Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 30
Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brenni-
depil umræðunnar síðustu vikur
og má hrósa fjölmiðlum fyrir það.
Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra
frásagnir foreldranna og barnanna
sjálfra, þær fá okkur sem samfélag
til að horfast betur í augu við þessi
erfiðu vandamál.
Frá árinu 2006 hefur nánari grein-
ingu á ADHD verið sinnt á Þroska-
og hegðunarstöð Heilsugæslunnar.
Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru
en ADHD-einkennum. Þar getur
verið um að ræða kvíða og depurð,
samskiptavanda, mótþróa og hegð-
unarerfiðleika, auk þess sem þangað
er vísað börnum sem sýna af sér ein-
hverfulíka hegðun. Ástæða þess að
börnum er vísað í nánari athugun er
aðkallandi og hamlandi vandi og að
þau úrræði sem komið hefur verið á
hafa ekki reynst nægjanleg.
Auk nánari greiningar er á
Þroska- og hegðunarstöð boðið
upp á einstaklingsráðgjöf og hóp-
meðferð í formi námskeiða; svo sem
uppeldisnámskeið fyrir foreldra,
sérhæft námskeið fyrir foreldra
barna með ADHD, námskeið fyrir
börn með ADHD þar sem meðal
annars er unnið með einbeitingu og
félagsfærni, og námskeið um kvíða
sem eru sniðin bæði að börnum og
foreldrum.
Komin á endastöð
Síðustu ár hefur ásókn í þjónust-
una farið sífellt vaxandi og bið-
listar lengst. Frá árinu 2008 hefur
fjöldi tilvísana aukist um 60% án
þess að fengist hafi fjármagn til
að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið
gerðar margar atlögur að ráðuneyti
og yfirstjórn Heilsugæslunnar til
að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta
skýrist að einhverju leyti af því að
Greiningarstöð ríkisins og Barna- og
unglingageðdeild LSH hafa þrengt
inntökuskilyrði með þeim afleið-
ingum að tilvísunum til Þroska- og
hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En
þarna kemur líka til betri meðvit-
und foreldra og skólafólks um geð-
heilbrigðismál og hversu brýnt er að
á þeim sé tekið með uppbyggjandi
hætti. Loks er ekkert launungarmál
að það hefur verið mikið álag í sam-
félaginu í kjölfar efnahagshrunsins
og ekki að efa að þar eru börnin
fórnarlömb ekki síður en fullorðnir.
Nú er svo komið að biðtími
í nánari greiningu á Þroska- og
hegðunarstöð getur verið allt að 16
mánuðum. Flest þessara barna hafa
áður þurft að þreyja langa bið eftir
að komast í frumgreiningu. Foreldr-
um fallast nánast hendur við þessa
fréttir. Búið er vísa barninu í nánari
greiningu vegna alvarlegs vanda, en
svo blasir þetta við. Þarna er í húfi
meira en heilt skólaár. Og þetta er
á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm
þroskaferli eiga sér stað og fyrir
barn í erfiðri stöðu getur þetta haft
mjög vond áhrif á líðan og jafnvel
framtíðarhorfur. Hvað varðar þann
biðtíma sem börnunum er boðið
upp á á okkar vinnustað þá erum
við komin á endastöð, lengra verður
ekki haldið í þessa átt. Núna verða
hlutirnir hreinlega að breytast.
Ef horft er til Danmerkur má sjá
að þar var í gildi sú regla að biðtími
skuli ekki vera lengri en tveir mán-
uðir eftir að tilvísun berst. Þann 1.
september síðastliðinn var svo tekið
upp það viðmið að biðtími ætti ekki
vera lengri en einn mánuður. Komi
til þess að sérfræðiþjónusta hins
opinbera geti ekki sinnt barninu
innan tímamarkanna eigi það rétt á
að sækja þessa þjónustu til einkaað-
ila á kostnað ríkisins.
Á skjön við Barnasáttmálann
Auðvitað eiga börnin sér sína
málsvara en þau eru ekki sterkur
þrýstihópur og verða oftast að
treysta á aðra til að rödd þeirra
heyrist. Í þessu málefni er greini-
lega margt athugavert í okkar
samfélagi. Barnaréttarnefnd Sam-
einuðu þjóðanna benti fyrir meira
en fjórum árum á ágalla í geðheil-
brigðisþjónustu barna á Íslandi.
