Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 49
4920. september 2019 STJÖRNUSPÁ Lesið í tarot Haraldar Þórunn Fædd 12. september 1975 Meyja n trygglynd n góðhjörtuð n vinnuþjarkur n praktísk n feimin n gagnrýnin Olgeir Fæddur: 22. október 1982 Vog n vinnur vel með öðrum n vinnur vel með öðrum n kurteis n diplómatískur n félagsvera n óákveðinn n forðast átök stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnarn 22. september Raggi Bjarna tónlistarmaður, 85 ára n 23. september Snæfríður Ingadóttir þúsundþjalasmiður, 46 ára n 24. september Kristín Ómarsdóttir rithöfundur, 57 ára n 25. september Atli Már Gylfason blaðamaður, 35 ára n 26. september Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptajöfur, 57 ára n 27. september Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, 31 árs n 28. september Haffi Haff tónlistarmaður, 35 ára Naut - 20. apríl – 20. maí Fiskur - 19. febrúar – 20. mars Vatnsberi - 20. janúar – 18. febrúar Steingeit - 22. desember – 19. janúar Bogmaður - 22. nóvember – 21. desember Sporðdreki - 23. október – 21. nóvember Vog - 23. sept. – 22. október Meyja - 23. ágúst – 22 .sept. Ljón - 23. júlí – 22. ágúst Krabbi - 22. júní – 22. júlí Tvíburi - 21. maí – 21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir Gildir 22. – 28. september Þú ræður þig í vinnu hjá áhrifamikilli manneskju sem þú lítur mikið upp til. Þú átt eftir að læra margt í þjónustu hennar og viða að þér tæki og tólum til að taka sniðugar ákvarðanir í framtíðinni sem geta orðið afar arðbærar fyrir fjárhaginn. Fylgstu vel með og taktu glósur – þær eiga eftir að koma sér vel. Þú þarft aðeins að selja hæfileika þína á nýjum starfsvettvangi. Þú þarft að sanna fyrir fólki að þú sért besta manneskjan í hlutverkið og það tekur smá á taugarnar fyrir manneskju sem hélt að allir sæju hve frábær hún væri. Nú kemur þrjóskan sér vel og þú hættir ekki fyrr en allir skilja hve stórkostleg/ur þú ert. Þú færð hugljómun og algjörlega stórkostlega hugmynd sem þú verður að hrinda í verk. Eina sem stendur í vegi fyrir þér eru peningar – tja, eða skortur á þeim. Þú skalt íhuga vel hvort að hópfjármögnun sé ekki fyrir þig. Það er aðili sem er tilbúinn að lána þér peninga en ekki treysta honum – hann er ekki allur þar sem hann er séður. Þú skalt aðeins draga þig í hlé, kæri krabbi. Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar undanfarið en nú skaltu frekar halda þig heima fyrir en að fara í gleðskap. Þú ert hvort sem er ekki að missa af neinu. Þig vantar spennu í lífið og hugsanlega er kominn doði í ástarsambandið sem ekki er hægt að lífga við. Því gæti verið komið að endalokum. Þú ert rosalega óskipulögð/lagður og það er farið að hafa slæm áhrif heima fyrir og í vinnunni. Þú missir stanslaust af mikilvægum fundum og stefnumótum og það ýtir við þér að vera skipulagðari. Svo er mjög mikilvægt að þú setjir þér mörk – sérstaklega þegar kemur að ástarsamböndum. Mörk eru af hinu góða og þú þarft þau. Seinni partur vikunnar verður sérstaklega skemmtilegur og það er gleðskapur í vændum sem þú hlakkar mikið til. Hins vegar eru einhver vandræði í fjölskyldulífinu og það er stuttur þráður hjá þér vegna þess að þú opnar þig ekki um það sem virkilega er að angra þig. Það getur verið slæmt að loka sig af – reyndu að breyta því. Það slettist upp á vinskap og þú þarft að taka á honum stóra þínum og fyrirgefa. Þér finnst það erfitt og þú ert ekki alveg til í það. Hins vegar er stór og mikill máttur fólginn í fyrirgefningunni og þér líður betur þegar þetta missætti er leyst. Þú lærir einnig að það er ómögulegt að breyta fólki þannig að þú ættir að hætta að reyna það. Gamall vinur hringir í þig og biður þig um að gera svolítið með sér sem þú myndir ekki vanalega gera. Þú skalt hoppa á tækifærið til að fara aðeins út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt – þú sérð ekki eftir því. Þessi gamli vinur þarf einnig peningalega aðstoð þína. Það ættirðu hins vegar að varast. Þú ert að leita að nýjum tækifærum og það dettur eitt í kjöltuna á þér nánast án þess að þú takir eftir því. Þetta tækifæri gæti gefið mjög vel í aðra hönd ef þú ert til í að vinna mikið og lengi hvern dag. Er það þess virði eða viltu einbeita þér að fjölskyldulífinu? Þetta er stór spurning sem vefst fyrir þér alla vikuna. Innsæi þitt leiðir þig á óvenjulega braut í þessari viku. Steingeitin mín, þú ert svo skynsöm og pottþétt og það er ekkert að fara að breytast. Hins vegar langar þig, og er búið að langa lengi, að fara út fyrir boxið þitt. Þú skalt því fylgja þessu innsæi svo lengi