Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Bróðir okkar,
DR. ING. HELGI SIGURÐUR BRIEM SÆMUNDSSON,
lést mánudaginn 2. september. Hann verður jarðsunginn í
Stuttgart 19. september klukkan 14.
Elín Rannveig Briem
Sigurlaug
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VIÐAR GARÐARSSON,
Skíðaþjónustunni á Akureyri,
er látinn.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 20. september klukkan 13.30.
Sonja Garðarsson
Jón Garðar Viðarsson
Viðar Freyr Viðarsson Jaruek Intharat
Signe Viðarsdóttir Heiðar Ingi Ágústsson
Bryndís Viðarsdóttir Aðalsteinn Helgason
Margrét Sonja Viðarsdóttir Árni Kristinn Skaftason
afa- og langafabörn
ÞÓRU INGVADÓTTUR
leikskólakennara
verður minnst í Akraneskirkju
miðvikudaginn 18. september klukkan 13.
Aðstandendur
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur
og bróðir,
SVEINBJÖRN JÓNSSON,
Eyjaholti 7, Garði,
andaðist föstudaginn 6. september á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á styrktarsjóð fyrir
börn hans: 0537-14-603039, kt. 250470-2669.
Marcosa Medico
Carter Don Medico
Óskar N. Sveinbjarnarson
Erna M. Sveinbjarnardóttir
Erna M. Sveinbjarnardóttir Jón Sverrir Garðarsson
Sigrún Eugenio Jónsdóttir, Ásta Björg Jónsdóttir
og fjölskyldur þeirra
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF ELÍN DAVÍÐSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 11. september.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn
23. september klukkan 15.
Egill Skúli Ingibergsson
Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson
Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson
Inga Margrét Skúladóttir Ólafur Björnsson
Davíð Skúlason Fanney Hrafnkelsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Elskuleg vin-
kona mín, Inga
Hannesar, hefði átt
afmæli á morgun,
15. september.
Hún lést eftir lang-
vinn veikindi 8. júní sl. Inga
var litrík og falleg persóna með
stórt hjarta sem elskaði bæði
menn og dýr, og þá sérstaklega
strákana sína þrjá, Gylfa, Lilla
litla og Dúdda.
Þegar Inga var rétt um tví-
tugt byrjaði sjúkdómur hennar
fyrir alvöru að láta finna fyrir
sér.
Veikindin tóku smátt og
smátt yfir og oft á tíðum var
Inga mín hrikalega veik. Lá oft
dögum saman inni á spítala,
Kristrún Inga
Hannesdóttir
✝ Kristrún IngaHannesdóttir
fæddist 15. sept-
ember 1971.
Útför Ingu fór
fram 24. júní 2019.
stundum vart hug-
að líf, en tókst allt-
af á þrjóskunni að
rífa sig á lappir og
komast heim. Þar
vildi hún vera, eðli-
lega. Lúpusinn eða
„helvítis lúbbi
túbbi“ eins og hún
sagði svo oft sjálf
eyðilagði svo
margt í lífi hennar
og kom í veg fyrir
það að Inga gæti lifað því lífi
sem hún þráði.
Hún elskaði að ferðast og
náði því ásamt Gylfa sínum og
Lilla litla að búa á Spáni í
nokkra mánuði. Það fannst
henni stórkostlegt þó svo að
hún hafi verið fárveik mestan
tímann. Hún lýsti því fyrir mér
hversu yndislegt það hefði ver-
ið að finna lyktina af appels-
ínunum á trjánum í garðinum
hennar og þvílík lífsgæði það
hefðu verið að labba út í góða
veðrið á morgnana og finna
ilminn.
Inga var ótrúleg á margan
hátt, listræn og skörp og vissi
hvernig hlutirnir áttu að vera
og hikaði ekki við að halda sínu
striki þrátt fyrir ráðleggingar
um annað.
