Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Qupperneq 56
20. september 2019
38. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Ég er
orðinn
sam-Loki!
Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
Kíktu í heimsókn og þú gætir unnið Y stól
og dúnmjúka kodda frá auping!
Tveir sérfræðingar verða í
verslun okkar um helgina.
afsláttur
af pöntunum
frá auping
15%
afsláttur af pöntunum og lagervörum frá Carl Hansen
15%
MUHAMAD
“THE WEAVER” Í EPAL
Vefarinn Muhamad verður í Epal
Skeifunni föstudag til laugardags og
sýnir vefun á hinum heimsþekkta
Y stól sem hannaður er af Hans J.
Wegner. Mohamad starfar hjá Carl
Hansen og þykir framúrskarandi í
þessari iðngrein.
Sjón er sögu ríkari.
Logi kominn
á markaðinn
L
ogi Geirsson, fyrrverandi
atvinnumaður
í handbolta og
landsliðsmaður, er
fráskilinn og kominn á
markaðinn. Þetta staðfestir
hann í samtali við DV, en þau
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir
voru saman í tíu ár. Nú
er hins vegar ástarloginn
slokknaður. Logi var í mörg ár
atvinnumaður í handbolta og
starfar í dag sem einkaþjálfari.
Ingibjörg lék körfubolta í mörg
ár suður með sjó og það með
frábærum árangri. Hún varð
meðal annars Íslandsmeistari.
Þau eiga saman tvö börn,
soninn Vilberg og dótturina
Júlíu.
Slá í takt
T
rommuleikarinn
Einar Scheving, sem
hefur verið talinn
einn kynþokkafyllsti
piparsveinn landsins, er
genginn út. Hann hefur
fundið ástina í örmum
Arnhildar Jóhannsdóttur, sem
meðal annars hefur unnið í
tískuversluninni KronKron og
sem barþjónn á Kex Hostel.
Hamingjan ljómar í augum
Arnhildar og Einars á myndum
sem trommuleikarinn birtir á
Facebook af parinu að njóta
lífsins í París. Taka þau sig vel
út saman, en í grein á DV um
kynþokkafyllstu menn Íslands
sagði meðal annars um Einar:
„Svona eins og smáfríðari
útgáfa af Ingvari E. en með
sama sjarmann.“ Talsverður
aldursmunur er á parinu,
Arnhildur er 25 ára og Einar
46 ára, en eins og flestir vita þá
spyr ástin ekki um aldur.
Björk er orðin að samloku
DV
barst á dögunum
ábending frá íslenskum
ferðamanni um að bak-
arí og kaffihús í Buffalo í
New York-ríki hefði heiðrað Björk Guð-
mundsdóttur söngkonu með því að
nefna samloku á matseðlinum í höf-
uðið á henni. Samlokan ber nafnið „The
Bjork.“
Bjarkarsamlokan inniheldur tómata,
avókadó, kóreskt kimchi, spírur, græn-
meti og sterkt majónes og er að sögn ís-
lenska ferðamannsins hið mesta hnoss-
gæti.
Björk er þó ekki eina stórstjarnan sem
fær samloku nefnda í höfuðið á sér því á
matseðlinum má einnig sjá samlokurn-
ar Mariuh Carey, Fionu Apple, Whitney
Houston, Britney, Gwen, Stevie, Dolly
og Robyn.
„Við nefndum samlokurnar okkur
í höfuðið á uppáhaldssöngkonunum
okkar og skrifuðum svo hverri og einni
hjartnæmt aðdáandabréf,“ segir Face-
book-síðu staðarins, Breadhive Bakery
& Café. Þá kemur fram að Britney Spe-
ars hafi verið sú fyrsta til að senda svar
til baka en ekki fylgir sögunni hvort
Björk hafi brugðist við bréfinu.
DV hefur áður haft afspurn
af matartengdum tilvísunum í
Björk og var fyrir nokkrum árum
starfrækt kaffihús í Ástralíu sem
hét einfaldlega Björk, með vísan í
söngkonuna. Hins vegar er óvitað
hvort söngkonan hafi verið matgerð
með þessum hætti fyrr, þótt hún
hafi margoft verið heiðruð
við hin ýmsu tilefni; til
dæmis í söfnum úti um
allan heim sem og hjá
tískurisanum Gucci.