Nefndarmenn höfðu meðal annars
áhyggjur af löngum biðlistum eftir
greiningu og meðferð. Mælst var
til að geðheilbrigðisþjónusta við
börn yrði efld og þeim tryggður
betri aðgangur að greiningum og
þeirri meðferð sem þörf væri á. Að
auka ætti vægi sálfræðimeðferðar,
efla fræðslu og félagsleg úrræði og
styðja betur við foreldra og kennara
(sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda
á að þetta ástand kemur illa saman
við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu
þjóðanna sem er ein af grundvallar-
greinum sáttmálans.
Það er fagnaðarefni að geðheil-
brigðisstefna sé að fara að líta dags-
ins ljós og vonandi að í henni felist
úrbætur til handa börnum og ungl-
ingum. Mikilvægt er að þeir sem
með fjárveitingavaldið fara hugi
betur að þörfum þessara barna. Oft
hefur verið þörf en nú er nauðsyn.
Höfundar starfa báðir á Þroska-
og hegðunarstöð Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Börnin látin bíða
Magnús
Baldursson
sálfræðingur
Katrín Davíðs-
dóttir
barnalæknir
Á undanförnum vikum hefur verið mikil umræða um að skil-yrða notendur fjárhagsaðstoðar
sveitarfélaga með þátttöku í virkniúr-
ræðum eða vinnu. Í lögum um félags-
þjónustu sveitarfélaga er ekki ákvæði
um að skilyrða eigi fjárhagsaðstoð, en
löggjöf annars staðar á Norðurlönd-
unum kveður á um að það skuli skil-
yrða, með mismunandi hætti þó.
Ef við berum okkur saman við
Noreg þá er þar skýrt í lögum að
langtímanotendur fjárhagsaðstoðar
með fjölþættan vanda eigi rétt á að
fá sérsniðna aðstoð samhliða fjár-
hagsaðstoðinni og að taka verði
tillit til aðstæðna þegar aðstoðin er
skilyrt. Þá hefur rannsókn á því að
beita skilyrðingum sýnt m.a. að það
sé tilhneiging til að stýra vinnuálagi
starfsmanna með því að skilyrða með
skertum bótum. Tímafrekara þykir
að gefa hverjum og einum svigrúm
með viðtölum til að vega og meta
getu sína til að mæta þeim kröfum
sem hvert úrræði gerir og hvort það
mæti þörfum viðkomandi.
Í einhverjum tilfellum telja starfs-
menn skilyrðingar eina ráðið til að
fá fólk til að mæta í virkniúrræði, en
aukin áhersla á skilyrðingar og virkni
geti í framkvæmd stuðlað að stöðl-
uðum vinnubrögðum sem gefur ekki
mikla möguleika á einstaklingsmið-
uðum og klæðskera sniðnum úrræð-
um. Þjónustan geti því tæplega verið
í samræmi við þarfir einstaklinganna
og út frá þeirra sjónarmiðum. Rann-
sóknir á stöðu langtímanotenda fjár-
hagsaðstoðar sýna að margir þeirra
búa við lakara heilsufar en almenn-
ingur bæði hvað varðar líkamlega
heilsu og sálræn vandkvæði sem
hamlar þeim að einhverju leyti í
daglegu lífi. Algengt er þunglyndi,
kvíði, svefnvandamál og vonleysi
gagnvart framtíðinni. Umtalsvert
fleiri eiga við áfengis- og/eða annan
vímuefnavanda að stríða en gerist
meðal almennings. Flestir þeirra
hafa aðeins grunnskólamenntun eða
minni menntun.
Árangur úrræða
Erlendar rannsóknir á árangri
virkniúrræða þar sem skilyrðingum
var beitt sýnir að þrátt fyrir þátt-
töku í slíkum úrræðum sé hópurinn
óstöðugur á vinnumarkaði. Úrræðin
báru helst árangur ef þau voru sniðin
sérstaklega að þörfum þátttak-
enda. Starfsendurhæfingarúrræðin
Kvennasmiðja og Grettistak á vegum
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
í samvinnu við Tryggingastofnun
ríkisins frá árinu 2001 eru fyrir lang-
tímanotendur fjárhagsaðstoðar með
fjölþættan vanda.