Skólafélagar úr ’87 árgang-
inum úr Gagganum skiptu hana
miklu máli og það kom glöggt í
ljós þegar hún stofnaði Face-
book-grúppu um hópinn. Þann
vettvang notaði hún m.a. til að
fá fréttir af okkur og í leiðinni
að upplýsa okkur um líðan sína
og ástandið hverju sinni. Fyrir
það verðum við henni alltaf
þakklát. Heimsóknir mínar til
Ingu voru mér mikilvægar. Við
lágum oft saman uppi í sófa og
rifjuðum upp gamla tíma. Ég
og Inga, eða Bringan eins og
hún kallaði sig, bjuggum hlið
við hlið í Suðurbyggðinni og
Bryndís skólasystir okkar niðri
á horni.
Við þrjár kölluðum okkur B-
in þrjú. Nú höldum við Bryndís
áfram og minnumst elskulegrar
æskuvinkonu.
Við Inga óttuðumst dauðann
og spáðum mikið í það hvað
tæki við. Okkur langaði báðar
að trúa því að allt væri ynd-
islegt fyrir handan og vorum
sammála um að reynsla Ingu af
lífinu sem hafði oft á tíðum ver-
ið hörð hlyti að hafa verið til
einhvers og þegar hennar tími
kæmi fengi hún að upplifa
drauma sína. Við ræddum oft
framtíðina og allt það sem við
ætluðum að gera þegar Inga
væri orðin hressari. Líklega
vissum við báðar að sá tími
kæmi ekki, en það er gott að
láta sig dreyma. Gleyma sér og
ímynda sér sjálfan sig í því lífi
sem maður þráir. Hrós og
hvatning var Ingu eðlislæg og
hún sparaði slíkt ekki til þeirra
sem henni fannst eiga það skil-
ið. Hún hafði tilfinningu fyrir
litlu hlutunum. Hlutum sem
flestum finnast sjálfsagðir.
Inga sagði í hvert sinn þegar
við kvöddumst: „Birna, ég
elska þig og takk fyrir að vera
þú.“
Nú kveð ég Ingu mína með
sama hætti og segi: Elsku Inga
mín, til hamingju með afmælið
þitt, fallega vinkona mín. Ég
elska þig, takk fyrir að vera þú
og ég sakna þín. Við sjáumst
síðar.
Birna Ágústsdóttir.
✝ Ástbjartur Sæ-mundsson
fæddist í Bald-
urshaga á Stokks-
eyri 7.2. 1926.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Höfða
á Akranesi 9.8.
2019.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Benediktsson, f.
6.12. 1879, d. 5.9.
1955, og Ástríður Helgadóttir,
f. 28.8. 1883, d. 30.12. 1970.
Systkini Ástbjarts eru Benedikt
Elías, f. 7.10. 1907, d. 3.10.
2005, Guðrún, f. 19.2. 1909, d.
24.4. 1993, Anna, f. 21.2. 1909,
d. 26.3. 1998, Ástmundur, f.
23.10. 1910, d. 28.7. 1985, Þor-
valdur, f. 20.10. 1918, d. 12.7.
2007, og Helgi, f. 17.7. 1920, d.
18.2. 2004. Tvö systkini Ást-
bjarts, Þorgerður og Ágúst, dóu
í frumbernsku.
Hjalti, f. 8.12. 1967, kvæntur
Bryndísi Emilsdóttur, f. 14.6.
1962, og eiga þau þrjú börn,
Emil, Hjalta Má og Ingibjörgu.
Langafabörnin eru orðin 11
talsins.
Ástbjartur ólst upp á Stokks-
eyri til níu ára aldurs en þá
flutti fjölskyldan til Vestmanna-
eyja þar sem hann ólst upp. Eft-
ir giftingu bjuggu þau Ást-
bjartur fyrstu fjögur árin í
Vestmannaeyjum en fluttu svo
til Reykjavíkur. Þau bjuggu
lengst af á Álfhólsvegi í Kópa-
vogi, eða í um 40 ár.
Ástbjartur stundaði nám við
Gagnfræðaskólann í Vest-
mannaeyjum og lauk prófi frá
Samvinnuskólanum í Reykjavík.
Ástbjartur kom víða við á
starfsferli sínum. Hann vann
hjá Verðlagseftirlitinu,
Innflutningsskrifstofunni, var
framkvæmdastjóri Alþýðublaðs-
ins í nokkur skipti, verslunar-
stjóri Bókhlöðunnar, rak fisk-
búð ásamt mági sínum og að
endingu vann hann sem aðal-
gjaldkeri Vegagerðarinnar í
áratugi.
