Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 34
Allt fyrir börnin 20. september 2019KYNNINGARBLAÐ FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN: Sívinsæll allan ársins hring Það er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, sama hvernig viðrar. „Þegar sólin skín og Kári fer í frí er gaman ganga um garðinn og skoða haustlitina, leika sér í útileiktækjum, kasta kveðju á dýrin sem eru úti að leika sér og grilla haustpylsur. Þegar kólnar er fátt skemmtilegra en að skjótast á milli húsa og kíkja á húsdýrin inni í stíunum, forvitnast um minka og refi og leita að förustöfum í felubúningi. Garðurinn er sívinsæll hjá fjölskyldum enda upplifir maður alltaf eitthvað nýtt í hverri heimsókn,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, verkefnastýra nýsköpunar-, fræðslu- og umhverfisdeildar Fjölskyldu- og húsdýragarðs. Lyktsterkar geitur og hreindýr á fengitíma „Eitt af því sem dregur dýraunnendur að þessa dagana eru geiturnar, en lyktin í geitastíunni verður sterkari með hverjum deginum. Lyktin orsakast af því að fengitími geitanna nálgast og þá fara geiturnar að gefa frá sér sterka hormónalykt. Sama á við um hreindýrin, en fengitími þeirra nálgast óðfluga.“ Hornin tákna valdastöðu Þegar nær dregur jólum fara undarlegir hlutir að gerast hjá hreindýrunum. „Að loknum fengitíma hjá hreindýrum í nóvember/ desember fellir tarfurinn hornin. Hormónið testosterón stjórnar vexti hornanna og allt miðast við að hornin séu fullvaxin og hörðnuð þegar fengitími hefst í október. Hornin tákna valdastöðu dýranna innan hjarðarinnar og dýrið með stærstu hornin ræður mestu. Að loknum fengitíma þegar tarfurinn stendur uppi hornlaus ráða simlurnar ríkjum, enda enn með sín horn fram á næsta vor.“ Sísvalir selir Selirnir í Húsdýragarðinum eru alltaf jafnhressir. „Selirnir Kobba, Snorri og Særún hafa verið í garðinum frá upphafi og eru því komnir til ára sinna en hafa alltaf haft mikið aðdráttarafl. Nú þegar farið er að kólna taka þau hraustlega til matar síns enda þurfa selir að bæta á spiklagið til að þola aukinn kulda.“ Skemmtileg leiktæki opin allt árið um kring Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga ársins þó þjónustustigið sé breytilegt eftir árstíðum. Þegar hausta tekur er reynt að hafa leiktækin í Fjölskyldugarðinum opin um helgar þegar viðrar til þess. Fjölmörg leiksvæði þurfa þó hvorki starfsmanna við né traust og gott veður og eru því aðgengileg alla daga ársins. Þar má til dæmis nefna ævintýralega leikkastalasvæðið Þrúðvang, danstækið Dansleik sem hefur að geyma nokkrar stærðfræðiþrautir, Minnissvæði sem reynir á minnisgáfur og snerpu, og svo vatnsleikjasvæðið Iðavelli. Þá má njóta útsýnis úr turninum Skyggni og renna sér á línu á Hlaupakettinum. Nýtt grillsvæði tekið í gagnið í Fjölskyldugarðinum og lengdur opnunartími Grillsvæðið í Fjölskyldugarðinum er nú í allsherjar yfirhalningu og verður ný útieldunaraðstaða tekin í gagnið á næstunni og verður hún opin allan daginn. Á miðvikudögum verður m.a. áfram opið til kl. 20:00 í að minnsta kosti nokkrar vikur í viðbót. Þá er um að gera að mæta rétt klædd með nesti til að hita upp í haust- og vetrarblíðunni. Markmiðið með stofnun Húsdýragarðsins var að kynna borgarbúum og öðrum gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra. Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá upphafi og boðið upp á námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni. Fá að handleika skordýr og skoða afríska risafætlu „Þótt íslensku dýrin séu í forgrunni í fræðslustarfinu njóta framandi dýr garðsins æ meiri vinsælda. Hugrakkir krakkar er eitt vinsælasta námskeið fræðsludeildarinnar en þar eru framandi dýr garðsins í aðalhlutverki. Hugrakkir leikskólanemendur koma með kennurum sínum í heimsókn og kynnast skriðdýrum, froskdýrum og skordýrum. Þau allra hugrökkustu fá að handfjatla nokkur skordýr en þar leika stórskemmtilegir förustafir lykilhlutverk. Förustafir er ættbálkur fremur stórra ílangra skordýra sem sum líkjast laufblöðum en önnur trjágreinum. Þeir stærstu sem finnast í heiminum eru ríflega hálfur metri á lengd en þeir stærstu í garðinum eru ekki lengri en nemur lófastærð fullorðins einstaklings. En það eru ekki bara förustafir sem hugrökkum krökkum gefst tækifæri á að kynnast því afríska risafætlan fær líka að skína í hlutverki sínu. Hún getur orðið allt að 38 sentimetra löng og telst til ættbálks þúsundfætla. Það verður að fylgja sögunni að nemendur leikskóla eru oftar en ekki skrefinu framar þegar kemur að hugrekki í þessum heimsóknum á meðan kennararnir halda sig í hæfilegri fjarlægð,“ segir Unnur. Nánari upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru fyrir leik- og grunnskólanemendur eru á heimasíðu garðsins www.mu.is. Opnunartími Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er frá 10–17, nema á miðvikudögum er opið til 20:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.