Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 2
2 20. september 2019FRÉTTIR
sem gætu orðið ríkislögreglustjórar
Mikið hefur
mætt á Haraldi
Johannessen
ríkislögreglustjóra
að undanförnu og
margir velt fyrir
sér hvort hann
þurfi að hverfa
úr embætti
vegna háværrar
gagnrýni.
Hér eru fimm
einstaklingar
sem gætu komið
í staðinn fyrir
hann.
Rýni til gagns
Arinbjörn Snorrason,
formaður Lögreglufélags
Reykjavíkur, hefur farið
mikinn í gagnrýni sinni
á Harald, en oft er það
þannig að þeir sem hafa
hæst í gagnrýni vita betur
hvernig á að standa að
málum. Því væri kjörið
ef Arinbjörn tæki að
sér þetta veigamikla
embætti og lægði
öldurnar í eitt skipti fyrir
öll.
Brosandi löggan
Birgir Örn Guðjónsson
gengur í daglegu tali undir
viðurnefninu Biggi lögga.
Skoðanir hans hafa
vissulega verið umdeildar
meðal almennings, en
um leið og hann fann
fyrir mótlæti tónaði
hann sig niður og varð
alþýðulöggan sem
hugsar vel um hag
almennings. Því gæti
hann orðið diplómatískur
ríkislögreglustjóri sem vill
engan styggja og heldur
öllum glöðum.
Glæst endurkoma
Alda Hrönn Jóhannsdóttir
hefur upplifað hæðir og
lægðir í starfi sínu hjá
lögreglunni, en henni var
tímabundið vikið úr starfi
árið 2016 þegar tveir
einstaklingar sökuðu
hana um brot í starfi
vegna LÖKE-málsins
svokallaða. Málið var
fellt niður og Alda Hrönn
sneri aftur til starfa í
lögreglunni og því ætti
hún manna best að vita
hvar pottur er brotinn
innan lögreglunnar.
Brynjar lögga
Brynjar Níelsson
alþingismaður lýsti því
hátt og skýrt yfir að hann
kærði sig ekki um að
vera dómsmálaráðherra
þegar Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir hreppti
hnossið. Er hann kannski
að bíða eftir embætti
ríkislögreglustjóra? Hann
hefur varið lögregluna
gegn gagnrýni í gegnum
tíðina og virðist vera
mjög með á nótunum um
hvað þurfi til að tryggja
löggæslu í
landinu.
Skortir ekki
skoðanir
Sigmar Vilhjálmsson,
sem var áður tengdur við
tvíeykið Simma og Jóa og
Hamborgarafabrikkuna,
virðist hafa skoðanir
á gjörsamlega öllu í
þjóðfélagsumræðunni.
Hann gæti orðið hressi
og skoðanaglaði
ríkislögreglustjórinn
sem ávallt svaraði
fyrirspurnum fjölmiðla,
ólíkt Haraldi. Ekki
skemmir fyrir að hann
gæti jafnvel
hresst upp í
mötuneytinu
í embættinu.
B
arátta kynjanna hefur
tekið á sig nokkrar
myndir í gegnum tíðina
og á þessum degi, 20.
september,
1973, tókust
kynin á í
Houston
Astrodome,
í Houston
í Texas.
Fulltrúar
kynjanna þá
voru Billie
Jean King
og Bobby
Riggs, en um
var að ræða
sýningarleik
í tennis sem síðar var
skírskotað til sem „Battle of
the Sexes“.
Bobby Riggs var þá 55 ára,
bandarískur tennismeistari
og í 1. sæti á heimslistanum.
Billie Jean King var þá 29 ára
og hafði toppað heimslista
kvenna í tennis fimm sinnum,
árin 1966–1968 og 1971 og
1972. Billie Jean King var
einnig í 1. sæti heimslistans
árið 1974, ári eftir áður
nefndan sýningarleik.
Billie Jean King mætti
til leiks í anda Kleópötru,
í fjöðrum skreyttum vagni
sem borinn var af fjórum
karlmönnum, sem voru berir
að ofan en annars klæddir í
anda þræla til forna.
Bobby Riggs fylgdi í kjöl
farið í tvíhjóla léttivagni. Fyrir
vagninn var beitt hópi fyrir
sæta. Riggs færði Billie Jean
risastóran Sugar Daddy
sleikipinna og fékk að gjöf frá
andstæðingi sínum hrínandi
grís, sem tákn karlrembu.
Nú, til að byrja með leit
út fyrir að Riggs hefði sigur í
fyrsta setti þegar staðan varð
32 honum í vil. Síðar sagði
Billie Jean að hún hefði á þeim
tímapunkti gert sér grein fyrir
að hún yrði að sigra, þessi leik
ur væri það mikilvægur.
