Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 ✝ Kristín Þóris-dóttir fæddist 14. september 1947 á Freyjugötu 6 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. maí 2019. Foreldrar henn- ar eru Petrína K. Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 18.12. 1925, og Þórir Ólafsson, loftskeytamaður og rafeindameistari, f. 2.10. 1922, d. 15.6. 1995. Systkini Kristínar eru: Kol- brún Þórisdóttir lífeindafræð- ingur, f. 11.6. 1952, sambýlis- maður hennar er Hreinn Ó. Sigtryggsson rafverktaki. Börn Kolbrúnar eru Birna Aronsdótt- ir, Þórir Aronsson og Kolbrún Aronsdóttir. Ólafur Þórisson guðfræðingur, f. 12.6. 1961. Kristín giftist Skúla Birni Árnasyni árið 1966. Þau skildu. Synir þeirra eru: Þórir Ólafur Skúlason tölvunarfræðingur, f. 7.3. 1966, maki Fanney Sigur- geirsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 1.3. 1965. Börn þeirra eru: Atli Þórisson, f. 28.2. 1991, sambýlis- kona Rakel Þórhallsdóttir, Unn- ur Þórisdóttir, f. 28.2. 1991, Borgar Þórisson, f. 6.9. 1993, Vignir Þór- isson, f. 11.3. 1999, sambýliskona Kristín Helgadótt- ir. Árni Benedikt Skúlason rafvirkja- meistari, f. 8.9. 1967, eiginkona Jeanette Nordberg, þau skildu. Börn Árna eru: Sigurður Magnús Árnason, f. 1.9. 1989, maki Val- gerður Jennýjardóttir. Móðir Sigurðar er Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 1968. Petra Elísabeth Nordberg, f. 24.11. 1997, Elín Kristín Nordberg Árnadóttir Rezai, f. 11.1. 2000, John Bene- dikt Árnason, f. 13.11. 2015. Kristín giftist Magnúsi Pét- urssyni árið 1973. Þau skildu. Árið 1989 giftist hún Krist- jáni Inga Daðasyni. Þau skildu. Kristín lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1966. Hún starfaði meðal annars hjá Brunabótafélagi Íslands og Godda. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Stína okkar. Okkur langaði að senda inn kveðju í til- efni afmælis þíns. Ótal góðar minningar sitja eft- ir í hugum okkar og hjörtum. Við minnumst sérstaklega hversu gaman var í sjötugsafmælinu þínu sem var mjög skemmtileg stund með þér og ástvinum þín- um. Megi þú hvíla í friði elsku Stína okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín systir Kolbrún (Kolla) og móðursystir Birna. Það er með söknuði sem við kveðjum kæra æskuvinkonu okkar, Kristínu Þórisdóttur, og þökkum fyrir langa og ánægju- lega samfylgd. Eftir að flestar okkar höfðu verið samferða í barna- og gagn- fræðaskóla ákváðum við 14 ára gamlar að stofna saumaklúbb sem enn er virkur. Það var frá- bær ákvörðun því með því að hittast reglubundið, að jafnaði mánaðarlega, höfum við haldið vinskapnum í alla þessa áratugi, okkur til mikillar ánægju. Eftir skyldunám fór Stína, ásamt nokkrum okkar hinna, í Verslunarskóla Íslands og lauk þar námi árið 1966. Hún giftist skólabróður okkar, Skúla Birni Árnasyni, og átti ung með hon- um tvo drengi, Þóri og Árna, sem hafa ásamt barnabörnunum verið augasteinarnir hennar. Hún hefur verið í miklum sam- skiptum við börn og barnabörn og verið þeim góð og það hefur sannarlega verið endurgoldið. Það hefur verið verðmætt að geta fylgst með börnum hver annarrar í gegnum tíðina og þau verið sífelld uppspretta um- ræðna í klúbbnum okkar enda hópurinn orðinn stór, ekki síst hópurinn hennar Stínu sem hún var svo stolt af. Við gerðum ýmislegt saman, auk þess að halda saumaklúbba með tilheyrandi bakstri og elda- mennsku. Skemmtum okkur saman á yngri árum og fórum til útlanda í tilefni af stórafmælum og var Stína þar hrókur alls fagnaðar á meðan hún hafði heilsu til. Það vakti mikla kátínu hér áður fyrr þegar Stína hóf að spá fyrir okkur. Oftar en ekki hittu spádómarnir í mark og við hvöttum hana óspart