sem þér líður vel með það. Mundu að það er allt í lagi að gera mistök – þau geta oft leitt okkur á stórkostlegan stað. Vatnsberinn minn, þú ert svo týndur þessa dagana og þú skilur ekki af hverju. Þú ert hins vegar búin/n að grafa einhvers konar sorg langt niðri í mjög langan tíma. Nú er komið að skuldadögum og þú verður að takast á við þessa sorg, hver svo sem hún er. Kannski finnst þér þetta ekkert stórmál en um leið og þú talar um þetta þá líður þér betur. Einhleypir fiskar finna fyrir algjörlega nýrri tilfinningu í vikunni. Allt í einu verður góður vinur mjög álitlegur og það hræðir þig að þú gætir verið að falla fyrir manneskju sem þú hefur þekkt nánast allt þitt fullorðinslíf. Stundum sér maður ekki skóginn fyrir trjánum og nú er komið að þér að fylgja hjartanu. Gaman! Hrútur - 21. mars – 19. apríl Segir sjálfur af sér embætti H araldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur verið undir smásjánni undanfarið og þolað mikla gagnrýni á störf sín í embætti sem hann hefur gegnt síðustu rúmlega tvo áratugi. DV ákvað að kíkja á hvað tarotspilin segja um framtíð Haraldar í embætti og kennir þar ýmissa grasa. Jafnframt er vert að minna á að lesendur geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV. Traustur vinur Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Haraldi er Sverðriddari. Riddarinn er þó ekki Haraldur sjálfur heldur góður vinur hans sem kemur honum í gegnum þá erfiðleika sem nú steðja að. Þessi vinur er kjarkaður, gáfaður og fær um að takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan máta. Hann er hreinskilinn og tekst opinn á við hvers kyns hindranir. Hann er til staðar fyrir Harald þegar hann þarf á því að halda. Haraldur er nefnilega í bobba og þessi vandræði skrifast hvað helst á mannleg samskipti, sem Haraldur er ekki sterkur í. Haraldur er duglegur við að segja hug sinn og hættir því ekki, en þegar hann kemst loks yfir þennan erfiða hjalla verður útkoman ekki eins og hann bjóst við. Vondur félagsskapur Næst eru það 10 sverð, sem merkir að Haraldur þarf að vara sig á þeim félagsskap sem hann er í tengdum vinnunni. Haraldur er með vissar ranghugmyndir um sinn eigin frama og þarf að hlusta á hjartað – ekki heilann í þetta skiptið. Hann hefur það á tilfinningunni að fyrrnefndur félagsskapur eyðileggi fyrir honum á einhvern hátt og það endar svo að Haraldur hörfar burt úr embætti. Haraldi hefur ekki liðið vel undanfarið mitt í stormi gagnrýninnar, en þegar hann segir af sér embætti tekur nýr og betri kafli við. Hann snýr sér að einhverju allt öðru og framtíðin er björt. Engin neyð Svo er það Stjarnan. Hún merkir að Haraldur finnur frið og vellíðan þegar að hann segir af sér embætti. Hann fær einnig kærkomna hvíld. Hann gerir sér loks grein fyrir að lausnir fást ekki fyrir kraft viljans heldur með því að láta undan. Það er enginn sem neyðir hann til að segja af sér – hann gerir það algjörlega upp á eigin spýtur. Síðan tekur afar jákvæð reynsla við, ný vinna á nýjum vettvangi, sem gerir það að verkum að Haraldur fær eins konar uppreisn æru. Hann byrjar einnig að hreyfa sig meira og huga að heilsunni sem verður til þess að andlegt og líkamlegt jafnvægi fæst. n Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. S öng- og leikkonan Þórunn Erna Clausen á von á barni með kærasta sínum, knattspyrnumanninum Olgeiri Sigurgeirssyni. Þórunn og Olgeir hafa verið saman um nokkurt skeið og eiga fyrir fjögur börn samtals; hún tvö úr fyrra sambandi og hann tvö. DV lék því forvitni á að vita hvernig Þórunn og Olgeir eiga saman samkvæmt stjörnuspekinni. Þórunn er meyja en Olgeir er vog. Þessi tvö merki eiga einstaklega vel saman og þegar þau koma saman í ástarsambandi er líkt og tvö púsl falli loksins þétt að hvort öðru. Bæði merkin þrá öryggi í ástarsambandi og þau elska allt sem er skapandi. Þau vinna vel saman, þótt þau búist við mismunandi viðurkenningu úr vel unnu starfi. Meyja og vog eru miklir safnarar og elska leikhúsið. Þau elska að blanda saman ánægju og gagnsemi og vega hvort annað upp. Meyjan elskar sjarma vogarinnar og vogin er góður málamiðlari þegar meyjan fær ekki allt sem hún vill. Vogin kann einnig að meta að meyjan þarf ávallt að hafa allt í röð og reglu. Meyjan og vogin eru ekki alltaf sammála – langt því frá. Hins vegar er mjög mikilvægt að þessi tvö merki hlusti á hvort annað til að geta tekið ákvarðanir og haldið áfram. Ef það tekst er ekkert sem stöðvar þau Þórunni og Olgeir. Barn á leiðinni hjá Þórunni og Olgeiri – Svona eiga þau saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.