Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 17
FÓKUS - VIÐTAL 1720. september 2019
Ragnar. „Við myndum vilja að
þjóðin hefði atkvæðarétt í hverju
einasta þingmáli. Ég sé til dæmis
fyrir mér eitthvert kosningakerfi í
gegnum internetið eða í smáforriti
og fólk hefur þetta í hendi sér,
getur látið sína skoðun í ljós og
haft vægi. Á þessum stofnfundum
í sumar komumst við að þeirri
niðurstöðu að við viljum ekki sitja
á þingi til að ráða einu né neinu,
við viljum að þjóðin ráði. En það
eru þó tvö málefni sem við viljum
berjast fyrir og erum ekki tilbúin
að víkja frá. Það er annars vegar
alhliða breyting á núverandi
kerfi, við ætlum ekki að vinna
eftir því, það er ekki að virka og þó
svo að stjórnmálaflokkar á borð
við Flokk fólksins og Pírata, sem
eru með geggjaðar hugmyndir,
hafi reynt, þá er staðreyndin
bara sú að gildandi kerfi virkar
bara á einn veg og því verður
ekki breytt nema það sé byggt
upp aftur frá grunni. Hins vegar
er það stjórnarskráin okkar sem
þjóðin hefur valið sér og kosið
um. Þó svo ráðamenn hafi talað
um þjóðaratkvæðagreiðslu sem
einhverja „ráðgefandi kosningu“
þá er vilji þjóðarinnar ljós í
þessum málum. Við viljum nýja
stjórnarskrá og það strax.“
Kerfi sem framleiðir óhamingju
„Heili manna byrjar að mótast og
þroskast strax í móðurkviði. Síðan
elst einstaklingur upp og upplifir
kannski sem barn tilfinningalega
vanrækslu, ofb eldi – líkamlegt
og/andlegt – eða önnur áföll og
þá þroskast heilinn ekki eðlilega.
Á þessu hafa verið gerðar rann
sóknir. Því er gífurlega mikilvægt
og algjör grunnkrafa að það kerfi
sem börnin okkar alast upp í sé
miðað að því að styrkja og efla.
Maður heyrir sögur af börnum
sem vakna á morgnana og neita
að fara í skólann eða segjast ekki
nenna því. Ef kerfið væri gott þá
ættu börn að hlakka til að mæta.
Samkvæmt rannsóknum frá vís
indamönnum NASA eru um 98
prósent barna skapandi snill
ingar við fimm ára aldur, en þetta
hlutfall lækkar niður í tólf pró
sent þegar komið er á unglings
árin og svo niður í aðeins tvö
prósent á fullorðinsaldri. Þetta
er skólakerfinu að kenna. Kerfið
reynir að móta alla eins til að allir
passi í sömu kassana og fólk elst
upp hrætt við að vera það sjálft,
með lágt sjálfsmat og enga sjálfs
virðingu. Það er bara þannig að
fólk með góða sjálfsvirðingu er
gott við sig, það leiðist ekki út í
fíkniefni.“
Ragnar segir stöðuna á Íslandi
slæma. „Að meðaltali eru um
fimmtíu ungir drengir sem falla
fyrir eigin hendi á ári hverju, þar
eru þó ótalin andlát sem rekja
má óbeint til andlegra veikinda
eða fíknisjúkdóma, svo sem í
bílslysum eða ofskömmtunar
á vímuefnum. Þetta sýnir að
við þurfum breytingar. Kerfið
eins og það er í dag er að búa
til þessi vandamál sem við
erum að glíma við. Við erum að
framleiða óhamingjusamt fólk.
Að byggja upp sjálfsmyndina
og sjálfsvirðingu það er ekki
flókið. Það þarf ekki að taka
neina brjálaða fyrirhöfn. Líkt og
barn sem elst upp við vanhæfar
aðstæður, ofríki foreldra og
tilfinningalega vanrækslu er
íslenska samfélagið að upplifa
það sama gagnvart þinginu.“
Fjármagnið til, það fer bara
ekki á rétta staði
En hvernig sér Ragnar fyrir sér að
fjármagna þessa kerfisbreytingu?