Rannsóknir á meðal þátttakenda í
Kvennasmiðju og Grettistaki benda
til þess að úrræðin hafi almennt
aukið lífsgæði, bætt lífskjör, félagslega
stöðu og aukið tækifæri þátttakenda
á vinnumarkaði og/eða til frekara
náms. Ekki síst er þátttaka valdefl-
andi og hefur jákvæð áhrif á sjálfs-
mynd. Þátttaka í Grettistaki styður
við bata frá vímuefnafíkn og eykur
verulega líkur á edrúmennsku. Þátt-
taka í Atvinnutorgum sem komið var
á laggirnar í kjölfar efnahagshrunsins
eykur líkur á að notendur fari í vinnu
eða í nám og almenn ánægja er meðal
þeirra með þá þjónustu.
Þéttur stuðningur
Einstaklingar sem hafa notið fjár-
hagsaðstoðar í Reykjavík og tekið
þátt í starfsendurhæfingarúrræð-
unum Kvennasmiðja og Grettistak
hafa stigið fram og bent á mikilvæga
þætti eins og t.d. að það þurfi lang-
varandi þéttan stuðning til að öðlast
fulla starfsgetu og trú á sjálfan sig. Það
er í samræmi við rannsóknir sem sýna
að fara skuli fram mat á starfsgetu
sem er grundvallað á hugmynd um
notendasamráð.
Notendasamráð er forsenda ein-
staklingsmiðaðra klæðskerasniðinna
úrræða sem lýtur að því að viðkom-
andi einstaklingur sem sækir aðstoð
hafi áhrif á val á úrræði og framvindu
aðstoðarinnar. Þéttur stuðningur
og eftirfylgd er allra mikilvægasti
þátturinn með tilliti til þess að starfs-
endurhæfingin/virkniþjálfunin beri
árangur. Úrræðin þurfa a.m.k. að vera
til eins árs og með heilsdags dagskrá
þar sem hver og einn þátttakandi
hefur sinn ráðgjafa til að vera í tengsl-
um við, og njóta þétts stuðnings. Ein-
staklingsáætlanir þurfa að vera út frá
vandlegri kortlagningu á starfsgetu
viðkomandi þátttakenda hvað varðar
sálrænt og líkamlegt ástand ásamt
félagslegum þáttum, neyslu áfengis
og öðrum vímuefna- og húsnæðisað-
stæðum. Gera þarf ráð fyrir verklagi
með áðurgreindum þáttum sem er
bæði krefjandi og tímafrekt.
Enn um skilyrðingar
fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga
Landsfundur Sjálfstæðis-flokksins 2015 verður haldinn 23.-25. október nk. Frá stofn-
un lýðveldis 1944 hefur flokkurinn
átt aðild að ríkisstjórnum í 680
mánuði af 850 eða í um 80% tíma-
bilsins og átt forsætisráðherra í 490
mánuði eða í um 57% lýðveldistím-
ans. Á sama tímabili hefur flokkur-
inn stjórnað Reykjavíkurborg í 52
af 71 ári eða um 73% tímans.
Engum þarf því að dyljast að
miklu máli skiptir fyrir íslenskt
samfélag að þetta áhrifamikla
valdabákn sé lýðræðislega upp-
byggt. Og Sjálfstæðisflokkurinn
virðist einmitt vera sérlega lýð-
ræðis legur stjórnmálaflokkur,
a.m.k. fljótt á litið. Landsfundur
er haldinn á u.þ.b. tveggja ára
fresti. Hann er æðsta valdastofnun
flokksins og mótar stefnu hans.
Ákvarðanir hans eru bindandi fyrir
ríkisstjórnir, þingmenn og borgar-
fulltrúa flokksins.
Í skipulagsreglum flokksins segir
m.a. í 9. gr. um val landsfundarfull-
trúa: „Landsfundur skal í aðalat-
riðum skipaður í samræmi við tölu
sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum
landsins“… þannig að hvert kjör-
dæmi fái þrjá fulltrúa fyrir hverja
200 kjósendur flokksins samkvæmt
meðaltali síðustu tvennra alþingis-
kosninga og að hvert sjálfstæðis-
félag fái þrjá fulltrúa …
Þessar skipulagsreglur ættu að
tryggja lýðræði og jöfnuð í Sjálf-
stæðisflokknum en landsbyggðar-
menn hafa fundið gott ráð við
þessu því á meðan sjálfstæðisfélög á
höfuðborgarsvæðinu eru einungis
39 eru félögin í landsbyggðarkjör-
dæmunum þremur orðin samtals
127. Þannig hefur landsbyggðin
um 25 landsfundarfulltrúa umfram
höfuðborgarsvæðið áður en leið-
rétt er fyrir auknum fjölda meðlima
í fjölmennari félögum; einn fulltrúi
bætist jú við fyrir hverja 200 full-
gilda félaga.
