að ef ég byrja á einhverju þá verð ég að klára það og ég ætla að klára þessa mynd! Hún kemur í bíó í næsta mánuði, sama hvað og hvernig hún verð- ur, þótt ég þurfi að skjóta endinn á henni á Samsung-símann minn.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Það er ein stelpa sem heitir Kristín og vann hjá Fróni, hún hefur mikinn áhuga á þessu. Varningurinn kominn. Næst þarf bara að hefja tökur. Hjörtur Sævar Steinason. M Y N D : A Ð SE N D M Y N D : A Ð SE N D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.