Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 34

Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 34
Kristjana Skagfjörð Williams er hálf íslensk og hálf ensk. Hún ólst upp á Íslandi frá tveggja ára aldri til tvítugs en býr í London með eiginmanninum Adam James Bushell og börnum þeirra tveimur, Eiðari Skagfjörð sjö ára og Ísól Skagfjörð fjögurra ára. Þar rekur hún stúdíó og er með fimm manns í vinnu við þróun plak­ ata, fatnaðar, veggfóðurs og vídeó­ verka með skrautlegum klippi­ myndum. Kristjana skreppur til Íslands af og til, heilsar upp á frænd­ fólkið og kíkir í búðirnar Kiosk og Kraum sem hafa tískufatnað hennar og púða til sölu. Núna dró Airwaves hana líka til landsins – en stoppið er stutt. „Ég er búin að búa í Englandi í 23 ár og dett oft inn í enskuna, þú verður að afsaka það,“ segir Krist­ jana brosandi þegar ég hitti hana heima hjá góðri frænku. Þar eru inn­ römmuð prentverk eftir Kristjönu á veggjum og hjá ávaxtaskál á borð­ inu er stór og litrík bók með litlum texta, Wonder Garden heitir hún, sem á íslensku gæti þýtt Ævintýra­ garðurinn. Hún er með myndum af dýrum og plöntum, meðal annars í regnskógunum. „Þetta er barna­ bók sem hefur sópað að sér verð­ launum og fyrir tveimur vikum var hún tilnefnd til einna í viðbót sem ekki er enn búið að veita. Hún er komin út á tíu tungumálum en þó ekki á íslensku. Enda dálítið dýr í prentun,“ útskýrir hún. Frá Viktoríutímabilinu Kristjana kveðst vinna með auglýs­ ingamyndir, náttúrumyndir og alls konar fígúrur frá Viktoríutímabil­ inu, sem eru óháðar höfundarrétti, klippa þær út og setja í nýtt sam­ hengi. „Þetta er mikið púsluspil,“ segir hún og kveðst skipta vinnu sinni í þrjá flokka. Í einum þeirra eru púðar, slæður og tískufatnaður, allt gert með klippimyndum og þrykki á vönduð efni, meðal annars silki. Í öðrum eru prentverk sem gerð eru í takmörkuðu upplagi, hvert og eitt merkt og undirskrifað. Þau eru unnin úr þrívíddarmyndum sem klipptar eru út og tyllt á spjöld með litlum pinnum sem notaðir eru til að þurrka pöddur og fiðrildi. Þá myndast skuggar frá fígúrunum þegar flassljósið fellur á þau við myndatöku. Í þriðja flokknum eru persónu­ leg verk, annaðhvort fyrir vídeó eða veggi. „Fólk vill flétta myndir úr sínu lífi og fjölskyldunnar inn í ævintýraheim myndanna minna. Ég tek viðtöl og fræðist um það og áhugamálin. Bý svo til persónu­ legar myndasögur þar sem ég nýti myndir úr fjölskyldualbúminu. Ég gerði til dæmis 2x3 metra listaverk fyrir efnuð hjón í Danmörku sem fjallaði um þau og landið þeirra, sögu og fortíð. Þetta er heilmikið ferli en það er rosalega gaman að vinna slík verk.“ Byrjaði í rafeindatækni En nú vil ég vita um upprunann. „Já, mamma heitir Matthildur Magnús­ dóttir, hún fór til London og kynnt­ ist þar föður mínum, Norman Roy Williams. Þau voru nú ekki lengi samvistum en eignuðust þó mig og bróður minn, Jón Valgeir. En pabbi dó í köfunarslysi þegar ég var þriggja ára svo ég hafði lítið af honum að segja. Síðan flutti mamma með okkur hingað heim svo ég ólst hér upp frá því ég var tveggja ára til tví­ tugs. Við vorum á Seltjarnarnesinu og ég fór í Valhúsaskóla. Mér gekk ekki vel í skólanum enda með staf­ blindu en það uppgötvaðist ekki nærri strax. Ég vissi ekkert fyrst hvað ég vildi læra eftir að grunn­ skólanum lauk en fór í Iðnskólann í rafeindatækni. Ég var hrifin af öllu smáu og lituðu og fannst gaman að búa til eigin rafeindaslóðir.“ Kristjana kveðst hafa heimsótt ömmu sína í Englandi öðru hverju þegar hún var unglingur og ensku ræturnar hafi togað í hana. „Ég fékk alltaf gott fyrir teikningu í Valhúsa­ skólanum en skildi ekki af hverju ég gat ekki lesið. Það var ekki fyrr en ég var orðin 25 ára og komin í lista­ háskólann sem ég áttaði mig á því. Þar voru 75 prósent nemendanna með lesblindu, það er svo sterkt samhengi þarna á milli. Ég var sett í greiningu þar og það var gott. Menntakerfið í Englandi er samt frekar gamaldags í þessu tilliti enn þá. Þar eiga allir að fara upp sama tréð. Ég finn það í sambandi við drenginn minn, sé mikið af mér í honum. Núna veit ég að þegar hann verður eldri getum við stýrt honum í rétta átt.“ Í framhaldi af þessari frásögn sýnir hún mér mynd í tölvunni sem hún rekur til Einsteins. Ólík dýr sitja þar í röð og horfa upp eftir stóru tré sem þeim er skipað að klifra upp, jafnvel fiskinum. En Kristjana komst ekki beina leið í listaháskólann þegar hún hætti í Iðnskólanum. Leiðin lá til Ameríku, þar sem hún dvaldi í ár og eftir það hélt hún til Englands og hóf að safna sér pening fyrir skóla­ göngu þar. „Ég fór að vinna hjá bygg­ ingafyrirtæki. Með mína kunnáttu í rafeindatækni gat ég með sérstöku tæki mælt steypuskemmdir, hversu þykkt stálið var bak við steypuna og ýmislegt í þeim dúr. Svo fór ég að læra myndlist á kvöldin með vinnunni og þannig var það í tvö ár þar til ég komst inn í Central Saint Martins, aðallistaskólann í Englandi, þá orðin 25 ára. Ég var að Skapar list með sögulegum blæ Lesblinda gerði Kristjönu S. Williams erfitt fyrir í grunnskólanum á Seltjarnarnesi en greindist ekki fyrr en í lista- háskólanum Central Saint Martin í London. Nú hafa listmunir og fatnaður með ævintýramyndum hennar vakið athygli heimsins og á Ólympíuleikunum í Ríó var hótelið Belmond Copacabana Palace skreytt listaverkum hennar. Kristjana býr og starfar í London og á enskan mann en kennir börnunum sínum tveimur íslensku. FréttaBLaðið/gVa Ég fÉKK alltaf gott fyrir teiKningu í Val- húSaSKólanum en SKildi eKKi af hVerju Ég gat eKKi leSið. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.