Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 4
Árlega deyja 52 einstaklingar úr ristil- krabbameini. Það má koma í veg fyrir það. Kauptu Bleiku slaufuna og hjálpaðu okkur að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini.    . # Kjaramál Á miðstöð um sjúkraskrár- ritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undan- þágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starf- andi. Það þýðir að þriðjungur starfs- manna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undan- þágum en eru á listanum. „Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venju- legum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undan þágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var aug- lýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undan þága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkralið- arnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífur- legar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítal- ans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er frá- leitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ erlabjorg@frettabladid.is Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR 320 störf eru á undanþágulista í verkfalli SFR. Framkvæmdastjóri SFR segir mikinn ágreining um listann. Þar sem Landspítalinn er langt undir eðlilegum mönnunarkröfum er beðið um enn fleiri undanþágur. Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. FRéttabLaðið/viLheLm Sjávarútvegur Vaxtarhraða og holda- fari makríls í Norðaustur-Atlantshafi hefur hrakað jafnt og þétt síðan árið 2004. Síaukin samkeppni um takmark- aða fæðu er talin vera helsta orsökin. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á árlegum breytileika í vaxtarhraða og holdafari makríls á tímabilinu frá 1984 til 2013 sem vísindamenn frá Noregi, Færeyjum og Hafrannsókna- stofnun birtu nýlega í tímaritinu ICES Journal of Marine Science, eins og kemur fram í frétt Hafró. Algengt er að vaxtarhraði og holda- far fisks sveiflist milli ára og einn af þeim þáttum sem hafa áhrif þar á er stærð stofnsins. Það sem er sér- stakt við makrílinn er hversu mikið hefur hægt á vexti hans undanfarin ár. Sem dæmi þá var átta ára fiskur árið 2013 að meðaltali jafn langur og jafn þungur og fjögurra ára fiskur var árið 2004. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að bæði stærð makríl- stofnsins og stærð norsk-íslenska vorgotssíldarstofnsins hafi neikvæð áhrif á vöxt makríls en breytileiki í hitastigi sjávar hafi engin áhrif. Fæðunám makríls á ársgrundvelli er nánast einskorðað við sumarið og auk þess að nota orkuna til vaxt- ar notar fiskurinn orkuna sem hann hefur safnað til að ferðast milli svæða og til að framleiða hrogn og svil. Hægari vöxtur og lélegra holda- far hafa bæði neikvæð áhrif á lífslík- ur einstaklingsins og líkurnar á því að hrygning hans heppnist vel. – shá Verulega hægir á vexti makríls Á tíu ára tímabili hefur meðalþyngd makríls minnkað um þriðjung. FRéttabLaðið/óSkaR 320 störf innan SFR eru á undan­ þágulista 10% félagsmanna SFR eru starfandi í verkfalli Við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggis­ mörkum hvern einasta dag Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR leiðrétt Rangt er, sem haft var eftir Austurfrétt í Fréttablaðinu 19. þessa mánaðar, að fyrirtækið Iceland Resources hafi fengið leyfi Orkustofnunar til að leita að gulli og kopar í Vopnafirði. Þetta áréttaði Orkustofnun á vef sínum í gær. Stofnunin hafi þó til meðferðar umsókn um leyfi til leitar og rannsókna.  Kjaramál „Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsu- gæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann var áminntur vegna framgangs í verkfalli móttöku- ritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins. Framganga Gunnars kom til vegna þess að honum fannst stéttum vera mismunað í verkfalli, að læknar og hjúkrunarfræðingar hafi fengið meiri skilning frá yfirstjórn heilsugæslunn- ar í sínu verkfalli. Framkvæmdastjóri SFR hefur tekið undir þær skoðanir. Þá hafa starfsmenn heilsugæslunnar sagst styðja Gunnar. Ljóst sé að fleiri hætti verði hann látinn fara. Svanhvít segir skyldu heilsugæsl- unnar að veita eins mikla þjónustu og hægt sé í erfiðum aðstæðum. „Við lokuðum ekki heilsugæslustöðvunum í verkfalli lækna og við gerðum það heldur ekki núna,“ segir hún. „Þjón- ustan var aftur á móti verulega skert.“ Svanhvít segir móttökuritara ekki á undanþágu sem takmörkuð sé við bráðatilfelli. „Við höfum eingöngu unnið í samræmi við þann ramma sem fjármála- og efnahagsráðuneyt- ið hefur sett varðandi framkvæmd verkfalla. Starfsmaður á undanþágu vinnur samkvæmt sinni starfslýs- ingu.“ – ebg Þjónusta á eins og mögulegt er 2 2 . o K t ó b e r 2 0 1 5 F i m m t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.