Að lokinni leiðréttingu virðast
landsbyggðarkjördæmin enn hafa
hreinan meirihluta við stefnu-
mótun á landsfundum flokksins.
Að auki er áratuga reynsla fyrir því
að landsfundarfulltrúar af höfuð-
borgarsvæðinu sækja landsfundi
mun síður en landsbyggðarfulltrú-
ar, e.t.v. vegna þessa kerfisbundna
áhrifaleysis. Þannig má í raun sjá
að landsbyggðarsjónarmið eru alls-
ráðandi við alla stefnumótun Sjálf-
stæðisflokksins.
Kerfisskekkja
Misvægi atkvæða í alþingiskosn-
ingum nemur um 100% skv. gild-
andi lögum á árinu 2015 en á 20.
öld nam það allt að 300%. – Mis-
vægi í skipun landsfundarfulltrúa
xD á milli höfuðborgarsvæðis (RN,
RS, SV) og landsbyggðar (NV, NA, S)
virðist á sama tíma nema um 100%.
Að baki hverjum fulltrúa höfuð-
borgarinnar er 51 kjósandi en 26 að
baki hverjum landsbyggðarfulltrúa.
Eins og áður sagði eru ákvarð-
anir landsfunda xD bindandi fyrir
ríkisstjórnir, þingmenn og borgar-
fulltrúa flokksins og skýrir þetta
að hluta a.m.k. verulega undar-
lega stefnu Sjálfstæðisflokksins í
mörgum mikilvægum málum. Á
landsfundi flokksins skömmu eftir
Hrun var t.d. felld með naumindum
tillaga um að auka enn á misvægi
atkvæða á milli höfuðborgar og
landsbyggðar.
Samverkandi neikvæð áhrif tví-
þætts misvægis í aðgangi almenn-
ings að valdinu, sem stjórnar lífi og
örlögum landsmanna eru líklega
mun meiri en kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins og aðrir landsmenn gera
sér grein fyrir, einkum kjósendur
flokksins á höfuðborgarsvæðinu,
þeir ættu e.t.v. að hugsa sinn gang.
Hvort önnur hefðbundin lands-
málaframboð („fjórflokkurinn“) eru
haldin ámóta kerfisskekkju og Sjálf-
stæðisflokkur er óvíst. En að feng-
inni langri reynslu er vitað að vegna
misvægis atkvæða í kosningum til
Alþingis eru öll landsmálafram-
boð sjálfkrafa hallari undir lands-
byggðar sjónarmið en borgarsjónar-
mið þegar slík sjónarmið skarast.
Á lýðveldistímanum hafa kjörnir
fulltrúar á Alþingi misbeitt illa
fengnu valdi misvægisins ótæpi-
lega gegn borgarsamfélaginu til
mikils tjóns fyrir alla landsmenn.
Og engu er líkara en á sama tíma
hafi landsbyggðin sjálf farið sér
að voða ein og óstudd þrátt fyrir
að „njóta ávaxtanna“ af misvægi
atkvæða, af flugvelli í Vatnsmýri, af
kerfisskekkju í Sjálfstæðisflokki, af
óheftu kjördæmapoti o.s.frv.
Lýðræði! Hvað er nú það?
Erla Björg
Sigurðardóttir
deildarstjóri gæða
og rannsókna á
skrifstofu sviðs-
stjóra velferðar-
sviðs Reykjavíkur-
borgar
Örn Sigurðsson
arkitekt
Úrræðin báru helst árangur
ef þau voru sniðin sérstak-
lega að þörfum þátttakenda.
Á lýðveldistímanum hafa
kjörnir fulltrúar á Alþingi
misbeitt illa fengnu valdi
misvægisins ótæpilega gegn
borgarsamfélaginu til mikils
tjóns fyrir alla landsmenn.
Nú er svo komið að biðtími
í nánari greiningu á Þroska-
og hegðunarstöð getur verið
allt að 16 mánuðum. Flest
þessara barna hafa áður
þurft að þreyja langa bið eftir
að komast í frumgreiningu.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r30 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð