Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 23
Nú er hægt að hlusta án endurgjalds á hljóð dýra um allan heim í gagna- bankanum Macaulay Library. Flest hljóðin eru fuglasöngur. Hægt er að hlusta á söng meiri- hluta fuglategunda heimsins, hljóð hvala, fíla, froska, úlfa og margra annarra dýrategunda. Í gagnabank- anum eru 150 þúsund upptökur. Það er Cornell-háskólinn í Banda- ríkjunum sem rekur gagnabankann. – ibs Hlustað á dýrahljóð Söngur svartþrastarins þykir fallegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nemendum á yngri stigum grunn- skóla í Bräcke í Svíþjóð hefur verið bannað að nota farsíma og spjaldtölvur á skólatíma nema þegar þeir þurfa að nota tækin vegna námsins. Ástæðan er meðal annars sú að börnin voru hætt að leika sér í frímínútum. Í viðtali við Göteborgs Posten segir skólastjór- inn að þegar eitt barn sitji með farsíma í hendinni horfi fjögur til fimm yfir öxlina á því til að horfa á skjáinn. Bannið var einnig sett á vegna niðrandi ummæla barnanna hvers um annað á samfélagsmiðlum. Að sögn skólastjórans er bannið tilraun til þess að vinna bug á þessum vanda. Virki bannið ekki verður því mögulega aflétt. – ibs Farsímabann á skólatíma Farsímanotkun í frí- mínútum leiddi til þess að nemendur hættu að leika sér. Aukin kjötneysla gleymist oft þegar leitað er orsaka vegna mikils áburð- ar í höfunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sænskrar stofnunar sem Dagens Nyheter vitnar í. Bent er á að fosfór og köfnunarefni, sem eru algeng í kjöti, berist í hafið með þvagi og saur. Of mikill áburður leiði til mikils vaxtar þörunga og dauða fiska. Greint er frá því að vísindamenn leggi til ýmsar aðgerðir til að sporna við þessu, meðal annars aukinn skatt á kjöt. – ibs Aukið kjötát drepur fiska Vísindamenn leggja til aukinn skatt á kjöt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dagskrá frístunDamiðstöðva borgarinnar menning fyrir fjölskylDur BorgarBókasafnið Menningarhús – grófinni föstudagur 23. okt. Kl. 15:00 Krakkabingó. Skemmtilegir vinningar. Menningarhús Kringlunni laugardagur 24. okt. Kl. 14:00-15:30 Krakkabingó. Skemmtilegir vinningar. Menningarhús gerðubergi Mánudagur og þriðjudagur 26. - 27. okt. Kl. 14:00-16:00 Skrímslin bjóða heim- Fjölskyldusmiðja. Í skrímsla - smiðju verða búin til skrímslagæludýr og skrímslagrímur. Menningarhús Árbæ Mánudagur 26. okt. kl. 14:00-16:00 Spiladagur með fjölskyldunni undir Borgarsögusafn reykjavíkur sjóMinjasafn Spennandi ratleikir um safnið og teiknismiðja. landnÁMssýningin Rúnaratleikur og skemmtilegar þrautir fyrir alla fjölskylduna. ljósMyndasafnið föstudagur 23. okt. Kl. 12:00 Fjölskylduleiðsögn um sýningu Gunnars Rúnars Ólafssonar. Myndaþrautir. Listasafn reykjavíkur Ás Lesnar verða draugasögur, skoðað hvernig sögurnar eru uppbyggðar og þátttakendur skrifa hrollvekju. Námskeiðinu lýkur á uppskeruhátíð. Þátttaka er ókeypis. Skráning á fraedsludeild@reykjavik.is. hafnarhús Mánudagur 26. okt. og þriðjudagur 27. okt. Kl. 09:00-12:00 Námskeið í módelsmíði fyrir 9-12 ára börn í tengsl- um við sýningu Katrínar Sigurðardóttur: Horft inní hvítan kassa – skúlptúrar og módel. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið sem er ókeypis. fugLaskoðun elliðaárdalur á vegum fuglaviku í reykjavík Kl. 14:00 Gengið af stað frá Árbæjarstíflu. Anna María Lind Fullorðnir fá frítt í fylgd með börnum á Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti og Víkina-Sjóminjasafn leiðsögn Spilavina. Menningarhús sólheiMuM Þriðjudagur 27. okt. Kl. 14:00-16:00 Krakkabingó. Skemmtilegir vinningar. Mundarsafn Stjörnuver í kúlunni í tengslum við sýninguna Geimþrá. Kjarvalsstaðir föstud. 23. okt. – þriðjud. 