Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 27
Sjávarútvegsblaðið 20. september 2019 KYNNINGARBLAÐ
GÓLFTÆKNI:
Steypan
er sterkasta
gólfefnið, sé hún rétt unnin.
Gólftækni er verktaki og innflytjandi efna til viðgerða og frágangs steyptra gólfa.
Félagið var stofnað af feðgunum
Ásgeiri Halldórssyni og Kristófer Atla
Ásgeirssyni utan um hugmyndina
um betri gólf til lengri tíma. Markmið
Gólftækni er að vera með bestu
lausnirnar og bestu mögulegu
efnin hverju sinni til að geta
boðið viðskiptavinum sterkari og
endingarbetri gólf. Hjá Gólftækni
liggja áherslurnar aðallega á
iðnaðar-, lager- og verslunargólf þar
sem ekki er gert ráð fyrir að leggja
sérstök gólfefni yfir.
Sérhæfing í steyptum gólfum
Gólftækni sérhæfir sig í vinnslu
steyptra gólfa þar sem fyrirtækið
getur komið inn í ferlið á ýmsum
stigum. Þegar fyrir liggur hvernig
lokaútkoman á að vera geta þeir
tekið að sér gólfið og klárað það á
þann hátt sem óskað er. Annaðhvort
er steypan þá lögð í plötuna og
fullunnin eða þeir koma að steyptum
gólfum, gömlum eða nýjum, og vinna
upp í fullklárað gólf.
„Þegar við tökum að okkur gólf frá
grunni, veljum við steypublönduna
út frá þeirri notkun sem mun verða
á viðkomandi gólfi,“ segir Ásgeir
Halldórsson. Það gerir þeim kleift að
vinna gólfið eftir þeirra aðferðum
svo að útkoman verði sú sem sóst
er eftir. Oftast er þá um að ræða
auknar kröfur af einhverju tagi s.s.
um sléttleika yfirborðs.
Gólftækni vinnur mjög mikið í
yfirborðsfrágangi gólfa, bæði í
nýbyggingum og í eldra húsnæði.
Í nýjum húsum er oftast um að
ræða póleringu gólfa þar sem
yfirborð steypunnar er slípað, það
hert og því lokað.
Í eldri húsum hafa þeir svo komið
að viðgerðum og endurnýjun gólfa.
Oft er um að ræða mjög illa farin
gólf. Þau geta verið sprungin,
brotin, slitin, skökk og hreinlega
ónýt. Í sumum tilfellum er hægt að
lappa upp á gólfin með lágmarks
viðgerðum en ending slíkra gólfa
verður þó aldrei viðunandi, en þetta
getur hentað í ákveðnum tilfellum.
Heildarviðgerðir, þar sem gert er við
sprungur og skemmdir, geta verið
góður kostur, einkum á lagergólfum
þar sem útlitið skiptir ekki meginmáli.
Nýjung á Íslandi
Gólftækni býður einnig upp á þunnt
ásteypulag með Neodur-efnum frá
Korodur í Þýskalandi. Þetta er nýjung
hér á landi en hefur marga góða kosti
og hefur þegar verið lagt á yfir 500
milljón fermetra erlendis. Ásteypulagið
er einungis um 10 mm þykkt en skilar
mjög sterku yfirborði; um 70 N/mm2
í þrýstiþoli, sem samsvarar C 70
steypu. Með því að gera við skemmd
gólf og leggja Neodur-ásteypulag yfir
verður gólfið eins og nýtt.
Einnig er hægt að pólera
Neodur-efnin og með því eykst
yfirborðsstyrkur þeirra. Þessi gólf
útheimta lítið sem ekkert viðhald, eru
mjög auðveld í þrifum og endast að
jafnaði mun lengur en upprunalegu
gólfin. Vegna þess hve yfirborð
Neodur-efnanna er þétt í sér er
rakadrægni þeirra mjög lítil og því
henta þau vel í rýmum þar sem
talsvert vatn er viðvarandi.
„Gólftækni flytur einnig inn ýmis
önnur sérhæfð efni sem hjálpa okkur
að fá fram betri gólf; og við erum
stöðugt að leita að og bæta við nýjum.“
Frá Korodur bjóða þeir til dæmis
upp á mjög sterk tilbúin efni í
Terrazzo gólf í mörgum litum.
Gólftækni býður upp á ráðgjöf og
úttekt á gólfum þar sem markmiðið
er að leggja fram tillögur að
hagkvæmasta og umhverfisvænsta
kostinum. Þeir vinna í því sambandi
líftímakúrfur mismunandi gólfefna
miðað við notkun húsnæðisins. Of
oft er farið af stað með ódýrustu
lausnina hverju sinni sem oft reynist
þó vera dýr á líftíma gólfefnisins.
Gólftækni leggur áherslu á að gera
raunhæft mat á þessum kostnaði.
Hægt er að hafa samband við
Gólftækni í gegnum heimasíðuna
þeirra golftaekni.is, en auk þess
má finna upplýsingar um vörurnar
þeirra og er heimasíðan uppfærð
reglulega Einnig er hægt að hafa
samband við okkur í síma 519-5190
Pólerað gólf í flugskýli Icelandair.
Terrazzo gólf í vinnslu. Mjög skemmt gólf.
Gólftækni er vel tækjum búið og er
m.a. með fjarstýrðar slípivélar.