Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 27
Í dag Þorvaldur Gylfason professor Vert er að halda til haga þætti Bjarna Benediktssonar, síðar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í stjórnarskrár- málinu árin eftir lýðveldisstofnunina 1944. Í ræðu sinni um endurskoðun stjórnarskrárinnar á fundi í landsmála- félaginu Verði í janúar 1953 lýsti Bjarni starfi stjórnarskrárnefndar (Land og lýðveldi, 1965, I., bls. 177-202): „Nú um nokkurt árabil hefur verið starfandi stjórnarskrárnefnd, sem ég er formaður í og skipuð er fulltrúum allra flokka landsins. Nefndin hefur að vonum orðið fyrir gagnrýni vegna þess, að verkið hefur sótzt seint … verkið sjálft er vandasamt … þrátt fyrir almennt tal um þörf á endurskoðun stjórnarskrárinnar, hafa a.m.k. stjórn- málaflokkarnir og forystumenn þeirra undantekningarlaust verið mjög tregir til að gera … ákveðnar heildartillögur. … Það eru einkum tvö atriði, sem valda … sérstökum ágreiningi … Annars vegar er meðferð æðsta framkvæmdarvalds- ins og hins vegar kjördæmaskipanin.“ Bjarni Benediktsson rekur ýmsar breytingartillögur sjálfstæðismanna í stjórnarskrárnefnd, en þeir voru, auk Bjarna, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein. Flestar þessar gömlu tillögur sjálfstæðismanna er að finna í frum- varpi Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar- skrár sem tveir þriðju hlutar kjósenda lögðu blessun sína yfir í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 2012. Má af því ráða að sjónarmið sjálfstæðismanna urðu ekki út undan við frumvarpssmíðina þótt aðeins almannahagsmunir væru hafðir að leiðarljósi. Stiklum á stóru. Sjálfstæðismenn lögðu til að „ef ekkert forsetaefni fær hreinan meiri- hluta við þjóðkjör, skuli kjósa að nýju milli þeirra tveggja, sem flest fengu atkvæði.“ Vandinn er leystur í frum- varpi Stjórnlagaráðs: „Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.“ Þann- ig er tryggt að meiri hluti kjósenda standi að baki kjörnum forseta. Sjálfstæðismenn lögðu til að „annað hvort forseti hæstaréttar eða forseti Sameinaðs þings verði varaforseti“. Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með for- setavald á meðan.“ Sjálfstæðismenn lögðu til að „hæsti- réttur dæmi í stað landsdóms um þau mál, er Alþingi höfðar gegn ráðherrum fyrir embættisrekstur þeirra.“ Í frum- varpi Stjórnlagaráðs er meðferð ráð- herraábyrgðarmála færð frá landsdómi til almennra dómstóla. Sjálfstæðis- menn lögðu til að „forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í samráði við meirihluta Alþingis.“ Í frumvarpi Stjórnlagaráðs segir: „Alþingi kýs forsætisráðherra. … Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti. Forseti veitir forsætisráðherra lausn frá embætti eftir alþingiskosningar, ef vantraust er samþykkt á hann á Alþingi, eða ef ráðherrann óskar þess. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.“ Afhjúpar gallann Sjálfstæðismenn lögðu til að í stjórnarskrána „verði bætt þeim mannréttindaákvæðum, sem eru í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og samningi Evrópuráðsins um mannréttindi og frelsi.“ Þetta var gert, fyrst 1995 og aftur nú með miklu myndarlegri hætti. Sjálfstæðismenn lögðu til að „að rétti héraða og sveitar- félaga til að ráða sjálf málefnum sínum … skuli skipað með lögum, enda sé að því stefnt, að þau fái sem víðtækasta sjálfstjórn í þeim málum, er þau sjálf standa fjárhagslegan straum af.“ Þetta er gert í nýjum kafla um sveitarfélög í frumvarpi Stjórnlagaráðs. Skoðun sinni á kjördæmaskipaninni lýsir Bjarni Benediktsson svo: „ ... ekki dugir að láta strjálbýlið bera fjöldann í þéttbýlinu slíku ofurliði, að hags- munir fjöldans séu fyrir borð bornir.“ Bjarni lýsir breytingartillögu sjálf- stæðismanna svo: „Kosningaréttur sé svo jafn sem þjóðarhagir og stað- hættir leyfa. Enginn landshluti hafi færri þingmenn en hann nú hefur, en þingmönnum verði fjölgað á hinum fjölmennari stöðum eftir því sem sam- komulag getur fengizt um við heildar- lausn málsins …“ Hér afhjúpar Bjarni gallann á að stjórnmálamenn skipti sér af endurskoðun stjórnarskrárinnar enda segir hann skömmu áður í sömu ritgerð: „ … allir sjá, hversu fráleitt það er, að þrjú svo fámenn kjördæmi sem Seyðisfjörður, Austur-Skaftafellssýsla og Dalir skuli nú raunverulega hafa 2 þingmenn hvert.“ Frumvarp Stjórnlag- aráðs kveður á um jafnt vægi atkvæða alls staðar á landinu. Breið sátt Þessum samanburði á tillögum sjálf- stæðismanna í stjórnarskrármálinu 1953 og frumvarpi Stjórnlagaráðs 2011 er ætlað að sýna að tillögur sjálfstæðismanna náðu flestar fram að ganga. Frumvarpinu er ætlað að efla þingræðis skipulagið með því að treysta valdmörk og mótvægi til að girða fyrir ofríki framkvæmdar- valdsins, efla Alþingi, styrkja sjálfstæði dómstólanna og tryggja jafnt vægi atkvæða auk forræðis þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til að tryggja réttum eiganda arðinn af auðlind- unum. Frumvarpið hefði varla fengið stuðning 67% kjósenda í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 20. október 2012 nema vegna þess að mikill fjöldi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu. Það má kalla breiða sátt um frumvarpið meðal þjóðarinnar. Andstaða gegn frumvarpinu af hálfu þeirra sem una því ekki að þurfa að sjá af forréttindum sínum svo að allir megi sitja við sama borð á ekkert skylt við skort á breiðri samstöðu. Ósætti um frumvarpið á Alþingi vitnar ekki um skort á breiðri samstöðu heldur um virðingarleysi þingmanna gagn- vart vilja kjósenda. Stjórnarskrárnefnd Bjarna Benediktssonar Ósætti um frum- varpið á Alþingi vitnar ekki um skort á breiðri samstöðu heldur um virðingarleysi þingmanna gagnvart vilja kjósenda. VERTU VELKOMIN(N) Í REYNSLUAKSTUR OG UPPLIFÐU ENDALAUST BETRI CR-V Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 27F i M M T u d a g u R 2 2 . o k T ó B e R 2 0 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.