Útför Ástbjarts fór fram í
kyrrþey.
Ástbjartur
kvæntist Magneu
Rósbjörgu Péturs-
dóttur, f. 25.11.
1929, d. 21.9. 2010,
á gamlársdag 1948.
Þeirra börn eru: 1)
Pétur, f. 29.6. 1949,
kvæntur Hrafnhildi
Hjartardóttur, f.
16.1. 1949, og eiga
þau tvö börn, Hjört
og Magneu Ástu. 2)
Ástríður Sæunn, f. 8.4. 1951,
gift Jóni Þór Hallssyni, f. 22.8.
1951, og eiga þau þrjá syni,
Rúnar Magna, Bjarka Þór og
Hall Heiðar. 3) Bjarni Valur, f.
17.6. 1954, kvæntur Nongnart
Lue-U-Kosakul, f. 10.6. 1965, og
eiga þau tvær dætur, Nisarat
Sengthong og Magneu Rós. 4)
Gylfi, f. 14.8. 1963, kvæntur
Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, f.
27.6. 1966, og eiga þau tvö
börn, Helenu og Benedikt. 5)
Þegar ég nú kveð elskulegan
tengdaföður minn, Ástbjart
Sæmundsson, hinstu kveðju
verður mér hugsað til þess að
líf okkar allra er kaflaskipt og
miklu skiptir að njóta og lifa á
meðan heilsan leyfir. Hann var
eini Ástbjarturinn í öllum
heiminum eins og sonur minn
orðaði það svo fallega í ritgerð
fyrir mörgum árum er hann
skrifaði um ömmu sína og afa
og hvað það væri gaman og
gott að vera hjá þeim. Ástbjart-
ur var eini Íslendingurinn sem
bar þetta nafn.
Hann stóð á sjötugu þegar
ég kom inn í fjölskyldu hans,
hlýr og eldskarpur húmoristi.
Við áttum strax skap saman og
hlógum oft og ræddum málin
við eldhúsborðið á Álfhólsveg-
inum. Ástbjartur hafði sterkar
skoðanir og hafði gaman af því
að ræða málefni líðandi stundar
og pólitíkina og skemmtilegast
var þegar við vorum ekki sam-
mála. Hann sagði margar sögur
frá uppvaxtarárunum og var
ótrúlega fróður og víðlesinn.
Ástbjartur og Maggý voru
börnum okkar Gylfa ómetanleg
í uppeldi þeirra og bera þau
elsku þeirra, visku og hlýju
gott vitni.
Mikil kaflaskil urðu í lífi
elsku tengdapabba þegar amma
Maggý féll frá árið 2010. Hann
varð aldrei samur og saknaði
Rósarinnar sinnar og þeirra
einstaka sambands og samveru.
Hann dvaldi síðustu æviár sín á
Dvalarheimilinu Höfða á Akra-
nesi umvafinn hlýju ástvina og
starfsfólks. Hans verður sárt
saknað en minningin um ein-
stakan og góðan mann lifir.
Síðasta sumarrósin
sölnaði í frostinu í nótt
blöðin til foldar féllu
og feyktust með vindum skjótt.
Hverfult er blómið blíða
og blikið sem fegurst skín.
Rósin mín, rósin mín rjóða
í rökkrinu hvarfstu mér sýn.
Öllu er skapað að skilja
er skín á himinsins ljós,
jafnt eikin hin forna fellur
sem fegursta heimsins rós.
(Þorvaldur Sæmundsson)
Hafdís.
Við systkinin minnumst
elsku afa með hlýju. Afi var
fyndinn, góður og hjálpsamur
maður og vildi allt fyrir okkur
gera. Það var alltaf gaman að
fara í pössun til ömmu og afa á
Álfhólsveginn og fá að gista hjá
þeim.
Við fórum oft með afa í
göngutúra sem yfirleitt enduðu
í bakaríi þar sem við fengum að
velja hvað sem var.
Hann kenndi okkur svo
margt sem við kunnum vel að
meta núna þegar við erum orð-
in eldri, eins og að drekka
kaffi, borða hræring og taka
lýsi á morgnana. Við eigum
margar minningar úr berjamó
og frá ferðalögum um landið
með ömmu og afa og gat afi
alltaf frætt okkur um landið og
náttúruna.
