Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 ÚRSLITASTUND Kristján Jónsson kris@mbl.is Annað kvöld rennur upp eins konar úrslitastund á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu þegar Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvellinum í næstsíðustu umferð. Til að verða Ís- landsmeistari þarf að standa sig vel í gegnum 18 umferðir í Pepsi Max- deildinni en deildin hefur þróast á þann veg í sumar að leikurinn er nánast úrslitaleikur um hvort liðið verður meistari. Valur er með tveggja stiga forskot og verður því meistari með sigri. Vinni Breiðablik er liðið með eins stigs forskot fyrir síðustu umferðina. Í lokaumferðinni á Valur heima- leik við Keflavík og Breiðablik á þá útileik við Fylki. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Magnús Jónsson, þjálfara Keflavíkur, og fékk hann til að spá í spilin fyrir leikinn mikilvæga. „Ég myndi halda að liðin byrji leikinn varfærnislega enda mikið undir auk þess sem Valur væri í góðri stöðu með því að gera jafntefli. Engu að síður hallast ég að því að það verði skoruð nokkur mörk í þessum leik og kannski ekki færri en í fyrri leik liðanna sem fór 2:2. Það eru það öfl- ugir sóknarmenn í liðunum að ég held að það sé pottþétt að þetta verði ekki markalaus viðureign. Hjá þessum liðum er eiginlega ekki hægt að tala um veikleika en það má segja að varnir liðanna séu síðri en fram- línan hjá þessum liðum. Auk þess hefur ekki reynt mjög mikið á varnir liðanna vegna þess hvernig leikirnir hafa spilast.“ Fyrri leikurinn snerist Valur og Breiðablik hafa verið í sérflokki í sumar. Segja má að það hafi komið að einhverju leyti á óvart því margir bjuggust sjálfsagt við því að Þór/KA yrði einnig í toppbarátt- unni af alvöru. Gunnar bendir á að vegna þessa sé fyrri leikur liðanna í sumar besti mælikvarðinn. „Ég fór á leik liðanna á Hlíðar- enda í sumar. Þá hélt maður um tíma að Valsararnir myndi rúlla yfir Blikana því þær voru mjög sterkar framan af en svo snerist leikurinn al- gerlega. Þessi lið hafa haft algera yf- irburði í sumar og besti mælikvarð- inn á hvort liðið er betra er þegar þau mæta hvort öðru. Ef maður horfir eingöngu á úrslit gegn öðrum liðum þá ætti Valsliðið að vera tölu- vert öflugra því þær hafa farið létt í gegnum flesta leiki. Þetta eru mjög jöfn lið og ef ég ætti að spá um úrslit þá myndi ég segja jafntefli eins og í fyrri leiknum.“ Sjálfur segir Gunnar að úrslit leiksins gætu kallað fram blendnar tilfinningar hjá honum. Valsliðið sigurstranglegra „Þessi leikur skiptir mig svolitlu máli ef kraftaverk okkar Keflvíkinga á að gerast. Í því ljósi vonar maður að Valur vinni. Á hinn bóginn eru góðir félagar mínir í þjálfarateymi Breiðabliks,“ sagði Gunnar og hló en Ólafur Pétursson er gamall vinur hans og samherji úr Keflavík og Þorsteinn Halldórsson skólabróðir úr Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni. Keflavík þarf að vinna síð- ustu tvo leiki sína til að eiga mögu- leika á að halda sæti sínu í deildinni en í lokaumferðinni heimsækir liðið Val. Gunnar nefnir að lið Breiðabliks og Vals eru skipuð leikmönnum sem eru á ólíkum stað á sínum ferli. „Miðað við það sem ég hef séð er Valsliðið sterkara og mér finnst liðið sigurstranlegra en á móti kemur að heimavöllurinn getur skipt máli fyr- ir Breiðablik. Í Valsliðinu er gríðar- leg reynsla. Þegar við spiluðum við þær voru tíu leikmenn í byrjunarlið- inu sem spilað höfðu A-landsleiki og sú ellefta kom inn á. Í Breiðabliki eru einnig margar sem eiga A- landsleiki en líklega ekki alveg eins margar. Leikmenn Breiðabliks eru jafnframt yngri og frískari í ein- hverjum tilfellum,“ sagði Gunnar. Mörk verða skoruð í leikn- um mikilvæga  Valskonur geta orðið meistarar gegn núverandi Íslandsmeisturum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 2:2 Agla María Albertsdóttir og Elísa Viðarsdóttir í fyrri leik liðanna. Örlög Grindvíkinga í fallbaráttu úr- valsdeildar karla í fótbolta gætu ráðist á morgun en þá fara fram tveir fyrstu leikir 20. umferðar. Grindvíkingar sækja Skagamenn heim og KA fær HK í heimsókn. Öll liðin eru í fallhættu en HK og ÍA eru með 25 stig, eins og Valur, Vík- ingur og Fylkir, KA er með 24 stig en Grindavík er með 18 stig í næst- neðsta sæti. Tapi Grindvíkingar á Akranesi eru þeir fallnir ef KA tap- ar ekki fyrir HK. Þá gætu ÍA, HK og KA öll eygt von um Evrópusæti ef þau vinna sína leiki. vs@mbl.is Ráðast örlög Grindvíkinga? Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fallbarátta KA og Grindavík eru í 10. og 11. sæti fyrir leikina. Bæði Fjölnir og Grótta geta tryggt sér sæti í úrvalsdeild karla í fót- bolta í dag en allir leikir 21. og næstsíðustu umferðar fara fram kl. 14. Fjölnir með 41 stig, Grótta með 37 og Leiknir R. með 36 berjast um tvö úrvalsdeildarsæti en Þór með 33 á langsótta möguleika. Fjölnir og Leiknir mætast en Grótta heim- sækir botnlið Njarðvíkur. Ef Fjöln- ir og Grótta vinna leikina eru bæði liðin komin upp. Fjölni nægir líka jafntefli en Leiknir þarf stig í Graf- arvogi til að eiga örugglega mögu- leika fyrir síðustu umferðina. Fara Fjölnir og Grótta upp í dag? Morgunblaði/Arnþór Birkisson Á uppleið Fjölnir og Grótta standa vel að vígi í 1. deildinni. Inkasso-deild kvenna FH – Augnablik........................................ 