Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
4. herbergja sérhæðir með stórri verönd, með eða án bílskúrs.
Vandaðar fullbúnar eignir, sem skilast með gólfefnum og tækjum.
Eignirnar eru staðsettar í hjarta Dalshverfis.
Íbúðir 109,5 m2 og bílskúr 30 m2
Leirdalur 15-21, 260 Reykjanesbær
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Hörðuvallaskóli í Kópavogivann yfirburðasigur íeldri aldursflokki áNorðurlandamóti grunn-
skólaveita sem fram fór í Stokkhólmi
um síðustu helgi. Sveitin hlaut 19
vinninga af 20 mögulegum og vann
með miklum yfirburðum. Í 2. sæti
kom sænski Engelbrektsskolan með
14 vinninga og í 3. sæti kom danskur
skóli. Þetta er hæsta vinningshlutfall
sem nokkur skáksveit hefur fengið í
sögu NM grunnskóla.
Vignir Vatnar og Sverrir unnu all-
ar skákir sínar en Stephan og Arnar
Milutin hlutu 4½ vinning af 5 mögu-
legum. Hörðuvallaskóli var einnig
með sveit í yngra flokki Norður-
landamótsins og varð í þriðja sæti,
sem gaf bronsverðlaun.
Haustmót TR hafið
Teflt er í þrem átta manna riðlum
og opnum flokki á Haustmóti Tafl-
félags Reykjavíkur sem hófst á
sunnudaginn. Teflt er þrisvar í viku
og lýkur keppni því fyrir Íslandsmót
skákfélaga. þegar tefldar höfðu ver-
ið tvær umferðir voru línur aðeins
farnar að skýrast en í A-flokki höfðu
Hjörvar Steinn Grétarsson og Guð-
mundur Kjartansson unnið báðar
skákir sínar, Símon Þórhallsson og
Guðni Stefán Pétursson höfðu gert
það sama í B-flokki og einnig Pétur
Pálmi Harðarson og Frakkinn Aasef
Alashtar í C-flokki. Meira um mótið í
næsta pistli.
Heimsbikarmótið
í Khanty Mansiysk
128 skákmenn hófu keppni sl.
þriðjudag í heimsbikarmóti FIDE
sem fram fer í Khanty Mansiysk í
Síberíu. Þeir tveir sem að lokum
munu tefla um efsta sætið fá þátt-
tökurétt í áskorendamótinu sem
verður haldið á næsta ári en sigur-
vegarinn þar öðlast réttinn til að
skora á heimsmeistarann. Keppn-
isfyrirkomulagið í Khanty er með
hefðbundnu sniði, útsláttarkeppni
sjö umferðir alls. Í hverri umferð
nema þeirri síðustu er byrjað á
tveim kappskákum og ef ekki fást
úrslit er gripið til skáka með styttri
umhugsunartíma. Í lokaumferðinni
verða hins vegar tefldar fjórar kapp-
skákir. Talsvert var um óvænt úrslit
í 1. umferð en meðal þeirra sem féllu
úr keppni voru öflugir stórmeistarar
á borð við Pólverjann Radoslaw
Wojtaszek sem tapaði 0:2 fyrir
Norðmanninum Johan Sebastian-
Christiansen. Tékkinn David Nav-
ara tefldi við Rússann Daniil Yuffa
og tapaði ½:1½.
Einn þeirra sem hafa byrjað vel er
margfaldur skákmeistari Rússlands,
Peter Svidler. Honum hefur oft
gengið vel á þessum vettvangi og
átti ekki í miklum erfiðleikum með
Kúbumanninn Albornoz í seinni
skák þeirra:
Peter Svidler – Cabrera Albor-
noz
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4.
O-O Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Bf1
Bg4 8. d4 Bxf3
Þekkt er framhaldið 8. ... cxd4 9.
cxd4 d5 10. e5 Rg8 og nú 11. e6!?
Bxe6 12. Hxe6 fxe6 13. Rc3 eða 13.
