Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 10
10 20. september 2019FRÉTTIR
Hér búa barnaníðingarnir
Fyrsti hlutiÁ
Íslandi hafa margdæmdir barnaníðingar fullan
rétt á því að búa nálægt börnum. Margir þeirra
grípa til þess ráðs að breyta um nafn til að forðast
ofsóknir.
Víða erlendis eru í gildi lög um tilkynningaskyldu
til almennings um dæmda kynferðisafbrotamenn
sem hætta er talin stafa af, til að mynda í Bretlandi
þar sem lög heimila miðlun á upplýsingum um
kynferðisbrotamenn í tilteknum tilvikum. Bandaríkin
hafa þó gengið einna lengst í þessum málum en hin
svonefndu Megan-lög voru sett í Bandaríkjunum eftir
að dæmdur kynferðisbrotamaður braut á og myrti sjö
ára gamla stelpu, Megan Kanka, árið 1994.
Umrædd lög eru þannig sett fram að allir sem hafa
verið dæmdir fyrir kynferðisbrot eru lagalega skyldugir
til þess að gefa sig fram við löggæsluyfirvöld í sinni
borg eða bæjarfélagi eftir að afplánun refsingar lýkur.
Í kjölfarið fara umræddir brotamenn á lista sem er
aðgengilegur almenningi. Viðkomandi einstaklingur
þarf að gefa yfirvöldum upplýsingar um heimilisfang
sitt og persónulega hagi og gefa sig fram við lögreglu
árlega, hafi hann fasta búsetu.
„Eftir afplánun láta þessir menn sig hverfa“
Engin slík tilkynningaskylda ríkir á Íslandi en frum-
varp til lagabreytinga sem varðar eftirlit með dæmd-
um barnaníðingum var lagt fram í þriðja sinn nú á
dögunum. Flutningsmaður frumvarpsins er Silja Dögg
Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Nái frumvarpið fram að ganga þurfa barnaníð-
ingar sem beinlínis eru taldir hættulegir umhverfi
sínu að gangast undir vissar kvaðir. Til að mynda yrði
þeim bannað að búa nálægt börnum, eftirlit yrði með
netnotkun þeirra og lögregla myndi hafa eftirlit með
heimili þeirra. Þá er gert ráð fyrir í frumvarpinu að
barnaverndarnefndir og aðrir viðkomandi aðilar verði
upplýstir þegar dæmdur barnaníðingur flytur búferlum.
Þá segir: „Bendi niður stöður mats sam kvæmt lög
um um meðferð saka mála til þess að veru leg hætta sé
tal in stafa af viðkom andi ein stak lingi og í refsi dómi er
kveðið á um áfram hald andi ráðstaf an ir í ör ygg is skyni
eft ir að afplán un lýk ur skulu Barna vernd ar stofa og
Fang els is mála stofn un eiga sam starf um úrræði gagn
vart ein stak lingn um á meðan afplán un og reynslu
lausn var ir.“
„Þetta gengur út á að tengja kerfin betur saman.
Barnavernd, löggæsluna, dómstólana og alla sem koma
að þessum málum. En það yrðu ekki hengd upp plag-
göt með myndum af brotamönnum á staðnum. Þetta
snýst um samvinnu. Núna er þetta þannig að eftir af-
plánun láta þessir menn sig hverfa, skipta um nafn og
flytja til annarra sveitarfélaga. Þannig kaupa þeir sér
tíma, halda áfram að brjóta af sér og eyðileggja fjölda
fólks, fyrir lífstíð jafnvel. Það sem ég er að leggja fram
í þessu frumvarpi er kannski ekki eina rétta leiðin en
þetta er tilraun til þess að byrja einhvers staðar. Að taka
umræðuna og reyna að finna leið til að koma í veg fyrir
þessi brot,“ sagði Silja Dögg í samtali við DV fyrr á árinu.
Hér búa þeir
En hver er réttur almennings til þessara upplýsinga?
Vegur sá réttur þyngra en réttur dæmdra kynferðis-
brotamanna til friðhelgi? Hvor er ríkari, rétturinn til að
vita eða rétturinn til að gleymast?
DV gerir hér tilraun til kortleggja búsetu einstak-
linga sem hlotið hafa dóm hér á landi fyrir kynferðisbrot
gegn börnum og ungmennum. Upplýsingar um brotin
eru fengnar úr opinberum gögnum. Er þetta fyrri partur
af korti yfir íslenska barnaníðinga, en sá seinni birtist í
næsta blaði. Jafnframt er þetta fyrsti hluti í greinaröð um
dæmda barnaníðinga. Einstaklingarnir sem tilgreind-
ir eru hér hafa allir verið sakfelldir fyrir héraðsdómi og
dæmdir til fangelsisvistar og í öllum tilfellum nema einu
eru brotaþolar fleiri en einn. Vert er að taka fram að við
vinnslu greinarinnar var meðal annars notast við upp-
lýsingar úr Þjóðskrá sem og staðfestar heimildir. Í sum-
um tilfellum er stuðst við seinasta skráða heimilisfang
viðkomandi einstaklings.
Karl Vignir
Þorsteinsson –
miðbær, 101 Reykjavík
Dómur: Sjö ára fangelsi
Fjöldi brotaþola (sem vitað er
um): 50+
Brotasaga Karls Vignis nær
áratugi aftur í tímann en hann
hefur viðurkennt opinberlega
að hafa misnotað allt að 50 börn
og brotin sem hann var dæmdur
fyrir voru framin á árunum 1995
til 2012. Karl Vignir losnaði
úr fangelsi í fyrra og leigir nú
litla íbúð nálægt Hlemmi, með
útsýni yfir leikvöll.
Valdimar Jónsson og Bylgja Líf Þrastardóttir
– 245 Sandgerði
Dómur: Sjö ára fangelsi (Valdimar) og sex ára fangelsi
(Bylgja)
Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 2
Margir íbúar í Sandgerði voru skelfingu lostnir vegna frétta
þess efnis að par í bænum væri grunað um að hafa misnotað
tvö börn kynferðislega. Hin meintu brot voru gróf og ítrekuð.
Börnin tengjast parinu fjölskylduböndum. Þau Valdimar og
Bylgja Líf voru handtekin þann 11. júlí 2018 og hafa játað að
hafa brotið gegn öðru barninu. Á meðal sönnunargagna voru
myndbandsupptökur sem fundust á myndavél í fataskáp
parsins.
Ómar Ragnarsson –
Laugarneshverfi, 105
Reykjavík
Dómur: Þriggja og hálfs árs fangelsi
Fjöldi brotaþola (sem vitað er um): 2
Ómar Ragnarsson fékk æru sína
uppreista árið 1995 vegna dóms sem
hann hlaut árið 1978 fyrir að nauðga
hrottalega tveimur ungum stúlkum.
Önnur var fjórtán ára, en hin var
aðeins 12 ára. Fyrir þetta fékk hann
tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Árið
2009 var hann dæmdur í Noregi fyrir
að ráðast á 10 ára stúlku í Jernbane-
skóginum í Sirevåg með hníf og
nauðga henni. Hann var fyrst dæmdur
í Noregi í þriggja ára og níu mánaða
fangelsi. Dómnum var áfrýjað og var
dómurinn þá lengdur. Einnig fann
lögregla mikið magn af barnaklámi á
heimili hans.
Ólafur Barði
Kristjánsson –
Breiðholt, 111 Reykjavík
Dómur: 18 mánaða fangelsisvist
Fjöldi fórnarlamba (sem vitað
er): Þrjú
Ólafur Barði Kristjánsson var
dæmdur í tveggja ára fangelsi árið
2006 fyrir kynferðisbrot gagnvart
fimm ungum stúlkum á árunum
1999 til 2005 og einnig fyrir að
hafa í vörslu sinni ljósmyndir sem
sýndu börn á klámfenginn hátt,
þar á meðal þrjár þeirra stúlkna
sem hann braut gegn en þær voru
á aldrinum fjögurra upp í tólf
ára þegar brotin áttu sér stað og
tengdust dætrum Ólafs vináttu-
böndum. Ólafur áfrýjaði málinu
til Hæstaréttar sem stytti dóm-
inn niður í 18 mánuði. Sumarið
2011 var Ólafur aftur tekinn með
barnaklám og fundust þá 15.327
slíkar ljósmyndir og níu hreyfi-
myndir í tölvu hans. Hlaut hann
fimm mánaða fangelsisdóm.
Ólafur er í dag skráður til heimil-
is í Breiðholti. Í júní á seinasta ári
greindi DV frá því að hann starf-
aði annað slagið við afgreiðslu í
nytjamarkaðnum Von og björg-
um.