Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 32
Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 - Þín brú til betri heilsu Þarfnast þú meiri orku? Orkulausnir Henta þeim sem glíma við orkuleysi, eru með vefjagigt eða vilja byggja sig upp eftir erfið veikindi. Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara. 8 vikna námskeið hefst 27. október. Þri. og fim. kl. 10.00 og 15.00 Framhaldsnámskeið þri. og fim. kl. 14.00. Nú er skrattanum skemmt og mér líka. Virðulegir hæsta-réttarlögmenn sem sækjast eftir stöðu hæstaréttardómara leyfa sér að mótmæla verðleika- mati (merita) kollega sinna í dóm- nefnd um ágæti þeirra til starfans. Þeir ættu að fara varlega og muna að þetta þótti hin mesta óhæfa þegar þetta var fyrst gert fyrir nokkrum áratugum og leiddi til brottrekstrar og útilokunar frá viðkomandi starfs- kerfi, þrátt fyrir að leitað hefði verið um leiðréttingu til þeirrar stofnunar sem þeir sóttu til. Dómnefndir um umsækjendur hafa einstæða stöðu á Íslandi sem á sér engan líka þótt víða væri leitað og mætti helst líkja við spánska rannsóknarréttinn á sínum tíma. Nefndirnar geta upphafið upp- skafninga og niðurlægt afburða- menn að vild án nokkurs aðhalds. Veitingavaldið er bundið af áliti þessara dómnefnda sem ekki eru ábyrgar fyrir neinum. Engin áfrýjun og endurskoðun er leyfð þrátt fyrir skýrar reglur um slíkt í norrænum fyrirmyndum og auðsótt í öðrum réttarkerfum. Máli því sem vísað er til í upphafi mætti líkja við að 6 lögmenn sæktu um stöðu forseta hæstaréttar og auglýsing skilgreindi hæstaréttar- lögmennsku sem skilyrði. Fimm umsækjenda væru vel menntaðir hæstaréttarlögmenn en einn héraðsdómslögmaður en með Dómnefndir og Hæstiréttur Birgir Guðjónsson læknir, MACP, FRCP, AGAF þokkalega menntun og reynslu á afmörkuðu sviði en vel ættaður og pólitískt tengdur. Héraðsdómslög- maðurinn fengi stöðuna, ábendingu um að þetta passaði ekki við skilyrði í auglýsingu væri ekki tekið mark á. Þrír aðrir umsækjendur hefðu fengið sína sérmenntun í sama landi og námskerfi. Aðeins einn þeirra hafði starfað á háskólastofnun samfellt í um 6 ár lengst Íslendinga, þar af nokkur ár sem kennari, tekið nokkur sérfræðipróf, unnið rann- sóknastörf sem dómnefnd taldi einskis virði en væri síðar vitnað til í kennslubókum og fræðiritum greinarinnar. Honum væri samt skipað neðstum sem vanhæfum enda hættulegasti keppinauturinn. Starfsreglur viðkomandi dómnefnd- ar væru nánast þýddar úr sænsku en áfrýjunarrétti sleppt. Dómnefndarálita er vitnað til við síðari umsóknir. Augljóst væri að slíkur dómur væri dauðadómur fyrir frekari ábyrgðarstöðum í við- komandi starfskerfi. Málsókn væri reynd en hvorki héraðsdómari né Hæstiréttur sæju nokkuð athuga- vert við þetta og blessuðu þar með til frambúðar yfir skáldskap og níð í verðleikamati. Umsækjanda væri sagt upp störfum meðan hann í leyfi kenndi við einn virtasta skóla í við- komandi starfsgrein og fengi aldrei stöðu aftur í viðkomandi fræðslu- og starfskerfi. Eftir frekari frama erlendis, þ. á m. kennslu og fyrirlestra við virta háskóla og á sérfræðingaþingum, ritstjórnargreinar og bókarkafla allt byggt á upphaflegu framlögðum verðleikum væri endurupptaka reynd m.t.t. röðunar en algjörlega hafnað. Viðkomandi gæti þó glatt sig við hafa komið ungum kollegum að til náms við virtan háskóla og sæi íslenska nemendur sinna fyrri erlendu nemenda snúa heim. Slík mál ekki einsdæmi Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttis- lögum en ekki fengið mat endur- skoðað. Eitthvert grófasta málið var þegar umsækjandi með 100 sinnum fleiri vísindatilvitnanir en sá útvaldi var dæmdur óhæfur og vonlaust var að hnekkja