til að efla spádómsgáfuna sem við töldum hana ótvírætt hafa. Það er því margs að minnast og margt að þakka. Stína var dugnaðarforkur en hefur mjög lengi búið við heilsu- leysi og höfum við oft dáðst að æðruleysi hennar og gleði við erfiðar aðstæður. Að leiðarlokum sendum við Þóri, Árna og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj- ur. Bergþóra, Björg, Brynja, Ebba, Erna, María og Sigríður. Kristín Þórisdóttir HINSTA KVEÐJA Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín mamma og Ólafur bróðir. ✝ SveinbjörnJónsson fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1965. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 6. sept- ember 2019. Foreldrar hans eru Erna Marsibil Sveinbjarn- ardóttir, f. 5.6. 1944, fv. skóla- stjóri, og Jón Sverrir Garð- arsson, f. 24.9. 1945, fv. mjólkur- samlagsstjóri. Systur Sveinbjarnar eru Sig- rún Eugenio, f. 21.9. 1970, gift Vitor Hugo Eugenio, f. 16.12. 1975, þeirra sonur er Kolbeinn Þór Vitorsson, f. 1996, og Ásta Björg, f. 14.8. 1971, gift Jóhanni Ólafi Steingrímssyni, f. 29.11. 1963. Þeirra börn eru Jón Árni, f. 1990, hans dóttir með Sigrúnu Gróu Jónsóttur er Ásta Björg, f. 2014. Hannes Dagur, f. 1994, Björn Kristinn, f. 2000, Hildur fóru unglingar snemma að vinna og innan við fermingu var hann farinn að vinna í fiski á sumrin. Hann fór í MH eftir grunnskóla en skipti um og fór í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði rafeindavirkjun og lauk því námi. Eitt ár var hann við nám í Odense Tekniske skole. Á námsárunum fór hann oft- ast vestur til að vinna bæði til sjós og lands, var á sjónum meðal annars með pabba sínum á Heiðu BA 91. Sveinbjörn vann ýmis störf og má þar nefna tæknideild Securitas, Landsímann og smíði á stýritöflum hjá Cell Autom- ation í Danmörku. Eftir að hann flutti á Suðurnes starfaði hann um áratug sem flugörygg- isvörður á Keflavíkurflugvelli. Sveinbjörn var í Félagi ís- lenskra radíóamatöra og sat í stjórn félagsins um tíma. Hann var áhugasamur radíóskáti. Hann var tölvugrúskari og hafði mikla ánægju af myndvinnslu í tölvum og hefur bjargað verð- mætum frá glatkistunni Fyrir ári greindist Sveinbjörn með krabbamein. Hann sýndi æðruleysi í veikindum sínum og barðist allt til loka. Útför Sveinbjarnar hefur far- ið fram í kyrrþey. Sigrún, f. 2002, og Dagný Dís, f. 2006. Hinn 29. apríl árið 2000 gekk Svein- björn að eiga Mar- cosu Medico, f. 25.4. 1970 í Cebu á Fil- ippseyjum. Foreldr- ar hennar voru Nikulasa Medico, f. 10.9. 1933, d. 26.10. 2016, og Lamberto Filosopo, hann er látinn. Börn Sveinbjarnar og Marcosu eru Carter Don Medico, f. 2.8. 1994, Óskar Nikulás, f. 10.8. 2001, og Erna Marsibil, f. 28.10. 2003. Sveinbjörn ólst upp með for- eldrum sínum, var með þeim á námsárum föðurins í Danmörku og víðar hérlendis. Árið 1973 flutti fjölskyldan til Patreks- fjarðar, þangað átti faðir hans ættir að rekja og fékk starf sem mjólkursamlagsstjóri. Þar ólst Sveinbjörn upp og lauk grunn- skólaprófi. Eins og þá tíðkaðist Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göf- uga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (SHL) Þínar systur, Sigrún og Ásta Björg. Hann Sveinbjörn systurson- ur minn er látinn, langt fyrir aldur fram. Fjölskylda mín og fjölskylda Ernu systur minnar voru alla tíð mjög nánar og eins vorum við mjög tengd foreldr- um okkar, þ.e. Ástu ömmu og Bjössa afa. Börnin mín, Ásbjörn, Árni og Margrét, hafa því alltaf litið á Sveinbjörn nánast sem bróður sinn og mér hefur fundist ég eiga mikið í honum. Hann fæddist tveimur mánuðum á eftir elsta syni mínum og ég passaði Sveinbjörn oft á fyrstu mánuðunum. Við fluttum út á land, mín fjölskylda