Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 20. september 2019 YFIRHEYRSLAN Kjartan Guðbrandsson starfar sem einkaþjálfari ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍA í fótbolta. Við fengum Kjartan í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Þar sem ég er með dóttur mína í hægri hendi og soninn í vinstri, helst í Þórsmörk. Hvað óttastu mest? Sjálfan mig. Hvert er þitt mesta afrek? Að verða heiðarlegur á gamalsaldri. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ætli það sé ekki að leika fáklædda gínu í búðarglugga við Laugaveginn. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Það er leyndó því það styttist í hana. Ég þarf að bíða aðeins lengur annars verð ég handtekinn við útgáfu. Hvernig væri bjórinn Kjartan? IPA bruggaður af besta vini mínum og héti Granít eða Seiður. Besta ráð sem þú hefur fengið? Að hlusta á Dodda vin minn. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Mér finnst leiðinlegast að brjóta saman þvottinn. Besta bíómynd allra tíma? Old Boy, Park Chan-wook. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég mætti vera stundvísari, en ég sakna þess að geta ekki sofið út. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ég segi frá því í bókinni. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Það er bara þannig, ekkert annað í boði. Hvað getur þú sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Gott kaffi og alvöru súkkulaði. Hvað er á döfinni hjá þér? Að halda áfram að fylla í eyðurnar í ævisögunni, gefa af mér og taka lífinu ekki of alvarlega. Íris Hauksdóttir iris@dv.is Kjartan Guðbrandsson Furðulegasta starfið að leika fáklædda gínu „Ég mætti vera stund- vísari, en ég sakna þess að geta ekki sofið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.