27. okt. Kl. 13:00-16:00 Fimm daga ritsmiðja fyrir 8-12 ára börn. – föstudagur 23. okt. Geirsdóttir leiðir fuglaskoðun. ÁrseL - Árbær og grafarholt Föstudagur 23. október Kl. 11:00 Fjölskylduratleikur í Árseli, Rofabæ 30. Kl. 12:00 Fjölskyldugrill. Kl. 12:30-13:30 Fjölskylduleikir, pógó og human fusball. Kl. 20:00 Undankeppni fyrir hönnunarkeppnina Stíl í félagsmiðstöðinni Holti. Mánudagur 26. október Kl. 14:00-16:00 Fjölskyldan saman í leikjum og fjöri í Árbæjarlaug, frítt inn. Kl. 19:00-21:00 Bíósund fyrir fjölskylduna í Árbæjarlaug, frítt inn. Þriðjudagur 27. október Kl. 14:00-16:00 Bingó í frístundaheimilinu Stjörnulandi og Fókus. frostaskjól – Vesturbær Þriðjudaginn 27. október fjölskyldufjör í frostaskjóli Kl. 12:30-14:00 Frosti Hagaskóla; Uppistand, jóga- flæði og opið hús í kjallara Hagaskóla. Kl. 14:00-16:00 Selið Melaskóla; Fjölskyldujóga í íþróttasal og föndur í skálum. Undraland Grandaskóla; Legóhús og ævintýraleikur í kastala. Skýjó Vesturbæjarskóla; Flugdreka- smíð og ævintýraspil. Frostheimar; Cake-pops og spilastund. Kl. 16:00-18:00 Sundlaugasprell Frosta í Vesturbæjarlaug; þrautabraut, sundleikfimi. Frjáls mæting á alla staði óháð aldri og skóla. Miðberg – breiðholt Mánudagur 26. október Kl. 13:30-16:00 Árleg hrekkjavakaí miðbergi; nornakaffi- hús, draugasögur, draugahús, zobie-diskó, andlitsmálning og fleira skemmtilegt. Þriðjudagur 27. október Kl. 13:00-15:00 Diskó-sund í Sundlaug Breiðholts, frítt inn. gufunesbær – grafarVogur Föstudagurinn 23. október Kl. 10:00-12:00 Klifurturninn opinn og frítt inn. Kl. 10:00-14:00 Útieldun og kakó fyrir gesti. Kl. 11:30 Skráning í frisbí-golfmót, hægt að fá diska á staðnum. Kl. 12:00 Frisbí-golfmót. Kl. 13:00-15:00 Bingó í Hlöðunni, ágóði rennur til SOS-barnaþorpa. Mánudagurinn 26. október Kl. 14:00-16:00 Sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Grafarvogslaug, frítt inn. Þriðjudagurinn 27. október Kl. 11:00-14:00 Smiðjur fyrir fjölskyldur í Hlöðunni og við Gufunesbæ; keilubrautir, klifur, spil o.fl. kaMpur – Miðborg og hlíðar Mánudagur 26. október Kl. 11:00-13:00 Kaffi og vöfflur í Kampi, Þverholti 14. Ýmsar uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Kl. 14:00- 16:00 Listasmiðja, vinabandasmiðja og danssmiðja fyrir alla fjölskylduna í Kampi. Kl. 17:00-18:30 Spilakvöld fyrir 10-12 ára og fjölskyldur þeirra í Kampi. Kl. 19:30- 22:00 Kökukeppni í Kampi fyrir unglinga og foreldra, förðunarkeppni, Hjartasláttur. Þriðjudaginn 27.október Kl. 13:00-15:00 Sundhöll Reykjavíkur býður allri fjölskyldunni í sund, frítt inn. Börn yngri en tíu ára verða að koma í fylgd fullorðinna. kringluMýri – laugardalur, háaleiti og bústaðir Mánudagur 26. október Kl. 12:30-15:30 Fjölskylduskemmtun í Kringlumýri, Safamýri 28; víkingaskylmingar, brennó, Tarsanleikur í íþróttasalnum Álftamýri, andlitsmálning, föndursmiðjur, human fusball á battavellinum, spilakynning. Kl. 14:00 BMX Brós sýna leikni sína. Hollar veitingar. Kl. 16:00-19:00 Frítt í sund í Laugardalslaug milli kl. 16:00 og 19:00. Allir velkomnir! Garðyrkjustörf í bland við endur- hæfingu reynast vera árangursrík aðferð við að hjálpa konum sem verið hafa lengi frá vinnu vegna veikinda að snúa aftur til starfa. Vísindamenn í Gautaborg í Svíþjóð fengu styrk frá stjórn- völdum  til   rannsóknarverk- efnis sem unnið var með ýmsum sérfræðingum. Niðurstaðan var sú að garðyrkjustörf ásamt virkri endurhæfingu styrktu andlega og líkamlega heilsu kvennanna. Endurhæfingin fór fram tvisvar til fjórum sinnum í viku hálfan dag Garðyrkjustörf hjálpa veikum Vinna í garðinum er heilsubætandi. NORDICPHOTOS/GETTY í senn um 14 vikna skeið. Þátttak- endur voru konur á aldrinum 21 til 62 ára sem fengið höfðu fjár- hagsaðstoð frá hinu opinbera í 1 til 10 ár. – ibs Garðyrkjustörf ásamt virkri endurhæfingu styrktu andlega og líkamlega heilsu kvenna, sem höfðu verið lengi frá vinnu vegna veik- inda, svo að þær gátu snúið aftur til starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.