álitinu jafnvel í viðkomandi háskóladeild. Slík mál eru sennilega skýringin á vantrú almennings á stjórnvöldum og því að á ákveðnu tímabili höfðu 4 af 7 fremstu vísindamönnum samkvæmt tilvitnanatíðni sótt um stöðu við Háskóla Íslands en þremur þeirra var hafnað. Allir þrír náðu síðan miklum frama við erlenda háskóla sem vísindamenn á alþjóðavettvangi. Ég hef fulla samúð með hinum forsmáðu særðu hæstaréttarlög- mönnum og mér finnst sjálfsagt að þeir fái endurskoðun á verð- leikamati þeirra með skipun sinna manna í dómnefnd. Það væri í fullu samræmi við ættar- og kunnings- skapskerfið í mannavali. Alvöru verðleikar skipta ekki máli. Slík mál eru ekki einsdæmi. Nokkrir hafa reynt málsókn og unnið mál gagnvart dómnefndum vegna meiðyrða og brota á jafnréttislögum en ekki fengið mat endurskoðað. Refsistefnan í ávana- og fíkni-efnamálum hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Allt of langt er t.d. gengið með því að dæma burðardýr í smyglmálum, oft fár- veika fíkla, í fangelsi um langt árabil. Það skilar engum árangri að dæma af fólki langt æviskeið í refsingarskyni fyrir þess háttar brot. Við eigum að leggja megináherslu á meðferð og forvarnir. Hjálpa fólki á fætur í stað þess að halda utangarðs í samfé- laginu með óhóflega þungum refsi- dómum. Að baki frumvarps um lækkun refsirammans í fíkniefnabrotum, og lagt var fram á Alþingi í vikunni, ligg- ur það mat okkar flutningsmanna að refsistefnan í fíkniefnamálum hafi gengið of langt. Refsiramminn nýtt- ur í óhófi og allt of langt sé gengið í refsingum án þess að merkjanlegur árangur náist nema síður sé. Mannúð og mildi eiga að ráða för þegar kemur að úrræðum í vímuefnamálum. Lækkun refsiramma í fíkniefnabrotum Mikilvægt er að endurmeta frá grunni stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum, bæði löglegum og ólöglegum. Innlegg í þá umræðu er frumvarp sem við flytjum nokkrir þingmenn þar sem lagt er til að refsiramminn í ávana- og fíkniefnamálum verði lækkaður. Auk mín flytja málið þau Brynjar Níelsson, Heiða Kristín Helga- dóttir, Róbert Marshall og Helgi Hrafn Gunnlaugsson. Í frumvarpinu leggjum við til að refsimörk 173. gr. almennra hegningarlaga verði lækkuð úr allt að 12 árum í 10 ár. Þá er og lagt til að refsimörk 264. gr. sömu laga verði til samræmis einnig lækkuð úr allt að 12 árum í allt að 8 ár. Neysla löglegra og ólöglegra fíkniefna hefur aukist jafnt og þétt um áratugaskeið, samkvæmt tölum meðferðarstofnana, lögreglu, neyslukannana og annarra rann- sókna. Reynslan af hertum viður- lögum og þyngri dómum í fíkniefna- málum hefur ekki dregið úr neyslu eða fjölda brota. Á sama tíma hefur neysla ólöglegra vímuefna minnkað hjá þeim þjóðum sem fylgja frjáls- lyndari stefnu í fíkniefnamálum, en ekki þeirri hörðu refsistefnu sem hér er fylgt, ekki síst eftir að refsiramm- inn í ávana- og fíkniefnamálum var hækkaður úr 10 árum í 12 árið 2001. Við sem flytjum frumvarpið teljum mikilvægt að horfa til þess hvaða árangur er að nást með þungum refsingum við fíkniefnabrotum. Ekki er gert lítið úr alvarleika þeirrar glæpastarfsemi sem ólöglegur fíkni- efnainnflutningur er, hins vegar eru mörg dæmi um að burðardýr, sem oft á tíðum er ungt fólk sem á við mikinn fíknivanda að stríða sé dæmt til þungrar refsingar. Þeir sem standa raunverulega að baki smyglinu, og græða mest, nást ekki og hringekjan heldur áfram. Öflug meðferðarúrræði hafa sýnt sig vera vænlegri leið til að vinna gegn eymd og ömurlegum ástæðum fíkniefnaneytenda, ekki síður þving- uð meðferð sem hluti af dómaúrræði. Öflugar forvarnir, hóflegir refsi- dómar og fyrirtaks meðferðarú- ræði eiga að koma í stað refsistefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefnamálum. Samhliða lækkun refsirammans í ávana- og fíkniefna- málum er mikilvægt að ráðast í heildar endurskoðun á stefnu stjórn- valda í fíkniefna- og forvarnarmálum. Mannúð og meðferð í stað róttækrar refsistefnu Öflugar for- varnir, hóflegir refsidómar og fyrirtaks meðferðarúræði eiga að koma í stað refsi- stefnu sem inntak og kjarni nýrra úrræða í fíkniefna- málum. Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður Samfylkingarinnar Dagana 25.–29. október kemur Norðurlandaráð saman í Hörpu, þar sem 87 þingmenn, fulltrúar allra þjóðþinga Norður- landanna ræða og taka ákvarðanir um mikilvægustu verkefni norrænnar sam- vinnu á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta, að nor- ræn samvinna hefur skapað Norður- landabúum gríðarleg aukin lífsgæði á liðnum áratugum, bæði menningar- leg, efnahagsleg og samfélagsleg, enda hefur stuðningur almennings við nor- ræna samvinnu sjaldan verið meiri en einmitt nú. Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði telja mikilvægt að stórefla þetta samstarf, ekki síst í ljósi þeirrar hröðu alþjóða- væðingar sem samfélög okkar ganga nú í gegnum með öllum þeim nýju mögu- leikum sem sú þróun býður nú upp á. Vel menntuð, tæknivædd og samfélags- lega rík samfélög Norðurlandanna eiga þar gríðarlega möguleika og hafa mikið fram að færa, ekki síst ef þeim tekst að vinna saman sem öflug heild. Sú staðreynd blasir enda við, að þrátt fyrir smæð landanna hvers fyrir sig, þá eru Norðurlöndin sameinuð meðal 10 öflugustu efnahagssvæða heims, atvinnuþátttaka, jöfnuður, jafnrétti, umhverfisvitund og félagslegt réttlæti með því mesta sem gerist í heiminum og vegna hins nána samstarfs og sam- eiginlegrar sögu og menningararfleifð- ar liggja viðhorf okkar og hagsmunir oftar en ekki saman. Vilja nýta einstaka stöðu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja nýta þessa einstöku stöðu enn betur en gert er í dag og sækja fram. Á þinginu í Hörpu munum við m.a. ræða hugmyndir jafnaðar- manna um aukið norrænt samstarf í umhverfismálum, markaðssetn- ingu Norðurlandanna sem áfanga- staðar ferðamanna, sameiginlega sókn menningar- og atvinnulífs á erlenda markaði og aukið samstarf í öryggis- og utanríkismálum. Við leggjum þar einnig fram tillögur okkar um aukið norrænt samstarf í baráttunni gegn heimilisofbeldi, of- beldi gegn börnum og einelti hvers konar sem og tillögur um velferð aldraðra, varnir gegn félagslegum undirboðum á vinnumarkaði og aukið öryggi í flugsamgöngum og vernd persónuupplýsinga á netinu, svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir hátíðarræður ráða- manna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtals- vert á liðnum árum. Þessari þróun vilja jafnaðarmenn í Norðurlanda- ráði snúa við, og á þingi Norður- landaráðs í Hörpu munum við kalla eftir skýrum svörum forsætis- ráðherranna í þessum efnum. Vilja þeir stórefla framlög til norræns samstarfs, líkt og jafnaðarmenn og sækja fram á alþjóðavettvangi undir merkjum sameinaðra Norðurlanda, eða vilja þeir halda áfram að draga saman seglin? Svörin fáum við von- andi á því spennandi þingi Norður- landaráðs sem fram undan er í Hörpu. Meira norrænt samstarf! Þrátt fyrir hátíðarræður ráðamanna um mikilvægi norrænnar samvinnu, hafa fjárframlög þeirra til samstarfsins verið minnkuð umtalsvert á liðnum árum. Henrik Dam Kristensen, þingmaður Danmörku Maarit Feldt-Ranta, þingmaður Finnlandi Marit Nybakk, þingmaður Noregi Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Íslandi stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r32 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.