Billie Jean King vann öll
þrjú settin; 64, 63 og 63.
Á þessum degi,
20. september
Veðrið og verðið
það versta við Ísland
n Hugleikur kveður Ísland n Erótískur upplestur og dans í vændum
H
ugleikur Dagsson, lista
maður og skemmtikraftur,
stendur á tímamótum.
Um þessar mundir er
hann á fullu að undirbúa ýmis
verkefni, þar á meðal uppi
standssýninguna Icetralia ásamt
ástralska uppistandaranum
Jonathan Duffy. Sýningin verður
haldin að kvöldi 20. september í
Austurbæ en þar er um að ræða
síðasta „performans“ Hugleiks
áður en hann flytur úr landi, þar
sem til stendur hjá grínist
anum að hefja ný ævin
týri í Berlín í Þýskalandi.
Á umræddu uppistandi
verður heilmiklu tjaldað til hjá
þeim Hugleiki og Jonathan.
Saman hafa þeir verið með
hlaðvarpsþættina Icetralia
um nokkurt skeið en það
hófst upphaflega sem uppi
standssýning. Að sögn Hug
leiks varð hlaðvarpið töluvert
vinsælla en sýningarnar og
varð að lokum lykilgrundvöll
ur þeirra grínbræðra.
Hugleikur lýsir þessu kom
andi kvöldi sem eins konar „best
of“sýningu og má þar búast við
dansatriðum, erótískum upplestri
og vandamáladálki í beinni auk
uppistands hjá þeim félögum eins
og þeim einum er lagið. Þegar DV
hafði samband við Hugleik var
hann í miðju ferli að æfa dansspor
sín fyrir kvöldið mikla.
Hugleikur segir sameigin
legan húmor þeirra félaga hafa
verið kveikiþráðinn að traustum
vinskap fyrir nokkrum árum, þótt
þeir gætu á öðrum sviðum varla
verið ólíkari. „Við erum með
allt öðruvísi nálgun að
gríni,“ segir Hug
leikur. „Hann er
með svartsýnni
nálgun og á
það til að detta
í svona „mean
girl“ takta en
þótt ég sé
sjálfur svart
sýnn nálgast
ég það meira í
gegnum einlægni,
enda nörda
legri og
sennilega aulatrúðslegri, myndi
ég segja. En þegar við erum
saman á sviði þá smellpass
ar allt saman. Hann er með fæt
urna meira á jörðinni, en ég ör
lítið meira einhverfur, ef svo má
að orði komast. Við eigum rosa
lega góða dýnamík.“
Fleiri aðdáendur erlendis
Þegar Hugleikur er spurður hvað
an sú ákvörðun kom að flytja
til útlanda svarar hann skýrt og
hressilega: „Vegna þess að allt er
miklu betra í útlöndum.“
Þá segir hann að nauðsynlegt
sé fyrir fólk í gefnum aðstæð
um að búa erlendis á „allavega
tíu ára fresti.“ Hugmyndin
um að yfirgefa Ísland gerjað
ist þó í kjölfar ferðalags um
Evrópu, til átján borga,
með uppistandssýningar.
„Eftir að hafa ferðast svona
um heiminn og koma svo
aftur til Íslands, þá fékk ég
svona áminningu – þótt ég
hafi verið dauðþreyttur eftir
flakkið – mig langaði bara strax
aftur út. Helstu ástæðurnar fyrir
því eru verðið og veðrið, sem ger
ir Ísland sérstaklega óaðlaðandi
þessa dagana. Önnur ástæða er
sú að ég á miklu fleiri aðdáendur
erlendis,“ segir Hugleikur og út
skýrir hvers vegna Berlín hafi sér
staklega orðið fyrir valinu.
„Ákvörðunin þótti mér bara
sniðug og praktísk. Það er risastór
uppistandssena þar, ekki ósvip
uð og í New York eða London. Ég
hef stundað það síðustu árin að
fara til Berlínar í viku, tvær eða
mánuð, bara til að æfa mig í uppi
standi. Þegar ég fer þangað get ég
flutt uppistand tvisvar á kvöldi á
mismunandi stöðum, öll kvöld
vikunnar. Það þjálfar uppistandið
rosalega mikið. Það er líka meiri
fjölbreytni í Berlín; fjölbreyttara
fólk og veitingastaðir. Planið er að
halda mig þarna þangað til ég fæ
ógeð á þessari fjölbreytni og vil þá
snúa aftur til Íslands í einfaldleik
ann.“ n
Fyndni Þeir Jonathan og Hugleikur í góðum gír.
Hugleikur Dagsson
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
„Allt er miklu betra
í útlöndum