Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 21
KYNNINGARBLAÐ
20. september 2019 Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is
SJÁVARÚTVEGSBLAÐIÐ
GLÆSILEG SJÁVARÚTVEGSSÝNING Í LAUGARDALSHÖLLINNI –
Nokkrar myndir frá
sýningunni 2016
Sjávarútvegssýningin Sjávar-útvegur 2019/Iceland Fishing Expo 2019 verður haldin með
pomp og prakt í Laugardalshöll
dagana 25.–27. september. „Sýn-
ingin hefur stækkað umtalsvert
frá síðan hún var haldin síðast árið
2016 og fyllir nú alla sali hallarinnar,“
segir Ólafur M. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar.
Mikilvæg sýning
„Eftirspurn eftir sýningarsvæðum,
bæði frá innlendum og erlendum
aðilum, er mikil og það kemur sífellt
á óvart hversu fjölþætt sú þjón-
usta er sem íslenskur sjávarútvegur
býr við. Stór og smá fyrirtæki sem
þjóna sjávarútveginum sýna allt
það nýjasta á þessu sviði. Um 120
fyrirtæki taka þátt og raunar mun
fleiri því mörg eru með fleiri en eitt
erlent umboð. Margir sýnendur hafa
verið með bás hjá okkur í áratugi
og eru ánægðir með festu í okkar
sýningarhaldi. Enda telja menn það
mikilvægt að hitta viðskiptavinina,
rifja upp gömul kynni og skapa ný
en við leggjum mikla áherslu á að
sýnendur fái eins marga frímiða
og hentar hverjum og einum. Þetta
virðist ekki síst mikilvægt á tímum
rafpóstsamskipta.“
Megum ekki gleyma sögunni
Að sögn Ólafs er sjávarútvegurinn
að þróast í átt til hátækniðnaðar og
það hefur verið greinilegt á sýning-
um undanfarinna ára. Tilgangur sýn-
ingarinnar er að finna flöt fyrir bæði
fagaðila og áhugafólk til að kynnast
þróun og nýjungum í sjávarútvegi.
„Þessi jákvæða þróun mun skipta
miklu fyrir velferð íslensks samfélags.
Gleymum því ekki að sjávarútveg-
urinn bjargaði þjóðinni þegar allt
hrundi hér fyrir um áratug. Sjálfur
kem ég úr sjávarstað frá Norðfirði og
ólst upp við miklar sveiflur í sjávarút-
vegi og þær miklu sjávarútvegsum-
ræður sem öll þjóðin tók þátt í.
Til dæmis var faðir minn fréttaritari
Ríkisútvarpsins í meira en fjörutíu ár
og ég man vel eftir því þegar hann var
að lesa upp aflatölur síldarbátanna.
Hver einasti bátur var lesinn upp. Í
dag er meira um hörmungarfréttir í
fjölmiðlum. Menn eru fljótir að gleyma
og líka því mikla afreki sem útfær-
sla landhelginnar var á sínum tíma.
Rekstrarumhverfið í sjávarútveginum
í dag virðist einnig vera orðið stöð-
ugra en áður var, þegar menn voru
háðir gengisfellingum og endalausum
heimsóknum til Reykjavíkur að hitta
bankastjóra og aðra ráðamenn. Þá
var ekki slæmt að hafa Lúðvík Jósefs-
son sem sjávarútvegsráðherra. En í
dag virðast sumir jafnvel vilja afhenda
þessa gullkistu landsins á silfurfati ef
svo má að orði komast.“
Allir velkomnir
Það verður margt um að vera á
sýningunni. „Ásamt fjölmörgum
sýningarbásum verður settur upp
glæsilegur matsölustaður. Einnig
veitum við viðurkenningar þeim sem
hafa skarað fram úr á árinu. Íslenskir
listamenn hafa verið duglegir við að
fanga sjóinn og sjómennskuna. Einn
af þeim er Tolli og verður hann með
myndlistarsýningu með sjávarmynd-
um, svo fátt eitt sé nefnt. Þarna hitt-
ast allir í geiranum og svo á almenn-
ingur fullt erindi á sýninguna.“
Sjávarútvegssýningin 2019 hefst
miðvikudaginn 25. september og
lýkur föstudaginn 27. september.
Nánari upplýsingar má nálgast á
icelandfishexpo.is