Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 52

Fréttablaðið - 22.10.2015, Page 52
Fólk| tíska Þrjár tilnefndar flottar fyrirsætur Nýlega var tilkynnt um tilnefningar til bresku tísku- verðlaunanna. Einn af fjölmörgum flokkum sem keppt er í er besta breska fyrirsætan. Þar eru þrjár tilnefndar, þær Jourdan Dunn, Georgia May Jagger og Malaika Firth. Jourdan Sherise Dunn (fædd 1990) var uppgötvuð í Primark sextán ára gömul. Hún steig sín fyrstu spor á alþjóðlegum tískupöllum snemma ársins 2007. Ári síðar varð hún fyrsta svarta fyrirsætan í yfir áratug til að sýna fyrir Prada. Árið 2014 gerði hún samning um að verða nýtt andlit Maybelline í New York. Sama ár komst hún á lista Forbes yfir launahæstu fyrirsæturnar en talið er að hún hafi þénað um fjórar milljónir dollara á einu ári. Hún er fyrsta breska fyrirsætan sem kemst á listann. Georgia May Ayeesha Jagger (fædd 1992) er yngri dóttir Rolling Stones- goðsagnarinnar Micks Jagger og ofurfyrir- sætunnar Jerry Hall. Jagger komst fyrst á samning sextán ára og hef- ur átt farsælan feril. Hún hefur meðal annars unnið fyrir Chanel, H&M, Miu Miu, Versace og Vivienne Westwood. Í október 2014 kom Jagger fram í alþjóðlegri aug- lýsingaherferð þýska skart- gripafyrirtækisins Thomas Sabo. Um var að ræða myndband sem unnið var af hinum fræga tísku- og rokkljósmyndara Ellen von Unwerth. Jagger tók þátt í lokaathöfn Ólympíuleikanna árið 2012 í London ásamt þeim Kate Moss, Naomi Campbell og Lily Donald- son en þær voru fulltrúar breska tískuiðnaðarins. Malaika Firth fæddist í Mom- basa í Kenýu árið 1994 en flutti til London sjö ára gömul. Móðir Firth hvatti dóttur sína til að prófa fyrir- sætustarfið eftir að hún sá þáttinn „The Model Agency“, heimildar- mynd um fyrirsætuskrifstofuna Premier Model. Mamman pant- aði tíma hjá skrifstofunni og Firth komst á samning um leið. Hún fór fljótlega að koma fram á alþjóðlegum sýningum. Hún hlaut mikla athygli þegar hún kom fram á herratískusýningu Prada og sat fyrir í auglýsingaher- ferð Prada ásamt Christy Turling- ton, Catherine McNeil, Cameron Russell, Freja Beha Erichsen, Fei Fei Sun og Rachel Williams. Með þessu varð hún fyrsta svarta fyrir- sætan til að sitja fyrir í auglýsinga- herferð Prada í nítján ár. jourdan dunn Malaika firth GeorGia May jaGGer Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.