Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 60
frjálsar Arnar Helgi Lárusson er mættur til Doha í Katar þar sem hann mun taka þátt í þremur greinum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum en mótið hófst í gær. Arnar Helgi er 39 ára gamall Njarðvíkingur. Í dag mun Arnar Helgi keppa í 100 metra hjólastólaspretti og þremur dögum síðar er komið að 200 metra keppninni. Hann lýkur svo keppni þann 27. október er hann tekur þátt í 400 metra keppninni. „Ég er bestur í 100 metra sprettinum þó svo ég hafi gert margt annað í stóln- um eins og að taka maraþon. Ég hef tekið maraþon í móti á tveimur tímum og tveimur mínútum. Á æfingu hef ég farið á einum tíma og 46 mínútum.“ Arnar Helgi er með auga á að kom- ast inn á Ólympíumót fatlaðra næsta sumar en til þess að komast þangað þarf hann að fara metrana 100 á 16 sekúndum. „Ég á best 17,77 sekúndur í dag en ég hef farið undir 16 sekúndur á æfingu. Á síðustu mótum var bleyta og annað sem stóð í vegi fyrir því að maður næði þeim árangri sem stefnt var að,“ segir Arnar Helgi en veðuraðstæður ættu þó ekki að vera honum í hag í hit- anum í Doha. „Það er bara spurning með vind- inn. Hvort hann sé í bakið á manni eða á móti. Það skiptir miklu máli. Við erum auðvitað lélegir af stað en við viðhöldum hraðanum mjög vel er við komumst á siglinguna. Þetta hefur allt verið upp á við hjá mér og ég er alltaf að bæta mig. Markmiðið hjá mér á þessu móti er að tryggja mig inn á Ólympíumótið í 100 metr- unum. Ég ætla svo að reyna að bæta mína tíma í hinum vegalengdunum.“ Þessi metnaðarfulli íþróttamaður á sér fleiri markmið á þessu móti en að tryggja sér farseðilinn til Ríó. „Ég er með lakasta tímann af þeim 18 keppendum sem tryggðu sig inn á mótið og aðalmarkmiðið er að ná betri árangri en einhver af þeim. Svo skiptir alltaf máli hvernig brautin er. Hvort hún sé hröð eða hæg. Ég hef heyrt að hún sé ekkert sérstak- lega hröð. Það skiptir ekki máli því ég ætla samt að slá Íslandsmet. Ég er alveg ákveðinn í því.“ Ólíkt eflaust einhverjum þá óttast Arnar Helgi ekki hitann í Doha þar sem hann segist kunna vel við sig í miklum hita. „Mér líkar vel við góða veðrið. Maður stífnar síður upp í svona aðstæðum og þetta verður bara gaman. Ég fer út með fínt sjálfstraust enda hef ég verið miklu stöðugri í æfingum upp á síðkastið og nú þarf ég bara að negla á það.“ Ætlar sér að komast á ÓL í Ríó 2016 Njarðvíkingurinn Arnar Helgi Lárusson hefur leik á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum í dag. Hann ætlar sér stóra hluti í Doha og setur stefnuna á að komast á Ólympíumótið í Ríó í Brasilíu á næsta ári. Arnar keppir bæði í 100 og 200 metra hjólastólaspretti á HM. handbolti Ungverska stórliðið Veszprém er í leit að þjálfara þessa dagana en félagið lét þjálfara félagsins, Antonio Ortega, róa eftir að liðið náði aðeins jafntefli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Wisla Plock. Við starfinu tók aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, og undir hans stjórn hefur liðið verið á mikilli siglingu enda frábærlega mannað. Besta lið Evrópu að margra mati. Aron Pálmarsson er ein af stjörnum liðsins. Lino Cervar, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Króatíu, var einn af fyrstu mönnunum til að vera orðaður við starfið eftirsótta en síðan fjölgaði nöfnunum. Patrekur Jóhannesson hefur til að mynda verið orðaður við starfið. „Ég vil ekkert vera að tala um það núna,“ segir Patrekur sposkur er hann er spurður út í málið. P a t r e ku r e r k o m i n n í f u l l t st a r f h já a u st u r r í s ka handknattleikssambandinu þar sem hann þjálfar karlalandslið þjóðarinnar. „Það eru margir orðaðir við starf- ið og ég sá að ég var þar á meðal. Það er svo sem ekkert meira um það að segja núna,“ segir Patrekur, en er eitthvað í samningi hans við Austur- ríkismenn sem útilokar þann mögu- leika að hann taki við Veszprém? „Ég hef þjálfað bæði Hauka og Val samhliða starfinu hjá Austurríki þannig að það er ekkert sem meinar mér að þjálfa annað lið utan Austur- ríkis. Ég má aftur á móti ekki þjálfa neitt félag í Austurríki.“ Íslenskir þjálfarar hafa heldur betur verið að gera það gott í alþjóð- legum handbolta á síðustu árum og Patrekur hefur náð mjög eftirtektar- verðum árangri með lið Austurríkis þannig að það þarf ekki að koma á óvart að ungverska liðið sýni honum áhuga. – hbg Patrekur mætti þjálfa lið Veszprém Patrekur hefur náð flottum árangri með Austurríki. FréttAblAðið/EvA www.netto.is Frábær tilboð! HEIL ÖND FROSIN - 2,1 KG 998 ÁÐUR 1.899 KR/KG -48% Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Það liggur ómældur tími í hönnun og hugsun. Smíðin sjálf hefur tekið svona þrjár vikur. Allir stólar í þessari íþrótt eru sérsmíðaðir. Þetta þarf að vera eins og skór. Þetta þarf að smellpassa og ég þarf að troða mér ofan í stólinn. Arnar Helgi Lárusson Aldur 39 ára Félag Njarðvík besti árangur í 100 metra spretti 17,77 sekúndur Arnar Helgi er eini Íslendingurinn sem hefur keppt í hjólastólaspretti en það hefur hann gert síðan 2012. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 f i M M t U d a G U r36 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.