2:2 Rannveig Bjarnadóttir 7., Birta Georgs- dóttir 90. – Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 42., Ásta Árnadóttir 79. Grindavík – Haukar ................................ 0:2 Sierra Lelii 19., 76. Fjölnir – Þróttur R. ................................. 3:1 Aníta Björk Bóasdóttir 9., Sara Montoro 42., Silja Fanney Angantýsdóttir 80. – Mar- grét Sveinsdóttir 67. ÍA – Afturelding ...................................... 2:0 Sigrún Eva Sigurðardóttir 5., Védís Agla Reynisdóttir 82. ÍR – Tindastóll ......................................... 0:4 Murielle Tiernan 40., 51., Vigdís Edda Friðriksdóttir 44., María Dögg Jóhannes- dóttir 90. Staðan fyrir lokaumferðina: Þróttur R. 17 14 0 3 65:13 42 FH 17 11 3 3 47:24 36 Tindastóll 17 11 1 5 44:33 34 Haukar 17 11 0 6 32:19 33 Afturelding 17 6 3 8 27:24 21 ÍA 17 5 4 8 18:26 19 Augnablik 17 5 4 8 16:26 19 Fjölnir 17 5 4 8 21:34 19 Grindavík 17 3 6 8 19:31 15 ÍR 17 1 1 15 4:63 4  Þróttur R. leikur í úrvalsdeild 2020. ÍR og Grindavík eru fallin í 2. deild. Völsungur og Grótta hafa unnið sér sæti í 1. deild. Pólland Jagiellonia – Legia Varsjá ..................... 0:0  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia. Þýskaland Fortuna Düsseldorf – Wolfsburg ........... 1:1 B-deild: Karlsruher – Sandhausen ...................... 1:0  Rúrik Gíslason lék allan leikinn með Sandhausen. Ítalía B-deild: Pordenone – Spezia................................. 1:0  Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím- ann á bekknum hjá Spezia. Frakkland B-deild: Niort – Grenoble...................................... 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. Holland B-deild: Excelsior – Almere City.......................... 4:2  Elías Már Ómarsson var allan tímann á bekknum hjá Excelsior. Katar Umm-Salal – Al-Arabi............................. 1:5  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 68 mínúturnar og skoraði annað mark Al- Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Danmörk SönderjyskE – Horsens .......................... 0:0  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn með SönderjyskE. Ísak Óli Ólafsson var allan tímann á bekknum. Svíþjóð Linköping – Eskilstuna........................... 0:1  Anna Rakel Pétursdóttir lék fyrstu 84 mínúturnar með Linköping. Spánn Mallorca – Athletic Bilbao....................... 0:0 England B-deild: Derby – Cardiff ........................................ 1:1 KNATTSPYRNA HM karla í Kína Undanúrslit: Spánn – Ástralía......................... (2frl.) 95:88 Argentína – Frakkland ........................ 80:66  Spánn og Argentína leika til úrslita á morgun og Ástralía leikur við Frakkland um bronsverðlaunin. KÖRFUBOLTI HANDBOLTI Grill 66 deild kvenna FH – Fram U........................................ 22:30 Grótta – Stjarnan U ............................. 26:22 Fjölnir – Fylkir..................................... 19:24 Þýskaland B-deild: Aue – Bietigheim................................. 26:31  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. N-Lübbecke – Krefeld ........................ 24:19  Arnar Gunnarsson þjálfar Krefeld. Frakkland B-deild: Nice – Cesson-Rennes......................... 19:27  Geir Guðmundsson skoraði ekki fyrir Cesson-Rennes. Danmörk Lemvig – Bjerringbro/Silkeborg...... 35:31  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg. FH missti af þriðja tækifærinu í sum- ar til að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er liðið gerði jafntefli við Augnablik á heimavelli, 2:2, í 17. og næstsíðustu umferð In- kasso-deildarinnar í gær. Augnablik gulltryggði sætið sitt í deildinni að ári. Tindastóll, sem vann 4:0-sigur á botnliði ÍR á útivelli, getur enn náð öðru sætinu af FH í lokaumferðinni en aðeins tvö stig skilja liðin að. Lokaumferðin fer fram næsta föstu- dag. FH mætir Aftureldingu á útivelli og Tindastóll leikur við ÍA á heima- velli. Grindavík er fallin annað tímabilið í röð eftir 0:2-tap fyrir Haukum á heimavelli. Þrátt fyrir sigurinn eru Haukar nánast úr leik í baráttunni um að fara upp. Fjölnir vann 3:1- sigur á Þrótti og gulltryggði sætið sitt í deildinni að ári í leiðinni. Þrótt- ur hefur þegar tryggt sér efsta sætið. Morgunblaðið/Eggert Ákveðnar FH-ingurinn Valgerður Ósk Valsdóttir og Björk Bjarmadóttir úr Augnabliki eigast við í gær. Úrslitin ráð- ast í loka- umferðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.