Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 78
Ljósmyndarinn Janette Beckman er á leið til landsins en hún hefur tekið myndir af tónlistarmönnum á borð við LL Cool J, Beastie Boys og Bustah Rymes. „Bæði pönkið og hiphop-menningin komu frá götunni. Þetta var menning hinna ungu. Þetta var tónlist sem gaf hinum raddlausu rödd,“ segir ljós- myndarinn Janette Beckman, sem er á leið til landsins. Beckman kemur hing- að til lands til þess að halda sýningu ásamt goðsögn í graff-heiminum, Cey Adams. Hann gegndi mikilvægu hlut- verki hjá Def Jam Records, sem hefur í gegnum tíðina verið með margar af merkilegustu rappstjörnum heims á samningi. Beckman tók myndir af goðsögnum á borð við LL Cool J, Bustah Rhymes, Run DMC, Beastie Boys og Salt- N-pepa. Því má segja að þarna séu tvær manneskjur sem hafi haft áhrif á sögu rappsins í heiminum, sem ætla að sameina krafta sína með sýningu í Reykjavík. Kemur frá London Beckman er frá London og hóf ljós- myndaraferilinn þar. Hún vakti strax athygli og tók myndir fyrir mörg þekkt tímarit í heimalandinu. Í upp- hafi níunda áratugarins fluttist hún til New York, og við það stækkaði kúnna- hópurinn talsvert. Myndir eftir Beck- man hafa birst í Rolling Stone, Glamour, The Times, Newsweek, Esquire og svona mætti lengi telja. En hennar þekktustu verk eru líklega myndir sem hún tók af tónlistarfólki. Myndir eftir hana hafa ratað á plötuumslög þekktra hljómsveita og listamanna á borð við The Police, Salt-N-pepa og Run DMC. Magnaðir tímar Í samtali við Fréttablaðið segir Beckman frá því að tímarnir sem hún var á fullu að mynda í rappsenunni hafi verið magnaðir. „Ég finn að fólk leitar enn í þessa tíma og hefur enn mikinn áhuga á þessum myndum.“ Sýningar Beckman hafa vakið mikla athygli og verið settar upp í New York, Los Angeles, París, London og fleiri stór- borgum. Ein af sýningum hennar var til dæmis Archive of Attitude, en myndirnar á henni voru margar af meðlimum gengisins Hoyo Maravilla, frá austur- hluta Los Angeles. „Fyrir sýninguna komst ég aftur í sam- band við suma af meðlimum gengisins. Það var ótrúlegt að rifja upp atvik sem gerðust fyrir um 30 árum síðan. Flestir sem ég hafði tekið myndir af voru annað hvort dánir eða á bak við lás og slá. En þrjár kvennanna sem ég ræddi við lifðu þessa baráttu af og mér þykir afar vænt um þær.“ Breyttir tímar Beckman segist enn fylgjast með rappinu í dag. „Ég kann vel að meta nokkra rappara, held mest upp á Drake. En í sannleika sagt finnst mér rappararnir af „gamla skólanum“ betri en þeir sem eru í dag. Rapparar níunda og tíunda áratugarins.“ Hún segir að sér finnist senan hafa breyst talsvert. „Ég hreifst af pönk- inu og rappinu því þar var fólk sem elskaði tónlistina sína og menn- ingu meira en viðskipta- hliðina. Peningarnir hafa breytt þessu öllu. Áður fyrr voru allir miklu frjálsari ein- hvern veginn.“ Hlakkar til að koma „Ég kem því vinur minn Smutty Smiff bað mig að koma hingað og setja sýninguna upp,“ segir hún. Smutty er útvarpsmaður á X-inu og á viðburða- fyrirtækið Wildcat. „Ofboðslega margir sem ég þekki hérna í Bandaríkjunum hafa sagt mér frá fegurð Íslands, þann- ig að ég get eiginlega ekki beðið eftir að koma.“ Beckman mun hafa í nógu að snúast þegar hún kemur. Hún heldur sýningu í Galleríi Fold ásamt Cey Adams, þar sem nokkrir færir listamenn úr graff- senunni munu mála eftirlíkingar af myndum Beckman. Hún verður einnig með ljós- myndanámskeið hjá Ljós- myndaskólanum og heldur fyrirlestra. Hef alltaf verið hrifin af menningu uppreisnarinnar Ljósmyndarinn Janette Beckman er á leið til landsins. Hún hyggst setja upp sýningu hér á landi og stendur fyrir fjölda viðburða. Jan ette er þekkt bæði í pönkinu og í hiphop-menningunni, enda tók hún mikilvægar myndir fyrir báðar senurnar. Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@frettabladid.is LL Cool J Salt N Pepa Beastie Boys Slick Rick Sex Pistols Grandmaster Flash ég kann vel að meta nokkra rappara, Held mest upp á drake. en í sannleika sagt finnst mér rappararnir af „gamla skólanum“ betri en þeir sem eru í dag. rapparar níunda og tíunda áratugarins. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r54 L í F I ð ∙ F r É t t A b L A ð I ð Lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.