Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 6
Hörmungarnar sem fólkið flýr Dagskrá: 17.30 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit. Kynning Kanon arkitekta. Kynning Ask arkitekta. Kynning Landmótunar. 18.45 Léttur kvöldverður. 19.15 Vinnuhópar. Finndu viðburðinn á facebook – Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreitnum SementSReituRinn Og SKipuLAg Opinn kynningarfundur um skipulagsmál Sementsreitsins á Akranesi Fimmtudaginn 22. okt. kl. 17.30 -20.30 í tónbergi Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir SK ES SU H O R N 2 01 5 StjórnSýSla „Við fengum upphring- ingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dag- bókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víet- namskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofn- unarinnar til lögreglu stendur: „Upp- lýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknar- heimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða man- sal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstak- ling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjón- unum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. snaeros@frettabladid.is Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjöl- farið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Málamyndahjónabönd vopn í mansali Erlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal.  Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Út- lendingastofnun. Bandaríkin „Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokks- ins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. Tilkynning Bidens hefur slegið á óvissu innan Demókrataflokksins um hver frambjóðandi þeirra verði og aukið líkur Hillary Clinton á að tryggja sér tilnefningu. Þrátt fyrir að hafa aldrei tilkynnt um framboð mældist Biden í mörgum könnun- um með um 18 prósenta fylgi. – srs Biden býður sig ekki fram Ákvörðun Bidens þykir hafa slegið á óvissu meðal demókrata. FréttaBlaðið/EPa Sýrlenskir drengir standa á sundursprengdri götu sem fregnir af staðnum segja afleiðingar loftárásar her- deilda hliðhollra sýrlensku ríkisstjórninni. Árásin var gerð í Douma, sem er yfirráðasvæði uppreisnarmanna, en þar hafa hundruð almennra borgara látið lífið í loftárásum. FréttaBlaðið/EPa SveitarStjórnarmál Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, gagn- rýnir að Halldór Halldórsson, odd- viti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag. „Bent var  á það í upphafi kjör- tímabils að það væri veruleg hætta á að það færi ekki saman að vera oddviti flokksins í Reykjavík og for- maður Sambands sveitarfélaga. Það er alveg ljóst að annar hvor titillinn verður að víkja ef trúverðugleiki og traust á að skapast á borgarstjórnar- hópnum okkar,“ sagði Óttarr Guð- laugsson, fráfarandi formaður, á fundinum. Halldór Halldórsson segist ekki skilja skoðun Óttars. „Hann telur kannski líka að það sé ekki hægt að vera oddviti Sjálfstæðisflokksins og sitja í stjórn Faxaflóahafna, eða í stjórn Orkuveitunnar og ekki hægt að vera formaður Sjálfstæðisflokks- ins og vera um leið þingmaður og ráðherra. Þetta er bara í mínum huga tóm vitleysa, vegna þess að til að geta verið formaður sambands- ins þá verður maður að vera sveitar- stjórnarmaður,“ segir Halldór. – sg Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins LANDVISTARLEYFI Á GRUNDVELLI HJÚSKAPAR 2 synjað vegna málamynda- hjónabands 591 samþykkt 2 2 . o k t ó B e r 2 0 1 5 F i m m t U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.