Fyrir nokkru þegar við
heimsóttum hann sýndi hann
okkur mynd af ömmu og sagði:
„Sjáiði, þetta er konan mín.
Finnst ykkur hún ekki falleg?“
Þetta var mjög lýsandi fyrir
afa.
Það er erfitt að hugsa til
þess að hann sé ekki lengur hjá
okkur og sem mína hinstu
kveðju orti ég ljóð til hans.
Horfinn þessum heimi frá
í hinsta sinn var kvaddur
afi minn Ástbjartur Höfða á
umvafinn ást og lífdaga saddur.
Þú gladdir mig með lífi þínu,
sárt mun ég sakna þín,
minning þín lifir í hjarta mínu,
sú huggun aldrei dvín.
Er sumarlandið færð að sjá
þar sól mun ávallt skína
og aftur verður ömmu hjá
þá berðu kveðju mína.
(Helena Gylfadóttir)
Hvíldu í friði elsku afi.
Helena og Benedikt.
„Besta barnið í Baldurs-
haga“, eins og afi átti það til að
kalla sig í leik með okkur
barnabörnunum, er nú farið yf-
ir móðuna miklu til ömmu Mag-
gýjar sem hann saknaði svo
sárt eftir að hún féll frá fyrir
tæpum áratug.
Þakklæti er ofarlega í huga á
þessari stundu – þakklæti fyrir
allar góðu stundirnar með
ömmu og afa á mínum uppvaxt-
arárum og fram á fullorðinsár.
Afi var mikið náttúrubarn og
undi sér hvergi betur en úti
undir beru lofti. Áhugi afa á
fuglalífi og því sem fyrir augu
bar í náttúrunni var þannig að
erfitt var að hrífast ekki með.
Minnisstæðar eru veiðiferðirn-
ar í Elliðavatn, sjóferðir á tré-
bát afa, „Skelinni“, á góðviðris-
dögum frá Óttarsstöðum í
Straumsvík, útilegur á Snæ-
fellsnesi, ógleymanlegir veiði-
túrar í Brúará og svo mætti
lengi telja.
Oft var setið við eldhúsborð-
ið á Álfhólsveginum og farið yf-
ir málefni líðandi stundar. Oft-
ar en ekki leiddust
umræðurnar út í æskuárin í
Vestmannaeyjum, en þau voru
afa sérstaklega hugleikin og
var hann óþreytandi við að
segja sögur af kynlegum kvist-
um sem bjuggu í Eyjum á þess-
um tíma og ýmsum atburðum
sem hann upplifði á sínum upp-
vaxtarárum.
Afi sýndi því ávallt mikinn
áhuga sem fólkið hans var að
sýsla hverju sinni; bæði í
tengslum við skólagöngu og
vinnu.
Oftar en ekki hófust samtöl
okkar á setningunni: „Hvernig
gengur í bankanum?“ sem svo
leiddi til umræðu um helstu
þjóðmálin og svo auðvitað Vest-
mannaeyjar.
Elsku afi Ástbjartur, hvíl í
friði.
Rúnar Magni Jónsson.
Þá eru öll systkinin frá Bald-
urshaga sameinuð á ný núna
þegar það yngsta og besta (þín
orð sem ég efast ekki um) hef-
ur lagt upp í ferðina löngu. Ég
er nokkuð viss um að hinum
megin hefur þín beðið löng röð
af hlýjum og kunnuglegum
föðmum og þar hefur amma
Maggý staðið fremst, það hafa
verið ánægjulegir endurfundir.
Núna verðið þið ekki aðskilin
aftur.
Það var alltaf jafn notalegt
að heimsækja ykkur ömmu á
Álfhólsveginn, þar var rætt um
allt á milli himins og jarðar og
þú kunnir alltaf skemmtilegar
sögur frá þínum yngri árum í
Vestmannaeyjum og á Stokks-
eyri.
Elsku afi, ég bið að heilsa
ömmu Maggý. Takk fyrir allt,
við sjáumst síðar.
Þinn
Hallur Heiðar.
Ástbjartur
Sæmundsson