Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 45
Marpól ehf. selur Sebo-ryk- sugurnar sem eru, að sögn Val- þórs Þorgeirssonar eiganda, Rolls Royce ryksuganna. „Sebo eru þýskar og eru framleiddar í Þýskalandi að öllu leyti. Ryk- sugurnar eru mjög vandaðar, þær eru mjög þéttar, notenda- vænar og endingargóðar,“ segir Valþór. Sebo er bæði hægt að fá sem heimilis- og fyrirtækjaryksug- ur. Valþór segir þær hafa mjög gott filterkerfi og vera þekktar fyrir það. „Sebo-vélarnar eru góðar fyrir ofnæmissjúklinga og þá sem þola illa ryk. Einn- ig henta þær vel á heimilum þar sem eru gæludýr. Hægt er að setja í ryksugupokana ilm- stauta sem gera útblásturinn ferskan. Auk þess er sérstak- ur stuðpúði utan um vélarnar, sem kemur í veg fyrir skemmdir á húsgögnum og innréttingum og á ryksugunni sjálfri, ef hún rekst utan í þegar fólk dregur vélina á eftir sér.“ Alls kyns aukahlutir Margar tegundir eru innan Sebo-línunnar og er hægt að fá þær allar með svokölluðum burstahaus sem hentar vel á teppi og steinteppi. „Flestar ryk- sugur eru ekki burstaryksugur, þær er bara með sog í hausn- um en ekki bursta sem bank- ar teppið í leiðinni. Það næst því miklu meiri árangur þegar teppi eru ryksuguð með bursta- ryksugu en með annars konar ryksugum,“ segir Valþór. Hann bætir við að auðvelt sé að fá alls kyns aukahluti á þær. „Til dæmis má fá sérstakan haus fyrir bóns- lípun og til notkunar við að slípa marmara og náttúruflís- ar. Einnig er hægt að setja dem- antsskífur í þann haus þannig að hægt er að auka við og við- halda gljáa á marmara um leið og ryksugað er.“ Hann nefnir líka að Sebo Fel- ix-ryksugan sé vinsæl hjá þeim en hún er skemmtileg útlits og fæst í mörgum litum. Hægt er að skipta um ysta filter vélar- innar og breyta þannig útliti hennar. „Þessa vél geymir fólk ekki endilega inni í skáp heldur hefur hana frekar til sýnis enda er meira að segja hægt að fá hana með Swarovski-kristöllum þann- ig að þetta er hálfgerður skraut- munur,“ segir hann og brosir. Viðgerðarþjónusta í boði Hjá Marpól ehf. er gott úrval ryksuga og þar má meðal annars fá TSM-tunnuryksug- ur sem er nýjung hjá fyrirtæk- inu. Þær eru í mörgum stærð- um og hægt að fá með teppa- hreinsibúnaði. Einnig býður fyrirtækið upp á bakryksug- ur. „Bakryksugurnar eru bæði með snúru og án. Þær eru raf- hlöðudrifnar og gott er að nota þær í stigagöngum, flugvélum og öðrum rýmum þar sem ekki er gott að vera með rafmagns- snúrur á eftir sér. Einnig erum við með Hipster-mjaðmaryk- sugur sem henta vel fyrir fag- fólk,“ útskýrir Valþór. Rétt er að geta þess að Mar- pól ehf. býður upp á viðgerð- arþjónustu fyrir sínar vélar. „Á höfuðborgarsvæðinu bjóð- um við fyrirtækjum upp á að sækja og skila vélum vegna viðgerða. Þá lánum við ryk- sugur á meðan vélar eru í við- gerð ef viðskiptavinur óskar eftir því.“ Valþór segir það mikilvægt að þegar fólk kaupir sér ryk- sugu þá skoði það um leið gæði ryksugupoka og hvað þeir kosta. „Þá er einnig gott að hafa í huga hvort hægt sé að gera við ryksug- una ef hún bilar. Og hvort hægt sé að fá varahluti í þær almennt. Ef allra ódýr- ustu ryksugurnar eru keypt- ar eru þær í mörgum tilfellum ónýtar ef þær bila. Allar ryk- sugurnar frá okkur er hægt að gera við og fá í þær alla íhluti. Pokarnir í þær eru líka á mjög góðu verði og þetta eru stór- ir og hagkvæmir pokar. Að lokum er svo gaman að segja frá því að oft þegar við höfum selt fólki Sebo-ryksugur hefur það séð ástæðu til að hringja í okkur og segja okkur að nú finnist því loksins gaman að ryksuga.“ Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni mar- pol.is og í verslun að Nýbýlavegi 18, Dalbrekkumegin, Kópavogi. Gaman að ryksuga með Sebo Þýsku Sebo-ryksugurnar eru endingargóðar og vandaðar. Þær eru þægilegar í notkun og hafa sérstaklega gott filterkerfi og eru því góðar fyrir ofnæmissjúklinga og aðra sem þola illa ryk. Sebo-ryksugurnar fást hjá Marpól ehf. en þar er gott úrval af ryksugum. Drífa Þorgeirsdóttir, sölukona hjá Marpól, tekur vel á móti öllum þeim sem vilja skoða ryksugur. MYND/VILHELM Sebo er bæði hægt að fá sem heimilis- og fyrirtækjaryksugur. Valþór segir þær hafa mjög gott filterkerfi og vera þekktar fyrir það. Bakryksugurnar sem fást hjá Marpól er gott að nota í rýmum þar sem ekki er gott að vera með rafmagnssnúrur á eftir sér. Einnig fást þar Hipster mjaðmaryk- sugur sem henta vel fyrir fagfólk. Á Sebo Felix-ryksugunum má skipta um ysta filter vélarinnar og breyta þannig útliti hennar. Sebo eru þýskar og eru framleiddar í Þýskalandi að öllu leyti. Ryksugurnar eru mjög vandaðar, þær eru mjög þéttar, notendavænar og endingargóðar. Sebo Felix-ryksugan er vinsæl hjá Marpól en hún er skemmti- leg útlits og fæst í mörgum litum. „Þessa vél geymir fólk ekki endilega inni í skáp heldur hefur hana frekar til sýnis enda er meira að segja hægt að fá hana með Swarovski- kristöllum þannig að þetta er hálfgerður skrautmunur.“ Ryksugur eru í miklu úrvali hjá Marpól. FIMMTUDAGUR 22. okTóBER 2015 5Kynning − auglýsing Ryksugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.