Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 52
Fólk| tíska Þrjár tilnefndar flottar fyrirsætur Nýlega var tilkynnt um tilnefningar til bresku tísku- verðlaunanna. Einn af fjölmörgum flokkum sem keppt er í er besta breska fyrirsætan. Þar eru þrjár tilnefndar, þær Jourdan Dunn, Georgia May Jagger og Malaika Firth. Jourdan Sherise Dunn (fædd 1990) var uppgötvuð í Primark sextán ára gömul. Hún steig sín fyrstu spor á alþjóðlegum tískupöllum snemma ársins 2007. Ári síðar varð hún fyrsta svarta fyrirsætan í yfir áratug til að sýna fyrir Prada. Árið 2014 gerði hún samning um að verða nýtt andlit Maybelline í New York. Sama ár komst hún á lista Forbes yfir launahæstu fyrirsæturnar en talið er að hún hafi þénað um fjórar milljónir dollara á einu ári. Hún er fyrsta breska fyrirsætan sem kemst á listann. Georgia May Ayeesha Jagger (fædd 1992) er yngri dóttir Rolling Stones- goðsagnarinnar Micks Jagger og ofurfyrir- sætunnar Jerry Hall. Jagger komst fyrst á samning sextán ára og hef- ur átt farsælan feril. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Chanel, H&M, Miu Miu, Versace og Vivienne Westwood. Í október 2014 kom Jagger fram í alþjóðlegri aug- lýsingaherferð þýska skart- gripafyrirtækisins Thomas Sabo. Um var að ræða myndband sem unnið var af hinum fræga tísku- og rokkljósmyndara Ellen von Unwerth. Jagger tók þátt í lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012 í London ásamt þeim Kate Moss, Naomi Campbell og Lily Donald- son en þær voru fulltrúar breska tískuiðnaðarins. Malaika Firth fæddist í Mom- basa í Kenýu árið 1994 en flutti til London sjö ára gömul. Móðir Firth hvatti dóttur sína til að prófa fyrir- sætustarfið eftir að hún sá þáttinn „The Model Agency“, heimildar- mynd um fyrirsætuskrifstofuna Premier Model. Mamman pant- aði tíma hjá skrifstofunni og Firth komst á samning um leið. Hún fór fljótlega að koma fram á alþjóðlegum sýningum. Hún hlaut mikla athygli þegar hún kom fram á herratískusýningu Prada og sat fyrir í auglýsingaher- ferð Prada ásamt Christy Turling- ton, Catherine McNeil, Cameron Russell, Freja Beha Erichsen, Fei Fei Sun og Rachel Williams. Með þessu varð hún fyrsta svarta fyrir- sætan til að sitja fyrir í auglýsinga- herferð Prada í nítján ár. jourdan dunn Malaika firth GeorGia May jaGGer Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.