Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 56
20. september 2019 38. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ég er orðinn sam-Loki! Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is Kíktu í heimsókn og þú gætir unnið Y stól og dúnmjúka kodda frá auping! Tveir sérfræðingar verða í verslun okkar um helgina. afsláttur af pöntunum frá auping 15% afsláttur af pöntunum og lagervörum frá Carl Hansen 15% MUHAMAD “THE WEAVER” Í EPAL Vefarinn Muhamad verður í Epal Skeifunni föstudag til laugardags og sýnir vefun á hinum heimsþekkta Y stól sem hannaður er af Hans J. Wegner. Mohamad starfar hjá Carl Hansen og þykir framúrskarandi í þessari iðngrein. Sjón er sögu ríkari. Logi kominn á markaðinn L ogi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður, er fráskilinn og kominn á markaðinn. Þetta staðfestir hann í samtali við DV, en þau Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir voru saman í tíu ár. Nú er hins vegar ástarloginn slokknaður. Logi var í mörg ár atvinnumaður í handbolta og starfar í dag sem einkaþjálfari. Ingibjörg lék körfubolta í mörg ár suður með sjó og það með frábærum árangri. Hún varð meðal annars Íslandsmeistari. Þau eiga saman tvö börn, soninn Vilberg og dótturina Júlíu. Slá í takt T rommuleikarinn Einar Scheving, sem hefur verið talinn einn kynþokkafyllsti piparsveinn landsins, er genginn út. Hann hefur fundið ástina í örmum Arnhildar Jóhannsdóttur, sem meðal annars hefur unnið í tískuversluninni KronKron og sem barþjónn á Kex Hostel. Hamingjan ljómar í augum Arnhildar og Einars á myndum sem trommuleikarinn birtir á Facebook af parinu að njóta lífsins í París. Taka þau sig vel út saman, en í grein á DV um kynþokkafyllstu menn Íslands sagði meðal annars um Einar: „Svona eins og smáfríðari útgáfa af Ingvari E. en með sama sjarmann.“ Talsverður aldursmunur er á parinu, Arnhildur er 25 ára og Einar 46 ára, en eins og flestir vita þá spyr ástin ekki um aldur. Björk er orðin að samloku DV barst á dögunum ábending frá íslenskum ferðamanni um að bak- arí og kaffihús í Buffalo í New York-ríki hefði heiðrað Björk Guð- mundsdóttur söngkonu með því að nefna samloku á matseðlinum í höf- uðið á henni. Samlokan ber nafnið „The Bjork.“ Bjarkarsamlokan inniheldur tómata, avókadó, kóreskt kimchi, spírur, græn- meti og sterkt majónes og er að sögn ís- lenska ferðamannsins hið mesta hnoss- gæti. Björk er þó ekki eina stórstjarnan sem fær samloku nefnda í höfuðið á sér því á matseðlinum má einnig sjá samlokurn- ar Mariuh Carey, Fionu Apple, Whitney Houston, Britney, Gwen, Stevie, Dolly og Robyn. „Við nefndum samlokurnar okkur í höfuðið á uppáhaldssöngkonunum okkar og skrifuðum svo hverri og einni hjartnæmt aðdáandabréf,“ segir Face- book-síðu staðarins, Breadhive Bakery & Café. Þá kemur fram að Britney Spe- ars hafi verið sú fyrsta til að senda svar til baka en ekki fylgir sögunni  hvort Björk hafi brugðist við bréfinu. DV hefur áður haft afspurn af matartengdum tilvísunum í Björk og var fyrir nokkrum árum starfrækt kaffihús í Ástralíu sem hét einfaldlega Björk, með vísan í söngkonuna. Hins vegar er óvitað hvort söngkonan hafi verið matgerð með þessum hætti fyrr, þótt hún hafi margoft verið heiðruð við hin ýmsu tilefni; til dæmis í söfnum úti um allan heim sem og hjá tískurisanum Gucci.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.