á Akranes, fjölskylda systur minnar á ýmsa staði; Borgarnes, Blönduós, Ólafs- fjörð og síðast á Patreksfjörð þar sem þau bjuggu lengi. Allt- af voru öll frí notuð til heim- sókna og oft dvöldu börnin vik- um saman hjá skyldfólkinu. Afi og amma áttu lítinn bústað í Fljótshlíðinni, þaðan sem við erum ættuð, og þar var oft dvalið. Margar myndir eru til frá þessum góðu tímum. Síðar flutti ég til Danmerkur í nokkur ár og var þá Svein- björn kominn á unglingsár. Hann kom auðvitað strax í heimsókn þótt um lengri veg væri að fara. Svona héldum við alla tíð góðum tengslum, sama hversu langar vegalengdir voru á milli okkar. Að sjálfsögðu vorum við alltaf mætt þegar um var að ræða brúðkaup, skírnir eða afmæli. Á síðari ár- um kom Sveinbjörn stundum í sumarbústað fjölskyldunnar í Fljótshlíð og hengdi upp alls konar línur í trén til að geta verið í samskiptum við radíó- amatör-vini sína hvar sem var í heiminum. Sveinbjörn var brosmildur og fallegur drengur. Hann gat verið stríðinn á góðlátlegan hátt og alltaf var stutt í spaug- ið og kímnina. Sá eiginleiki hélst út ævina og gerði erfið veikindi hans mun bærilegri, alla vega fyrir okkur sem fylgdumst hjálparvana með honum. Mér er minnisstætt fallegt brúðkaup þegar Sveinbjörn og Cosa giftu sig. Eins hef ég fylgst með börnum þeirra; Don, Óskari og Ernu stækka og dafna. Missir þeirra er mikill og erfitt að þurfa að kveðja pabba sinn svo ung að aldri. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Cosu og barnanna og óska þeim Guðs blessunar. Einnig er erfitt fyrir Ernu systur mína og Jón mág að horfa á eftir einkasyninum og systurn- ar Sigrúnu og Ástu Björgu að missa bróður sinn. Guð styrki ykkur öll. Sigurlín. Sveinbjörn Jónsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖSKULDUR AÐALSTEINN SIGURGEIRSSON forstjóri, Húsavík, lést á dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík mánudaginn 2. september. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 16. september klukkan 14. Hólmfríður Jóna Hannesdóttir Hannes Höskuldsson Elfa Signý Jónsdóttir Páll Aðalsteinn Höskuldsson Jóhanna Björg Hansen Anna Helga Höskuldsdóttir Halldór Páll Gíslason Sigurgeir Höskuldsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JENSSON, Kirkjusandi 1, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. ágúst. Útförin fer fram í Háteigskirkju mánudaginn 16. september klukkan 15. Elín Óladóttir Guðrún S. Björnsdóttir Trausti Sigurðsson Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson Jens Gunnar Björnsson Kwan Björnsson afabörn og langafabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, INGU HREFNU SVEINBJARNARDÓTTUR frá Seyðisfirði. Árdís Björg Ísleifsdóttir Sveinbjörn Orri Jóhannsson Hanna Þórey Níelsdóttir Óttarr Magni Jóhannsson Heiðbjört Dröfn Jóhannsd. Gísli Jónsson Helena Mjöll Jóhannsdóttir Hans Unnþór Ólason Jóhann B. Sveinbjörnsson Ástrún Lilja Sveinbjarnard. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, afi og langafi, KRISTJÁN EINAR ÓLAFSSON frá Borgarnesi, andaðist laugardaginn 31. ágúst á Grund. Útförin hefur farið fram. Hjartans þakkir til starfsfólks Grundar fyrir sérstaka umhyggju og hlýju. Ólöf Kristjánsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir afa- og langafabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, THEODÓRU ÁSDÍSAR SMITH Óskar Smith Grímsson María Pétursdóttir Anna Guðrún Pétursdóttir Trausti Pétursson Frændi okkar, BJÖRN FINNSSON, Dalbraut 20, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 22. júlí. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar 13E fyrir góða umönnun. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.