Db3 og hvítur hefur dágóðar bætur
fyrir skiptamun.
9. gxf3 cxd4 10. cxd4 d5 11. e5
Rh5 12. e6 g6 13. Rc3 f5?!
Vafasöm ákvörðun að skilja peðið
eftir á e6. Skynsamlegra var að leika
13. ... Rg7.
14. Db3! Rxd4 15. Dxb7 Hb8?
Hann varð að finna skjól fyrir
kónginn og leika 15. ... Bg7.
16. Dxa6 Rxf3+ 17. Kh1 Dc7 18.
Da4+ Kd8
Kóngurinn er ekki á sérlega
öruggu svæði þarna en svartur hót-
ar þó máti. En nú gerir Svidler út
um taflið.
19. Bf4! Rxf4 20. Rb5 Db6 21.
Rd4!
- og svartur er varnarlaus og gafst
upp. Framhaldið gæti orðið 21. ...
Hb7 22. Rc6+ Kc7 23. Dxf4+ o.s.frv.
Hörðuvallaskóli setti
met á Norðurlanda-
móti grunnskóla
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kjartan Briem
Sigursveit Hörðuvallaskóla F.v. Stephan Briem, Arnar Milutin, Vignir
Vatnar Stefánsson, Sverrir Hákonarson og Gunnar Finnsson liðsstjóri.
Samúel Jónsson fæddist 15.
september 1884 á bænum
Horni í Arnarfirði. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Þor-
steinsson og Guðríður Guð-
mundsdóttir. Samúel missti
föður sinn þegar hann var fjög-
urra ára gamall og flutti þá
með móður sinni á Barða-
strönd.
Samúel og Salóme Samúels-
dóttir hófu búskap saman á
jörðinni Krossdal í Tálknafirði,
bjuggu þar frá 1927-1947. Þau
hjónin eignuðust saman þrjú
börn, sem öll létust á unga
aldri.
Árið 1947 fluttu þau hjónin í
Selárdal og fljótlega eftir það
lést Salóme. Samúel bjó í Sel-
árdal í um 22 ára skeið, lengst-
um einn síns liðs. Þar byggði
hann íbúðarhús, kirkju og lista-
safn.
Samúel málaði fjölmörg olíu-
málverk og landslagsmyndir
sem hann rammaði inn sjálfur.
Hann gerði sér högglistagarð,
skar út í tré og gerði einnig lík-
ön, m.a. af Péturskirkjunni í
Róm og af indversku musteri.
Til annarra landa hafði hann
aldrei komið en studdist við
myndir úr bókum og póstkort
við listsköpun sína.
Í Selárdal er verið að vinna
mikið endurreisnarstarf á
verkum og híbýlum Samúels.
Samúel lést 5. janúar 1969.
Merkir Íslendingar
Samúel
Jónsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Sjaldan eða aldrei hef-
ur sést annar eins
vandræðagangur og sá
sem fylgdi varaforseta
Bandaríkjanna í Ís-
landsheimsókn hans.
Þar átti bæði varafor-
setinn í hlut og íslensk-
ir ráðamenn, einkum
utanríkisráðherrann.
Sá varð margsaga um
tilgang heimsókn-
arinnar, efnahagsmál yrðu rædd svo
og varnarmál eins og ævinlega. Sauð-
svartur almúginn horfði á þetta og
hlustaði og varð lítils vísari. Taldi að
þarna væru að vanda á ferðinni sjón-
hverfingar og blekkingaleikur
Bandaríkjamanna og utanrík-
isráðherra okkar tæki þátt í leikritinu
og reyndi að koma með réttar rep-
likkur á réttum stöðum. Vafðist þó
tunga um tönn þegar Pence lýsti því
yfir að Íslendingar hefðu slegið af til-
boð Kínverja um þátttöku þeirra
fyrrnefndu í fyrirbærinu Belti og brú.
Svolítið ónákvæmt hjá Pence, sagði
utanríkisráðherrann vandræðalegur,
en gat samt ekki leynt aðdáun sinni á
varaforsetanum. Tilboðið væri enn til
umfjöllunar hjá Íslendingum, en
hvort Guðlaugur Þór Þórðarson hafði
sagt Pence að aldrei yrði af þessu
skal ósagt látið og Pence viljað líta á
það sem gerðan hlut.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði í
eftirminnilegu Kastljósi Sjónvarpsins
mánudaginn 9. september að ráða-
menn í Bandaríkjunum hefðu fyrst
gripið til þess að hringja í þjóðarör-
yggisráðið og Pentagon þegar rann
upp fyrir þeim að þeir væru orðnir
eitthvað utanveltu á norðurslóðum.
Sem sagt gripið fyrst til byssunnar. Í
sömu svifum vildi Trump Banda-
ríkjaforseti kaupa Grænland án þess
þó að hafa lesið fræði Jóns Dúasonar
sem hélt því fram að Íslendingar
ættu tilkall til Grænlands og væru því
á undan í röðinni. Með þessu gerði
forsetinn sig að enn frekara viðundri
en orðið var.
Líklegt er að koma skæðustu
sprengjuflugvélar sögunnar, B-1, til
Keflavíkur hafi verið einhver liður og
undirbúningur fyrir forsetaheim-
sóknina. Vélin getur borið átta kjarn-
orkusprengjur og er hvorki sýnileg
ratsjám né gervitunglum. En ráðlegt
að sýna með þessu mátt
sinn og megin og hversu
Bandaríkjamenn meta
mikils vináttuna við Ís-
lendinga að senda hing-
að þessa rándýru flug-
vél. Þeir gleymdu að
vísu að skipa sendiherra
á Íslandi í tvö ár.
Augljóst er að miklar
breytingar verða á sigl-
ingum þegar svokölluð
vesturleið opnast ef eftir
fer með bráðnum hafíss.
Bæði Kínverjar og Kóreumenn
smíða nú skip sem henta nýrri sigl-
ingaleið. Ameríkanar skaka skellum,
þrífa í hólkinn og senda hertól til Ís-
lands. Úthrópa hina miklu uppbygg-
ingu Kínverja á norðurslóðum og
háskalegan norðurflota Rússa. En
það veit öll drótt að Kínverjar eru
klókir og gera það með samningum
sem Kanar gera með fagurgala eða
nærgangandi pínd svo notað sé orða-
lag Steinólfs bónda í Fagradal á
Skarðsströnd.
Því er það kvíðvænlegt með þetta
undarlega kompaní í Washington að
þeir sjái ekki annað fyrir sér en hern-
aðaruppbyggingu, einkum á Íslandi,
úr því að Grænland var ekki falt. Við
erum á þessu miðsvæði norðurslóða
eins og Ólafur Ragnar útlistaði í
Kastljósinu og hér er rafmagn og
heitt og kalt vatn. Einnig nógir snat-
ar sem dansa kringum þann amer-
íska gullkálf sem fyrr. Leiðarahöf-
undur Morgunblaðsins bauð góðan
gest velkominn að morgni heimsókn-
ar Pence varaforseta sem er bæði
óvinur samkynhneigðra og þess að
konur hafi vald yfir líkama sínum svo
ekki sé meira upp talið. Michael R.
Pence er ekki sérlega góður gestur,
hann er andvaragestur og fulltrúi
lífsgilda sem við forögtum hér á Ís-
landi, enda sagði regnbogafána-
borgin sitt þar sem karlinn fór um
með leyniskyttur sínar gráar fyrir
járnum trónandi á þökum og hana-
bjálkum.
Andvaragestur
Eftir Finnboga
Hermannsson
Finnbogi Hermannsson
»Hugleiðingar
eftir heimsókn
varaforseta Banda-
ríkjanna til Íslands.
Höfundur er fréttamaður
og rithöfundur.