Fréttablaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 22
„Það er ekki bara sá sem verður eftir
við skilnað sem syrgir, heldur einn-
ig sá sem fer. Ég hef verið prestur í
yfir 25 ár og hef mjög oft orðið vör
við þetta í starfi mínu. Fólk syrgir
brostinn draum,“ segir Guðný Hall-
grímsdóttir, prestur fatlaðra og höf-
undur bókarinnar Skilnaður – en
hvað svo?
Sjálf skildi Guðný fyrir 15 árum
eftir 18 ára sambúð. „Ég hef reynt
þetta á eigin skinni og í starfi mínu
í sálgæslu. Í meistaranámi mínu
ákvað ég þess vegna að bera saman
sorgarferli kvenna sem misstu maka
við andlát og kvenna sem misstu
maka við skilnað. Ég kannaði þetta
hjá konum en það má alveg heim-
færa þetta á karlana. Niðurstöðurn-
ar urðu eins og ég bjóst við. Sorgar-
ferlið var í algjörum samhljóm.
Konurnar notuðu sömu orðin yfir
vanlíðan sína og líkamleg einkenni
voru sams konar. Viðbrögð sam-
félagsins voru hins vegar gjörólík.“
Guðný bendir á að samfélagið
viðurkenni sorg vegna dauða en átti
sig ekki á sorg sem fylgir skilnaði.
„Það sagði mér kona að sér hefði
fundist sem allir þeir sem fylltu
kirkjuna við útför mannsins hennar
hefðu borið sorgina með henni. Við
konu sem var að skilja var sagt að
hún ætti að vera fegin að vera laus
við karlinn.“
Viðurkenna þarf sorgina
Markmiðið með ritun bókarinnar
segir Guðný vera að koma til móts
við þau sem gengið hafa í gegnum
skilnað og viðurkenna sorg þeirra.
„Það þarf að hjálpa þeim til að
komast í gegnum þennan djúpa
dal. Bókin er líka fyrir okkur hin
sem þekkjum einhvern sem hefur
skilið. Ég held að það sé ekki til sú
fjölskylda í landinu sem hefur ekki
upplifað skilnað einhvers ættingja
eða vinar.“
Skilnaður þarf auðvitað ekki að
vera það versta sem kemur fyrir,
að mati Guðnýjar. „Við lærum af
honum og vonandi verðum við
betri manneskjur fyrir bragðið. En
ég held að það vanti svolítið seiglu
í nútímamanninn. Við gleymum
því að réttindi og skyldur haldast
Nauðsynlegt að vera meðvituð
um sorg þeirra sem skilja
Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók til að styðja þá sem skilja í átt til betra lífs. Skilnaður þarf
ekki að vera það versta sem kemur fyrir fólk. Fólk þarf að vanda sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja.
Það sagði mér kona
að sér hefði fundist
sem allir þeir sem fylltu
kirkjuna við útför mannsins
hennar hefðu borið sorgina
með henni. Við konu sem
var að skilja var sagt að hún
ætti að vera fegin að vera laus
við karlinn.
Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup Opið: Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-16
VIÐ ERUM Í HLÍÐASMÁRA 1
Rúm og dýnur
í miklu úrvali
20% af öllum Bugatti gjafavörum
LAGERHREINSUN
70% AFSLÁTTURALLT AÐ
Heilsurúm, heilsudýnur, sófaborð, hliðarborð, hvíldarstólar,
hvíldarsófar, tungusófar, stakir sófar og stólar, dúnsængur,
vatnskoddar, skammel (opnanleg með geymslu), kollar,
heilsukoddar, sjónvarpsskenkar, rúmgaflar, náttborð
og margt fleira.
Tíu mínútna æfingakerfi þrisvar
í viku bætti heilsu bæði barna og
foreldra á sjö vikna tímabili. Kerfið
var þróað við Háskólann í Kaup-
mannahöfn og hefur verið prófað í
yfir 60 skólum í Danmörku, að því
er danska ríkisútvarpið greinir frá.
Samkvæmt kerfinu á að ganga eða
skokka í 15 sekúndur, hlaupa í 10
sekúndur og hlaupa spretthlaup í 5
sekúndur. Endurtaka á þetta nokkr-
um sinnum en samtals á æfingin að
taka 10 mínútur.
Markmiðið með æfingakerfinu
var að virkja börn sem almennt eru
ekki hrifin af hlaupum. Árangurinn
var góður. Börnin urðu duglegri að
hlaupa, beinin styrktust og vöðva-
massinn jókst. Vöðvamassi foreldr-
anna jókst einnig, fituprósentan
í líkama þeirra minnkaði og þol
þeirra batnaði.
Hluti æfingakerfisins hjá börnun-
um var að kynna það fyrir foreldr-
unum og draga þá upp úr sófanum
og út að hlaupa.
Haft er eftir prófessornum Jens
Bangsbo að jákvæð hliðaráhrif
æfingakerfisins hafi verið bætt sam-
skipti barna og foreldra. – ibs
Æfingar
sem styrkja
bæði börn
og foreldra
Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra, segir samfélagið viðurkenna sorg vegna andláts maka en ekki átta sig á sorg sem fylgir
skilnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
í hendur. Það er ekki við mann-
eskjuna sjálfa að sakast, heldur
umhverfið. Menn skipta út bíl og
sófa og svo líka maka.“
Bitnar á þeim sem síst skyldi
Presturinn kveðst hafa áhyggjur
af tíðum skilnuðum á Íslandi. „Við
megum auðvitað ekki gera lítið úr
vanlíðan í hjónabandi en það er
spurning hvort ekki sé hægt að gera
eitthvað í málunum áður en allt er
orðið brotið. Svo óska ég þess að
fólk vandaði sig betur þegar það
hefur ákveðið að skilja. Tilfinn-
ingarnar eru oft svo rosalega miklar
að það er ekki pláss fyrir skynsemi.
Oftast bitnar það á þeim sem síst
skyldi. Ég vildi að það væri til sér-
stök kveðjuathöfn fyrir þá sem
skilja. Að fólk kveðjist fallega þegar
það tekur niður hringana, þakki
fyrir það sem það átti og biðji fyrir
því sem fram undan er.“
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
ibs@frettabladid.is
Tíu mínútna kerfið
ganga 15 sekúndur
hlaup 10 sekúndur
spretthlaup 5 sekúndur
Börn og fullorðnir í Latabæjarhlaupi.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
fjölskyldan
2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t u D a g u r22 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð