Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 50
50 FÓKUS 20. september 2019 25 ár – 25 staðreyndir 1. Nafnaþras Handritshöfundarnir David Crane og Marta Kauffman kölluðu þættina upphaflega Insomnia Café. Eftir að sjónvarpsstöðin NBC keypti fyrsta þáttinn (e. Pilot) var nafninu breytt í Friends Like Us, síðan í Across The Hall og því næst Six of One. Loks var ákveðið að kalla þættina einfaldlega Friends. 2. Örlögin Lisa Kudrow, sem lék hina sérstöku Phoebe, fékk upprunalega hlutverk Roz í þáttunum Frasier. Hins vegar náði Lisa ekki nógu góðri tengingu við leikaraliðið þegar fyrsti þáttur Frasier var tekinn upp og var hún rekin. Því var hún laus til að leika í Friends. 3. Vildi ekki Rachel Framleiðendurnir vildu upprunalega að Courteney Cox léki Rachel. Courteney fór hins vegar fram á hlutverk Monicu því henni líkaði hve sterkur karakterinn var. Því fór hlutverk Rachel til Jennifer Aniston. 4. Margir í prufu Eric McCormack, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Will í Will & Grace, fór í prufu fyrir hlutverk Ross. Spéfuglarnir Kathy Griffin og Jane Lynch fóru báðar í prufu fyrir hlutverk Phoebe. Leah Remini reyndi fyrir sér sem Monica og Teu Leoni bauðst hlutverk Rachel en hafnaði því. Þá fóru Jon Favreau og Jon Cryer báðir í prufu fyrir hlutverk Chandler. 5. Bæ, bæ api Gæluapi Ross, Marcel, var skrifaður úr þáttunum því það tók svo mikinn tíma að taka upp senur með dýrinu. 6. Tapaði veðmáli Leikarinn Bruce Willis gaf launin sem hann fékk fyrir leik í þáttunum til góðgerðamála því hann tapaði veðmáli við Matthew Perry, sem leikur Chandler, um hvernig myndin sem þeir léku saman í árið 2000, The Whole Nine Yards, myndi ganga í kvikmyndahúsum. 7. Héldu að hann væri hommi Margir héldu að Chandler væri samkynhneigður í fyrstu – meira að segja Lisa Kudrow þegar hún las handritið yfir. 8. Tvisvar í meðferð Matthew Perry fór tvisvar sinnum í áfengismeðferð á meðan Friends- þættirnir voru til sýninga í sjónvarpi. Hann glímdi líka við fíkn í lyfseðilsskyld lyf en hélt því fram að hann hefði aldrei verið „í vímu í vinnunni“, heldur bara „mjög timbraður“. 9. Nei, takk Titillag þáttanna átti fyrst að vera Shiny Happy People með REM en hljómsveitin afþakkaði boðið. 10. Hræðilegi hundurinn Styttan af hvíta hundinum sem Joey átti var í eigu Jennifer Aniston. Vinur hennar gaf henni styttuna sem lukkugrip þegar Friends-þættirnir hófu göngu sína. 11. Langt í burtu Gosbrunnurinn í upphafi þáttanna er ekki á Manhattan í New York, þar sem þættirnir gerast, heldur í Burbank í Kaliforníu, í 4.500 kílómetra fjarlægð. 12. Of lauslát Framleiðendum fannst Monica of lauslát í fyrsta þættinum þar sem hún gleymir nafni rekkjufélaga síns. Áhorfendur í sal voru spurðir um þetta atriði og fannst öllum það fínt, þess vegna fékk atriðið að standa. 13. Jafnræði leikara Þegar Friends-þættirnir hófu göngu sína árið 1994 fengu aðalleikararnir 22 þúsund dollara á þátt, tæpar þrjár milljónir króna. Í sjöttu seríu var mikið misræmi á milli launa og því kröfðust aðalleikararnir sex sömu launa. Við lok þáttaraðarinnar fékk hver um sig eina milljón dollara per þátt, um 124 milljónir króna. 14. Simpsons í Friends Þrjár Simpsons-stjörnur léku í Friends; Dan Castellaneta, rödd Homers, Hank Azaria, rödd Moe, og Harry Shearer, rödd herra Burns. 15. Aldursleikur Courteney Cox er tveimur árum eldri en David Schwimmer, en lék samt litlu systur hans í þáttunum. 16. Hætt við ástina Áður en leikarar voru valdir áttu Monica og Joey að vera parið sem allt hringsnerist um í þáttunum. Sú hugmynd var sett á ís eftir fyrsta þáttinn. 17. Allir kyssa alla Allar aðalpersónurnar hafa kysst hver aðra nema Monica og Phoebe. 18. Kaffibarþjónn í raun James Michael Tyler starfaði í alvöru sem kaffibarþjónn og var ráðinn sem aukaleikari í Friends áður en hann hreppti hlutverk kaffibarþjónsins Gunthers. 19. Enginn glaður Áhorfendur voru ekki glaðir þegar að Rachel og Joey byrjuðu saman árið 2002. Leikararnir voru ekki heldur ánægðir og sagði Matt LeBlanc, sem leikur Joey, ráðahaginn vera „virkilega óviðeigandi.“ 20. Vildi ekki Phoebe Grínistinn Ellen DeGeneres afþakkaði hlutverk Phoebe og byrjaði með sinn eigin gamanþátt, Ellen, sama ár og Friends hófu göngu sína, árið 1994. 21. Maðurinn á bak við nektina Það var leikarinn Jon Haugen sem fór með hlutverk „Ugly Naked Guy“, feita leigjandans í byggingunni á móti íbúð Monicu. 22. Alltaf sein Jennifer Aniston var mjög oft sein á settið og var hún oft skömmuð af meðleikurum sínum, sérstaklega David Schwimmer. 23. Hætti næstum við Jennifer Aniston dró sig næstum því úr síðustu seríunni árið 2004 þar sem hún var búin að skapa sér nafn í kvikmyndabransanum með myndum á borð við Picture Perfect, Bruce Almighty og Along Came Polly. 24. Raunveruleikinn verður leikur Það var aldrei ætlunin að Chandler væri kjánalegur í samskiptum sínum við kvenfólk. Því var bætt inn í handritið eftir að Matthew Perry sagði framleiðendum að hann ætti erfitt með samskipti við hitt kynið. Leikaraliðið safnaðist saman í þyrpingu fyrir hvern einasta þátt til að óska hvert öðru góðs gengis. n Fyrsti þátturinn af Friends var sýndur 22. september árið 1994 n Hér eru 25 staðreyndir um þættina á 25 ára afmælinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.