Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 42
Það var á blautum vor-degi í apríl sem Kristján Hjálmarsson, viðskipta- og almannatengslastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum, sá í fyrsta sinn mann draga ryksuguna sína niður Bergþórugötu í Reykja- vík. Þetta þótti honum frekar sérkennileg sjón svo hann tók mynd á símann sinn og setti inn á Facebook-vegg sinn með stöðu- uppfærslunni „Í 101 fer fólk út að ganga með ryksugurnar sínar“. Kristjáni fannst þetta skemmti- leg upplifun en átti ekki sérstak- lega von á að sjá fleiri slíka menn á vappi um miðborgina. Því varð undrun hans ekki minni daginn eftir þegar hann sá annan mann koma gangandi niður Banka- stræti dragandi á eftir sér ryk- sugu eins og hann væri úti að viðra hundinn sinn. „Þá gerði ég mér grein fyrir því að hér væri eitthvað nýtt og spennandi að gerast, jafnvel ný tíska á ferð sem ég þyrfti að skoða betur.“ Þykist vera að vinna Eftir stutt spjall við tónlistar- manninn Stafrænan-Hákon varð til myllumerkið #lattesug- an101 og merkti Kristján allar ryksugumyndir sínar þannig á Facebook. „Myllumerkið vísar til þess að lattélepjandi hippsterar í hundrað og einum eru svo töff að þeir fara frekar út að viðra ryksugurnar sínar en hundana. Það hafa bæst við nokkrar svona myndir í sumar og haust og mér finnst þetta alltaf jafn skemmti- legt enda fátt furðulegra en að sjá fólk viðra ryksugurnar sínar.“ Flestar eru myndirnar tekn- ar út um gluggann á fundarher- berginu hjá H:N Markaðssam- skiptum en herbergið er að hans sögn á besta stað í Reykjavík. „Út um gluggana er hægt að horfa upp Skólavörðustíg og Lauga- veg, beint niður á Ingólfsstræti og niður Bankastrætið svo það er fátt sem fer fram hjá mér, sér- staklega í ljósi þess að ég er frek- ar forvitinn maður. Reyndar fer ég oft inn í fundarherbergi til að þykjast vera að vinna en er í raun bara að horfa út um gluggann í von um að ná mynd af lattésugu.“ Skellti á mömmu sína Kristján segist því miður hafa misst af nokkrum lattésugum sem hafa verið úti að viðra ryk- sugurnar sínar og gráti hann það sárt. „Stundum er ég bara of seinn að ná í símann eða einfaldlega upptekinn við eitt- hvað annað í vinnunni. Einu sinni þurfti ég samt að skella á mömmu mína til að ná góðri mynd. Ég held hún sé ekki enn búin að taka útskýringu mína trúanlega. „Mynd af hverju?“ hváði hún.“ Að sama skapi er eiginkonu Kristjáns lítið skemmt yfir þess- um uppátækjum eiginmanns- ins. „Það spilar sennilega inn í að ég hef gert mér það að leik að taka myndir af henni sofandi og á orðið dágott safn. Þetta eru frá- bærar myndir þó ég segi sjálfur frá, teknar í flugvél, rútu, í sóf- anum yfir sjónvarpinu og hvað eina. Ég stefni meira að segja á að halda sýningu með þeim myndum innan skamms. Það yrði meira að segja samsýning því þannig háttar til að góðvin- ur minn hefur líka tekið myndir af konunni sinni sofandi og mér skilst að það séu stórkostlegar myndir. Það stefnir því í hörku sýningu.“ Hann segir ólíklegt að latté- sugurnar viti af myndatökum hans. „Ég verð því að biðja þær fyrirfram afsökunar á mynd- birtingunum. Myndirnar eru oftast illa teknar og með lé- legum instagramfilter. En það skiptir ekki öllu, aðalmálið er ryksugan sjálf. Ég mun halda þessu áfram í haust en á nú frek- ar von á að þeim fækki þegar vetur skellur á með tilheyrandi snjó og kulda.“ Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Jónína María Hafsteinsdóttir, jonamariax@365.is s. 512-5445 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Kristján segist því miður hafa misst af nokkrum lattésugum sem hafa verið úti að viðra ryksugurnar sínar og gráti hann það sárt. MYND/STEFÁN ,,Reyndar fer ég oft inn í fundarherbergi til að þykjast vera að vinna en er í raun bara að horfa út um gluggann í von um að ná mynd af lattésugu,” segir Kristján Hjálmarsson, við- skipta- og almannatengslastjóri hjá H:N Markaðssamskiptum og áhugamaður um nýja strauma í samfélaginu. MYND/STEFÁN Ný tíska skekur miðbæinn Eru lattélepjandi hippsterar í hundrað og einum svo töff að þeir fara frekar út að viðra ryksugurnar sínar en hundana? Eftir smá rannsóknarvinnu undanfarna mánuði, myndatökur og frekari pælingar hallast Kristján Hjálmarsson að þeirri skoðun. Fyrsta ryksugumyndin var tekin á Bergþórugötu á drungalegum rigningardegi í apríl fyrr á árinu. MYND/ÚR EINASAFNI Fáir sleppa undan haukfránum augum Kristjáns. MYND/ÚR EINKASAFNI Hippster viðrar ryksuguna sína á fallegum sumardegi. MYND/ÚR EINASAFNI Einu sinni þurfti ég að skella á mömmu til að ná góðri mynd. Ryksugur 22. oKtóBeR 2015 FIMMtUDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.