Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
20. september 2019
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Spurning vikunnar Hvað þarf helst að bæta í heilbrigðiskerfinu í dag?
Hraða byggingu nýja Landspítalans, betri
vinnuaðstæður, betra kaup og styttri vinnuvika.
Efla heilsugæsluna verulega.
Magnús, þroskaþjálfi
Það þyrfti að innleiða sálfræði eins og venjuleg
heilsugæsla er. Geðheilsumálum á Íslandi er veru-
lega ábótavant.
Eyþór, nemi
Ég nennti því ekki, svo ég hef ekki notað það í tvö ár
Ólöf, forritari
Já, ég meina, væri ekki best að bæta aðstöðuna
ásamt því gera Landspítalann að meira aðlandi
vinnustað fyrir heilbrigðisstarfsfólkið í landinu?
Hildur, jarðeðlisfræðingur
Svart og hvítt
Þ
að er alltaf eldfimt um-
ræðuefni þegar nafn-
birting dæmdra brota-
manna ber á góma. Fólk
skiptist í fylkingar, með eða á
móti. Eins og með svo margt í ís-
lensku samfélagi þurfa allir að
skiptast í þessar tvær fylkingar.
Orrahríð geisar meðal fólks og
svo virðist sem samfélagið verði
allt í einu annaðhvort svart eða
hvítt – enginn millivegur.
Lífið er hins vegar aldrei svart
eða hvítt. Það er grátt og fjólu-
blátt og brúnt og gult og alls kon-
ar. Í dag birtum við hjá DV fyrsta
hluta í umfjöllun um íslenska
barnaníðinga. Í þessari fyrstu
umfjöllun birtum við fyrri part af
korti yfir aðsetur dæmdra barn-
aníðinga – fólks sem hefur brot-
ið á fleiri en einni manneskju og
hlotið fyrir það dóm. Kveikjan að
umfjölluninni er frumvarp Silju
Daggar Gunnarsdóttur um hert-
ara eftirlit með barnaníðingum
eftir afplánun. Einnig veltum við
þeirri spurningu upp hvort al-
menningur eigi rétt á að nálgast
þessar upplýsingar eða hvort þær
eigi að vera læstar ofan í skrif-
stofuskúffu.
Það er í raun margt forvitni-
legt sem kemur fram í frumvarpi
Silju Daggar og heilt yfir er það
vel og faglega unnið. Meginþem-
að í frumvarpinu er að jafna hlut
barnaníðinga annars vegar og
almennings hins vegar. Eins og
Silja Dögg hefur bent á þá brjóta
margir barnaníðingar af sér aft-
ur þegar þeir losna úr fangelsi.
Það sé vitað mál. Samt bíður
þeirra ekkert eftirlit eftir afplán-
un. Það er galið út af fyrir sig. Í
frumvarpinu er mælst til þess að
auka tilkynningarskyldu þannig
að viðkomandi bæjarfélagi og
barnaverndarnefnd sé tilkynnt
um búferlaflutninga barnaníð-
inga. Þá er einnig kveðið á um að
barnaníðingurinn þyrfti að gang-
ast undir meðferð hjá heilbrigð-
isstarfsfólki, mæta í viðtöl hjá fé-
lagsþjónustu, hann megi ekki
neyta áfengis og annarra vímu-
efna og að net- og samfélags-
miðlanotkun hans yrði undir eft-
irliti. Einnig hefði lögregla eftirlit
með heimili hans.
Silja Dögg hefur jafnframt
tekið það fram að í frumvarpinu
felist ekki einhvers konar gullin
lausn um málefni barnaníð-
inga – tillögurnar séu hins vegar
skref í rétta átt að betra kerfi. Því
er ég sammála. Það er ótækt að
við hleypum fólki út í samfélagið
sem vitað er að sé því hættulegt.
Það á auðvitað ekki bara við um
barnaníðinga, heldur almennt.
Það er algjörlega óskiljanlegt af
hverju lagaumgjörð hefur gert
ráð fyrir því að setja hagsmuni
brotamanna ofar en samfélags-
ins í heild sinni.
Það kemur bersýnilega í ljós
í umfjöllun DV sem spannar
næstu vikur að ákveðið hlutfall
fólks sem níðist á börnum held-
ur því áfram eftir afplánun. Þetta
sjáum við sí og æ. Með hertara
eftirliti með barnaníðingum og
upplýsingaskyldu til almenn-
ings í einhverju formi gæti lífið
orðið aðeins bærilegra, bæði fyrir
brotaþola og barnaníðinga, sem
njóta vissulega mannréttinda
þrátt fyrir brot sín. Mannréttindi
þegna samfélagsins mega hins
vegar ekki gleymast í kerfinu,
hvað þá vega mun minna en
mannréttindi níðinganna. n
Kennarasleikjan
Til snarpra orðaskipta kom á
Alþingi í vikunni þegar nokkrir
þingmenn þvert
á flokka sökuðu
Steingrím J.
Sigfússon,
forseta
Alþingis, um
skipulagsleysi.
Svo fór að Steingrímur byrsti
sig við þingmenn. „Forseti
segir það sem hann vill segja
og þingmenn hlusta,“ sagði
Steingrímur og bætti við að
ekki væri málfrelsi þegar
kæmi að frammíköllum.
Þetta blöskraði þingmönnum
mjög en það var hins vegar
einn sem stóð með forseta
og það var Kolbeinn Óttarson
Proppé. Hrósaði hann forseta
í bak og fyrir og bíður
sandkornsskrifari þess að
Kolbeinn slái sig enn frekar
til riddara með því að færa
forseta forláta epli, skínandi
fínt og fullt af smeðju.
130 á móti 23
Fjármálaráðherra, Bjarna
Benediktssyni, blöskraði verð
á bjór á Nordica þar sem
hann þurfti að borga 1.400
krónur fyrir glasið. Skellti
hann skuldina á veitingamenn
og háa
álagningu en
viðurkenndi að
áfengisgjaldið
væri hátt. Það
mun í raun
hækka um
2,5%. Sandkornsskrifari hefur
tekið eftir að fjármálaráðherra
er hrifnari af prósentu-
og hlutfallareikningi en
krónutölu þegar kemur
að hækkun skatta og
launa. Því vill hann benda
fjármálaráðherra á að hann
geti keypt rúmlega 130 bjóra
fyrir 10% af laununum sínum,
sem eru tæplega 1.900.000.
Hins vegar getur manneskja
á lágmarkslaunum, rúmlega
300.000 krónum, aðeins
keypt 23 bjóra fyrir þessi 10%.
Þannig að ef fjármálaráðherra
blöskrar, hvernig heldur
honum að almúganum líði?
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Haust Varla hefur hundi verið út sigandi undan-
farna daga, en hér hefur hvutti gripið tækifærið.
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N