„Auðmenn sem borga aðeins
skatt í formi fjármagnstekna,
greiða, líkt og Gunnar Smári
Egilsson sósíalisti benti eftir
minnilega á á dögunum, ekkert
útsvar. Stórar fjárhæðir eru sett
ar í skattaskjól erlendis og skila
engu í þjóðarbúið. Ef þessir pen
ingar væru að skila sér í ríkissjóð,
ef auðmenn væru að greiða það
sama og hinn almenni borgari þá
væri til meira en nóg fyrir þessum
breytingum. Það er almenn óá
nægja í samfélaginu með þessa
hluti.“
Dæmi um það sem Ragnar tel
ur mikla brotalöm í kerfinu er til
dæmis nýkynnt heilbrigðisstefna
Svandísar Svavarsdóttur heil
brigðisráðherra. „Plan til 2030,
hvað þýðir það? Þá er hún löngu
farin úr embætti. Það þarf eitt
hvað að gerast núna. Það sem ég
vil sjá er að fólk sé kosið inn, fólk
sem hefur persónulega reynslu
af þeim málum sem það vinn
ur með, ekki að það séu mann
eskjur að fjalla um fíknisjúk
dóma sem hafa kannski í mesta
lagi smakkað hvítvín í lífinu. Ég
vil konur sem hafa misst frá sér
börn inn í barnaverndarnefnd,
ég vil sjómann til fjörutíu ára sem
sjávarútvegsráðherra. Ég vil að
þeir sem stýri málaflokkum hafi
persónulega reynslu og þekkingu
á þeim málum sem þeir hafa með
höndum.“
Sameinuð getum við stuðlað
að betra kerfi
„Maður spyr sig, er þetta
kerfi að virka? Er það að
þjóna meirihluta
hagsmunum? Nei, það
er alveg á hreinu. Það er
ekki eðlilegt að Alþingi
njóti jafn lítils trausts
meðal almennings og
raun ber vitni, og þess
vegna held ég að ég hafi
fengið þennan meðbyr sem
ég fékk þegar ég byrjaði að birta
myndbönd á Facebooksíðunni
minni og við þeim hugmynd
um sem ég hef. Fólk er að
vakna og sér hvar
kúkurinn er
farinn að fljóta í þessu kerfi,“ seg
ir Ragnar sem segist loksins þora
að vera hann sjálfur. „Íslendingar
hafa tekið rosalega vel á móti
manni og eru tilbúnir að fyrirgefa
það sem tilheyrir fortíðinni. Ótt
inn sem ég hafði fundið fyrir frá
því að ég var barn, að þora ekki
og geta ekki sagt hvað
mér lá á hjarta, er
farinn.“
Ragnar trú
ir því enn
fremur að ef
þau félög/
samtök
og aðrir
sem berj
ast fyrir
kerfis
breytingum
taka sig
saman þá
séu allir vegir
færir. „Ég væri
einnig til
í þau samtök sem berjast fyrir
kerfisbreytingum, sama í hvaða
formi er, minnihlutahópar á borð
við Metoo, Samtökin 78 og svo
framvegis tækju slaginn saman.
Sameinuð getum við haft vægi.
Sameinuð getum við komið á
nýju og betra kerfi.
Ef fólk hefur spurningar og
vill vita meira þá bara hiklaust
hafa samband og endilega kíkja
á fundinn á laugardaginn. Ef við
trúum því að hægt sé að skapa
hamingjusama þjóðfélagsþegna,
snúa við óhamingjunni og breyta
kerfinu þá eru okkur allar leið
ir færar. Þessu trúi ég staðfast
lega og mun standa og falla með
þessari sannfæringu minni.“ n
Kynningarfundur samein-
ingaraflsins Að rótunum verð-
ur haldinn í húsnæði íslenskrar
erfðagreiningar á laugardaginn
frá 16.00–18.00.
Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Ragnar segir núverandi kerfi rotið í gegn.
Rækta þurfi nýtt kerfi frá rótum til að ná
fram raunverulegum breytingum.