Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 18
Samfélag Rúmlega fjögur hundruð börn á aldrinum12 til 18 ára í alvar- legum hegðunar- og/eða vímuefna- vanda hafa byrjað í svokallaðri fjölkerfameðferð (MST) á vegum Barnaverndarstofu. Um þrjú hundruð og fimmtíu þeirra hafa lokið með- ferðinni og flest með góðum árangri. Fer fram á heimili barnsins „Ein helsta ástæða þess að Barna- verndarstofa ákvað að innleiða með- ferðina hér á landi árið 2008 var að gera meðferð hegðunar- og vímu- efnavanda unglinga í nærumhverfi aðgengilega og draga úr þörf fyrir vistun utan heimilis,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barna- verndarstofu. Hann segir MST miða að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið þurfi ekki neyðarvistun. Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Þerapisti hittir for- eldra (og stundum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi og þá hafa foreldrar aðgengi að honum í síma allan sólarhringinn. Meðferðin tekur um fjóra til fimm mánuði. Árangur á öllum sviðum Í nýrri skýrslu til velferðarráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum meðferðar. Við upphaf meðferðar voru tólf af rúm- lega tvö hundruð börnum í skóla eða vinnu. Við lok meðferðar voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu, eða 178 börn. Börn sem beittu ekki ofbeldi eða hótunum um slíkt voru 67 við upphaf meðferðar en 198 í lok meðferðar. Þá notuðu 90% barnanna ekki vímuefni og misnotuðu ekki áfengi eftir meðferðina. Einnig dró umtalsvert úr lögregluafskiptum. Staðan við lok meðferðar er metin út frá upplýsingum frá lögreglu, skóla, foreldrum og starfsmönnum Barna- verndarstofu sem tengjast ekki MST. Á fjórða hundrað börnum í bráðavanda komið til bjargar Tekist hefur að afstýra bráðum hegðunar- og/eða vímuefnavanda fjölda barna með svokallaðri MST-meðferð Barnaverndarstofu. Flest barnanna ná eftir fjögurra mánaða meðferð að stunda skóla eða vinnu og láta af vímuefnaneyslu og afbrotum. Innlögnum á stofnanir hefur fækkað. Er í skóla eða vinnu Kemst ekki í kast við lögin Notar ekki vímuefni og misnotar ekki áfengi Beitir ekki ofbeldi eða hótunum um ofbeldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Vistunum á stofnunum fækkar Halldór segir að undanfarin ár hafi meirihluti þeirra barna sem fá með- ferð vegna alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda fengið MST-með- ferð á heimilum sínum án þess að vera vistuð utan heimilis. „Það er stefna Barnaverndarstofu að bæta aðgengi að viðeigandi meðferð og fækka vistunum barna utan heim- ilis,“ segir hann og bendir á að það sé í samræmi við Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna að eingöngu skuli vista barn á stofnun ef það er talin viðeigandi meðferð. Nú dvelja eingöngu þau börn á Stuðlum og öðrum meðferðar- heimilum sem eru í mjög mikilli áhættu og geta ekki nýtt sér með- ferð í heimaumhverfi. Fyrstu árin spannaði þjónustusvæðið um 100 km fjarlægð frá Reykjavík en frá og með febrúar á þessu ári stendur með- ferðin til boða á landinu öllu. Nýtt meðferðarheimili Velferðarráðuneytið hefur nýlega fjallað um tillögur Barnaverndar- stofu um breytingar á stofnanameð- ferð og falið stofnuninni að hefja undirbúning að stofnun nýs með- ferðarheimilis svo það megi fjölga í hópi barna sem nýta kosti þess að vera í tengslum við fjölskyldu. „Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. “ Hvað er MST? l mST Fjölkerfameðferð (Multisyst­ emic therapy) er meðferðarúr­ ræði á vegum Barnaverndar­ stofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar­ og/eða vímuefnavanda. l meðferðarTími Meðferð tekur 4 til 5 mánuði. l fjöldi Um 400 fjölskyldur hafa lokið meðferðinni en 80 prósent ljúka henni að jafnaði. l BiðTími Biðtími er stuttur og um 35 til 40 fjölskyldur fá þjónustu á hverjum tíma. l ÁSTæður MST er talin viðeigandi með­ ferð þegar vandi barns kemur fram í vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis, afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsi- verðri hegðun. líkamlegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn öðrum á heimili, í nærumhverfi eða í skóla. Skrópi í skóla eða verulegum skóla- erfiðleikum. l markmið MST miðar að því að efla bjarg­ ráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið færist ekki á jaðar samfélagsins eða þurfi neyðarvistun. l STaðSeTning Meðferðin fer fram á heimili barnsins. 6% barnanna voru í skóla eða vinnu við upphaf með­ ferðar. Í lokin voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu. 90% barnanna beittu ekki ofbeldi eða hótunum um ofbeldi við lok MST­ meðferðar. 90% barnanna notuðu ekki vímu­ efni og misnotuðu ekki áfengi við lok MST­meðferðar. ✿ Árangur af mST-meðferð 218 barna Við upphaf meðferðar Við lok meðferðar 12 178 96 191 100 196 67 198 Í nýrri skýrslu til velferðar- ráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum með- ferðar. Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. Halldór Hauksson sálfræðingur 2 2 . o k T ó B e r 2 0 1 5 f i m m T u d a g u r18 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.