Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 8
HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 10.12, ekinn 18 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.970 þús. Rnr. 143013. HYUNDAI iX35 COMFORT Nýskr. 05.14, ekinn 75 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.690 þús. Rnr. 103186. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW X5 xDrive Nýskr. 05.12, ekinn 40 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 143095. HYUNDAI i10 COMFORT Nýskr. 05.14, ekinn 71 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.590 þús. Rnr. 120798. TOYOTA YARIS HYBRID Nýskr. 04.14, ekinn 13 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.890 þús. Rnr. 283101. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06.13, ekinn 101 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.990 þús. Rnr. 283100. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 01.14, ekinn 87 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.570 þús. Rnr. 191904. Glæsilegur bíll 9.680 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð LöGreGLUMáL „Það voru brotnar rúður og gramsað í tuttugu og einum bíl og við erum auðvitað fælnir eftir svona,“ segir Krist- mundur Þórisson, eigandi Almenna bílaverkstæðisins ehf., en í byrjun mánaðarins voru brotnar rúður í tuttugu og einum bíl á sameigin- legu bílastæði verkstæðisins og fleiri fyrirtækja í Skeifunni 5. Fyrst var lögreglu tilkynnt um að brotnar hefðu verið rúður í sex bílum á planinu, rótað í þeim og ýmsu smálegu stolið. Tveimur dögum síðar endurtók leikurinn sig nema þá höfðu rúður verið brotnar í fimmtán bílnum. Í bæði skiptin voru spellvirkin unnin að næturlagi. Bílana eiga bæði viðskiptavinir fyrirtækjanna og starfsmenn. „Fólk er oft með fullt af dóti í bíl- unum sínum og í svona tilvikum er fólk ótryggt nema það sé með kaskótryggingu eða heimilistrygg- ingu sem tekur til þessa,“ segir Krist- mundur og bætir við að hann hafi áhyggjur af því að sökudólgarnir fari aftur á kreik. Magnús Helgi Jónsson, stöðvar- stjóri Aðalskoðunar hf., var sá sem tilkynnti lögreglu um fyrra tilvikið. Hann segir að þeir sem hafi verið að verki hafi líklegast verið að leita að peningum. „Því þeir stálu ekki miklu úr þessum bílum og létu til dæmis útvarpstækin alveg vera,“ segir Magnús Helgi. „Eftir því sem ég best veit var engu stolið úr bílunum frá við- skiptavinum okkar en þetta eru hins vegar skemmdir. Eftir atvikið setjum við alla bíla inn á næt- urnar,“ segir Atli Vilhjálmsson, verkstjóri hjá Betri bílum ehf., en viðskiptavinir þeirra urðu einnig fyrir tjóni. Á fundi húsfélagsins í Skeifunni 5 hefur það verið rætt að bæta lýs- ingu á bílaplaninu og koma fyrir myndavélum. „Mér finnst líklegt að við látum verða af því og verður það til þess að auka fælingarmátt- inn,“ segir Kristmundur en hann er formaður húsfélagsins. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum því miður bara engu nær um það hverjir voru að verki,“ segir Benedikt Lund lögreglufulltrúi. „Því ver og miður eru þarna einhverjir einstaklingar sem mér sýnist hafa þann tilgang einan að eyðileggja. Það er ekki svo óalgengt.“ nadine@frettabladid.is Tuttugu og einn bíll skemmdur í Skeifunni Lögreglu var tilkynnt um að brotnar hefðu verið sex rúður í bílum á bílaplani í Skeifunni í byrjun október. Tveimur dögum síðar voru rúður brotnar í fimmtán bílum til viðbótar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar. Þjófnaður er óverulegur og skemmdar- fýsn virðist ráða för. Fréttablaðið/SteFán Eftir því sem ég best veit var engu stolið úr bílunum frá viðskipta- vinum okkar en þetta eru hins vegar skemmdir. Eftir atvikið setjum við alla bíla inn á næturnar. Atli Vilhjálmsson, verkstjóri hjá Betri bílum Skemmdu bílana eiga bæði viðskiptavinir fyrirtækjanna og starfsmenn. Fréttablaðið/SteFán heILbrIGðIsMáL Embætti landlækn- is sér ástæðu til að ítreka afstöðu sína gegn þeirri breytingu sem lögð er fram í frumvarpi til laga um sölu áfengis í almennum verslunum. Vitnað er til umræðu á Alþingi í því sambandi. Landlæknir ítrekar afstöðu sína í frétt á heimasíðu embættisins þar sem segir að breytingin feli í sér að allt áfengi, jafnt bjór, vín og sterkt áfengi, sé gert aðgengilegt í almennum verslunum. „Breytingar til aukins aðgengis, eins og lagt er til í frumvarpinu, eru til þess falln- ar að auka heildaráfengisneyslu, sem leiðir til aukinna skaðlegra afleiðinga fyrir einstaklinga og samfélagið í heild,“ segir þar. L a n d l æ k n i r b e n d i r á a ð umræddar breytingar stangist á við opinbera stefnumörkun í áfengismálum, jafnt hér á landi og á alþjóðavísu. Nefnd er í því sam- hengi stefna í áfengis- og vímuvörn- um til ársins 2020, aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar gegn lífsstílstengdum sjúk- dómum 2013–2020, auk þess sem tiltekið er að breytingin sé á skjön við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. – shá Landlæknir á móti frumvarpi Frumvarpið er endurflutt á þessu þingi og fer senn til 2. umræðu. Fréttablaðið/gva stjórnMáL Áhrifafólk innan Vinstri grænna hefur að frumkvæði félaga úr ungliðahreyfingu VG skorað á Daníel Hauk Arnarsson, starfsmann flokks- ins, að gefa kost á sér sem varafor- maður hreyfingarinnar á landsfundi hennar sem hefst á morgun. Daníel segist enn ekki hafa gert upp hug sinn um hvort hann bjóði sig fram. Enn sem komið er hefur Björn Valur Gíslason einn gefið kost á sér sem varaformaður. Meðal þeirra sem skora á Daníel Hauk eru Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, Auður Lilja Erlings- dóttir og Drífa Snædal, fyrrverandi framkvæmdastjórar VG, Hildur Lillien- dahl Viggósdóttir, starfsmaður Reykja- víkurborgar, Ingimar Karl Helgason fjölmiðlamaður og Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður. – srs Vilja Daníel Hauk á móti Birni Vali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.