Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 45
FÓKUS 4520. september 2019 Látið okkur um rekstur húsfélagsins Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði. Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag! Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com hef ég ákveðna tilhneigingu til að verða fíkill sem reyndist vera raunin. Ég veit upp á hár hvenær ég varð alkóhólisti, ég var sextán ára, vann til sjós og fór að drekka í hverri einustu inniveru. Þannig gerðist það bara að allt í einu var ég orðinn alkóhólisti. Svo vafði þetta upp á sig og ég missti stjórn. Þetta varð aðalatriðið í lífinu: að vera undir áhrifum, sem er auðvitað dæmigert fyrir fíkilinn. En það er löng leið til baka, þegar maður hefur á annað borð ánetjast og endað í fangelsi eins og ég gerði. Þá þarf mikið átak til að komast aftur á beina braut.“ Vistaður á Kleppi í tvo mánuði Bræðurnir Kolbeinn Kjói og Kjartan Ragnar Kjartanssynir leika í myndbandinu ásamt Bárði, en sonur Fabúlu, Ágúst Örn Wigum, sá um leikstjórn og myndbandsgerð ásamt Sölva Viggóssyni Dýrfjörð og Kjartani Erni Bogasyni. Fabúla vonar að innihald lagsins komist til skila. „Ég vona að það vakni einhver umræða og þetta verði örlítið lóð á vogarskálarnar. Þetta er stórt þjóðfélagsvandamál sem þarf að tala um og það þarf að leita lausna. Öryggi og vellíðan barna í landinu er á ábyrgð okkar allra. Að mínu mati ætti það að vera efst á blaði stjórnvalda að huga að líðan og velferð barna. Ég las nýverið að átján prósent íslenskra barna verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Það er svimandi hátt hlutfall og þá er andlegt ofbeldi víst ekki talið með, svo talan er enn hærri. Þetta er flókið og víðfeðmt vandamál, en sem betur fer virðist vera einhver vitundarvakning í gangi. UNICEF stendur fyrir átaki og liður í því átaki er að koma á ofbeldisvarnarráði. Börn eru svo varnarlaus í þessum aðstæðum, ekki síst ef einhver nákominn þeim er gerandi. Hvernig á barnið að geta sagt frá? Þau upplifa einnig oft skömm og vilja ekki að neinn viti,“ segir Fabúla. „Já, það vill enginn horfast í augu við þetta því það á allt að vera svo gott alls staðar,“ bætir Bárður við. „Ef eitthvað er að, er það okkur sjálfum að kenna en staðreyndin er sú að það er ekki endilega alltaf þannig. Á sama tíma viljum við ekki sýna veikleika okkar. Staðreyndin er bara sú að börn þurfa öryggi og að geta treyst einhverjum. Það þarf ekki endilega að vera foreldri, en það er mikilvægt að geta leitað til einhvers. Ég fann það svo sterkt þegar ég reyndi að verða edrú. Ég hafði verið vistaður á deild tíu inni á Kleppi í tvo mánuði og hafði ákveðnar hugmyndir um hvers konar úrlausn minna mála ég þyrfti. Ég vildi alls ekki viðurkenna að ég væri fíkill heldur væri ég að glíma við ákveðna geðræna erfiðleika og þyrfti rétta lyfjagjöf og stuðning til að ná mér aftur á strik. Það var ekkert hlustað á mig þangað til ákveðinn læknir samþykkti að spjalla við mig. Hann sendi mig að endingu í langtímameðferð til Ameríku og ég treysti honum. Samband okkar hélst svo áfram eftir að ég kom heim úr meðferð, en mér finnst ég hafa öðlast nýtt líf á vistinni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem mér fannst að einhver hefði hlustað á mig en þarna var ég búinn að vera inn og út af Kleppi og Litla-Hrauni árum saman og menn vita hvernig það er. Við fáum fréttir af enn einum fanganum sem stytti sér þar aldur enda er stöðug brennsla af fólki í þessum heimi. Það er alltaf einhver að deyja. Hvatinn til að breyta lífi sínu verður nefnilega að koma frá manni sjálfum þótt það geti oft og tíðum reynst óvinnandi vegur ef menn eru illa farnir af fíkniefnum. Það getur svo margt skemmst í höfðinu og geðinu og þá situr maður uppi með sjálfan sig, ónýtan af of mikilli neyslu,“ segir Bárður. „Þess vegna er svo mikilvægt að við reynum að fyrirbyggja strax í upphafi,“ skýtur Fabúla inn í og heldur áfram. „Við þurfum að kenna börnum að það sé í lagi að tjá vanlíðan. Við þurfum ekki endalaust að sýna glansmynd af okkur sjálfum. Ekki við fullorðna fólkið heldur. Og skólakerfið þarf að vera nógu öflugt, svo þar hafi öll börn tækifæri til að blómstra og finni öryggi. En við þurfum líka að vinna með foreldrum sem lenda í erfiðleikum í uppeldinu og hjálpa þeim, ekki dæma þá heldur hjálpa. Stjórnvöld verða svo að skilja að fyrir utan mannúðarhliðina, þá er það fjárhagslega hagstætt fyrir þjóðfélagið að leggja meiri pening inn í skólakerfið. Bara það eitt að finna þau börn sem standa höllum fæti og hjálpa þeim, getur komið í veg fyrir svo margt. Fyrirbyggjandi starf er svo mikilvægt og þá skiptir sköpum að hver og einn fái að finna sig strax á skólaaldri. Finna að hann hafi eitthvað að segja og skipti máli.“ n Fabúla syngur um demantsdrengi - Átján prósent íslenskra barna verða fyrir kynferðislegu ofbeldi - Fékk fyrrverandi Breiðavíkurdreng til að leika í myndbandinu „Þegar ég svo ákvað að gera myndband við lagið fór ég að hugsa um alla þá demantsdrengi sem gengið hafa í gegnum sams konar hörmungar.“ MYNDIR: EYÞÓR ÁRNASON „Það er löng leið til baka, þegar maður hefur á annað borð ánetjast og endað í fangelsi eins og ég gerði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.