Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 46
Rainbow-ryksugurnar eru vel þekktar á Ís-landi enda hafa verið seldar um 10.000 ryk-sugur hér á landi síðan 1991. Að sögn Sveins Antonssonar, umboðs- og dreifingaraðila Rain- bow á Íslandi, byggja ryksugurnar á snjöllu kerfi þar sem samspil miðflóttaafls, lofts og vatns leysir vandamál sem fylgja hefðbundnum ryksugum með pokum og síum. „Slíkar vélar hleypa fínkornuðu ryki og rykmauraúrgangi gegnum pokana og síurn- ar, beint aftur út í andrúmsloftið en Rainbow heldur því í vatninu. Þetta er hágæða framleiðsla sem end- ist í yfir 40 ár.“ Hann segir eðlilegra að kalla Rainbow-ryksuguna fullkomið hreingerningarkerfi frekar en ryksugu. Þar sem hún heldur alltaf fullu gegnumstreymi lofts, næst alltaf hámarksárangur við þrifin auk þess sem loftið verður hreint og umhverfið heilnæmara. „Það er misskilningur að það þurfi mikinn sogkraft til að ryksuga heldur þarf frekar gott loftflæði. Rainbow er eingöngu með 875 vatta mótor enda liggur leyndar- málið ekki í stærð mótors og sogkrafts.“ Astma- og ofmæmissamtök Banda- ríkjanna (AAFA) í félagi með Of- næmissamtökum Bandaríkjanna (ASL) hafa veitt Rainbow hina eft- irsóttu vottun sína. Rainbow-ryksugur eru ein- göngu seldar í heimahúsum. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk gefi sér góðan tíma til að hlusta vel og skoða hvernig ryksugan virkar innan veggja heimilisins. Fólki bregður iðulega þegar það sér óhreinindin sem Rainbow nær upp þrátt fyrir að þrifið hafi verið fyrir kynningu.“ Nánari upplýsingar má finna á www.rainbow.is og www.rain- bowsystem.com. Fyrirspurn- ir sendist á rainbow@rain- bow.is auk þess sem hægt er að kíkja í verslunina að Star- mýri 2a í Reykjavík. Hreint loft og minni þrif Íslendingar þekkja vel Rainbow-ryksugurnar enda hafa um 10.000 ryksugur verið seldar hér á landi síðan 1991. Ryksugurnar eru eingöngu seldar í heimahúsum. Rainbow ryksugur Pantaðu kynningu þér að kostnaðarlausu Kynning tekur 20 mínútur Rainbow.is | rainbowsystem.com | rainbow@rainbow.is RAINBOW MUN KOMA ÞÉR Á ÓVART 10.000 Íslendingar eiga Rainbow Ryksugurnar frá Clean-fix hafa þjónað íslensk-um fyrirtækjum og stofn- unum í 20 ár. Cleanfix er eitt af þekktari vörumerkjum heims þegar kemur að ryksug- um enda hafa þær notið mik- illa vinsælda um allan heim og ekki síður hér á landi. Aflvél- ar ehf. í Garðabæ eru umboðs- aðili fyrir Cleanfix hér á landi og segir Friðrik Ingi Friðriks- son, forstjóri fyrirtækisins, að ryksugurnar séu notaðar víða um land, bæði hjá litlum og stórum fyrirtækjum. „Við seljum ýmsar stærðir og gerðir af Cleanfix-ryksug- um til ólíkra nota, hvort sem um er að ræða á parket, gólfdúka eða teppi. Ryksugurnar eru t.d. mikið notaðar í kvikmynda- húsum, hótelum og í mörgum stærri fyrirtækjum og stofnun- um á höfuðborgarsvæðinu. Við seljum einnig öflugar teppa- hreinsivélar og gólfþvottavél- ar frá Cleanfix hafa komið mjög vel út.“ Meðal vinsælli ryksuga fyrir- tækisins hér á landi nefnir Frið- rik Ingi Cleanfix S 10. „Hún hefur lengi verið ein vinsæl- asta ryksugan okkar enda þekkt fyrir góðan sogkraft, góða end- ingu og lága bilanatíðni. Vélin er auk þess á fimm hjólum sem gerir hana létta í meðförum.“ S 10 er búin eitt þúsund vatta mótor sem skilar mjög góðum sogkrafti auk þess sem kúlu- lögun hennar gerir það að verk- um að hún þolir meira hnjask og mótor skemmist ekki þótt vélin detti niður tröppu. „Einnig má nefna RS 05-bakryksuguna sem hentar sérstaklega vel þar sem erfitt er að komast að með stór- ar vélar. Þar má t.d. nefna stiga- ganga, þrengri staði í bíóhúsum og skipum og ýmsum fleiri stöð- um. Vélin er létt og hávaðalítil og er því þægilegt að ganga um með hana á bakinu.“ Framleiðslan í Sviss Friðrik Ingi nefnir einnig til sögunnar gólfþvottavélar en þar hefur Cleanfix mikið for- skot að hans sögn. „Þetta eru vélar ætlaðar til notkun- ar á flestar gerðir gólfa en þær spreyja vatni á gólfið, skrúbba með bursta og soga síðan upp óhreint vatnið. Nú eru þeir einnig komnar með róbót þannig að mannshöndin þarf lítið að koma við sögu.“ Cleanfix er svissneskt fyrir- tæki sem stofnað var árið 1976 og hefur alla tíð haft höfuð- stöðvar þar í landi. „Cleanfix- vörur eru seldar í 85 löndum víða um heim og fer öll fram- leiðslan fram í Sviss sem þykir nokkur sérstakt á okkar tímum. Það skýrist af því að fyrirtæk- ið vill framleiða einfaldar en góðar vélar í hæstu gæðum. Öll framleiðslan fer því fram í Sviss, meira að segja á dælun- um sem eru í ryksugunum og öllum plasthlutum. Bestu gæði er það eina sem kemst að hjá þessu úrvals fyrirtæki.“ Saga stofnenda þess er einn- ig ansi skondin að sögn Frið- riks Inga. „Það voru bræður sem stofnuðu fyrirtækið. Þeir tóku sig til með tvær hendur tómar og framleiddu tvær teppa- hreinsivélar. Að smíði lokinni fóru þeir úr húsi og sneru ekki til baka fyrr en báðar vélarnar voru seldar. Þá tóku þeir sér vikufrí og svo hófst framleiðslan aftur. Annar þeirra gerðist svo bjarnatemjari þannig að segja má að þeir hafi valið hvor sína leiðina í lífinu.“ Aflvélar er með stórt og full- komið verkstæði að Vestur- hrauni 3 í Garðabæ sem sinnir öllum viðgerðum og viðhaldi á Cleanfix-ryksugum. „Þar starf- ar sérþjálfaður starfsmaður sem sinnir öllum viðgerðum og veit- ir tæknilega aðstoð.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.aflvelar.is. Sterkur félagi í þrifum Ryksugur og hreinsitæki frá Cleanfix hafa fyrir löngu sannað stöðu sína hér á landi enda þjónað fyrirtækjum hérlendis í tuttugu ár. Ryksugurnar henta öllum gerðum fyrirtækja við margs konar þrif. Aflvélar reka einnig fullkomið verkstæði í tengslum við ryksugurnar og eiga alla varahluti á lager. „Við seljum ýmsar stærðir og gerðir af Cleanfix-ryksugum til ólíkra nota, hvort sem um er að ræða á parket, gólfdúka eða teppi,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri Aflvéla. MYND/ANTON Kynning − auglýsing 22. októbeR 2015 FIMMtUDAGUR6 Ryksugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.