Morgunblaðið - 14.09.2019, Page 8

Morgunblaðið - 14.09.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Frönsk stjórnvöld hafa lagt háarsektir og rukkað Google að auki um skatta sem fyrirtækið van- greiddi í landinu. Samtals greiðir Google nú jafnvirði um 130 milljarða króna til franska ríkisins af þessum sökum.    Þetta er niðurstaða deilu sem stað-ið hefur frá árinu 2015 og er einn angi þeirrar óánægju sem víða ríkir um að samfélagsmiðlar, leit- arvélar og álíka fyrirbæri lúti ekki sömu lögum og lögmálum og önnur fyrirtæki.    Fjölmiðlar hafa orðið illa úti ísamkeppninni við þessi fyr- irbæri, þar sem þau nýta sér mjög efni sem þeir framleiða og fénýta það með því að birta auglýsingar í kringum það, en greiða ekki skatta til þeirra ríkja þar sem fjölmiðlarnir starfa með sama hætti og þeir verða að gera.    Franska sektin er ekki sú einasem Google hefur þurft að greiða; fyrir fáeinum árum greiddi fyrirtækið jafnvirði 20 milljarða króna til Bretlands og jafnvirði 42 milljarða króna til Ítalíu vegna svip- aðra brota.    Þessar svimandi fjárhæðir gefanokkra mynd af þeim áhrifum sem samfélagsmiðlar og leitarvélar hafa á starfsemi annarra í þeim lönd- um þar sem vefsíður þeirra birtast.    Full ástæða er til að jafnræði ríkiá milli þessara alþjóðlegu risa og keppinauta þeirra í einstökum löndum og brýnt að stjórnvöld í hverju landi geri allt sem unnt er til að tryggja að svo sé. Google aftur gripið fyrir skattsvik STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosið verður í embætti ritara Sjálf- stæðisflokksins á flokksráðsfundi sem fram fer í Reykjavík í dag. Ás- laug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs í Garðabæ, og Jón Gunn- arsson alþingismaður hafa lýsti því yfir opinberlega að þau sækist eftir kjöri í embættið. Kosningin fer fram vegna þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem gegnt hefur embættinu, var skipuð dómsmálaráðherra og skipulags- reglur flokksins heimila ekki að ráð- herra sé jafnframt ritari enda ber ritari Sjálfstæðisflokksins sérstaka ábyrgð gagnvart innra starfi flokks- ins þegar formaður og varaformaður eru ráðherrar. Þótt Áslaug og Jón séu ein opin- berlega í framboði er allt flokks- bundið sjálfstæðisfólk í raun í kjöri. Þeir sem bjóða sig fram fá tíma til að kynna sig á fundinum klukkan 11.45. Kjörið fer fram upp úr klukkan þrjú og búist er við að úrslit verði tilkynnt um eða upp úr klukkan fjögur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur flokks- ráðs- og formannafundinn með ræðu klukkan 11 en fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Streymt verður frá ræðu hans, Þórdísar Kol- brúnar R. Gylfadóttur varaformanns og Ásdísar Örnu fráfarandi ritara. Áslaug Hulda og Jón í ritarakjöri  Formanna- og flokksstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í dag Morgunblaðið/Ómar Formaður Bjarni Benediktsson ávarpar flokksráðsfund. Fjólujússa, sem er af ætt ætisveppa, fannst í garði á Akureyri í sumar. Finnandinn var sveppafræðingurinn Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir og að sögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur tegundin ekki sést hér á landi í yfir 50 ár. „Þetta er vinsæl tegund sem við vonum að fari að breiðast út á Íslandi. Það að hún skuli finnast núna aftur dregur fram hið hlýja veður sem við höfum verið að upplifa núna í sumar,“ sagði Bjarni. Hann sagði sveppatíðina hvergi nærri búna þótt jarðvegurinn frjósi örlítið, áfram verði hægt að tína sveppi fram í miðjan október. Flestar sveppategundir hætta að koma upp þegar jarðvegurinn frýs. Nú á síðustu dögum hafa vallhnúfa og gulbroddi komið upp, sem eru að sögn Bjarna með bestu tegundum ætisveppa. Gott fyrir norðan, lélegt syðra Sveppatímabilið var lélegt fyrir sunnan en gott fyrir norðan, segir Bjarni. „Þetta hefur verið mjög gott sveppaár á Norður- og Austurlandi en hér fyrir sunnan og vestan, þar sem við höfum haft þurrt og bjart sumar með lítilli úrkomu, hefur jarð- vegurinn ekki náð að blotna mjög mikið þar til nú í síðustu viku,“ sagði hann. Þó rigndi í lok júlí sem gerði það að verkum að sveppir komu skyndilega upp í lok júlí. Þá varð mjög góð sveppatíð fyrir sunnan fyrir verslunarmannahelgi en eftir það tók við þurrkur. „Til að fá gott sveppaár þarf að vera góð gróðurtíð, þá fá þeir nóg af sykri og næringarefnum frá plöntum en síðan þarf að vera raki í jarðveg- inum. Það er oft þannig að árið á und- an hefur áhrif á sveppatíðina,“ sagði Bjarni og spáði því góðri sveppatíð næsta sumar í ljósi hlýviðrisins sem landsmenn fengu að njóta nú í sumar. Fjólujússa hafði ekki sést hér í 50 ár  Ætissveppurinn fannst á Akureyri Ljósmynd/Wikipedia Fjólujússa Matsveppurinn vinsæli er að ryðja sér til rúms hér á landi. SKECHERS ENVY DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR 13.995

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.