Morgunblaðið - 14.09.2019, Page 50

Morgunblaðið - 14.09.2019, Page 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. september Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 23. september. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Alþjóðlega leiklistarhátíðin Lókal er þetta árið hátíð opinna vinnu- ferla. Hátíðin hefst í dag. „Lókal er í ár haldin í fyrsta skipti með nýjum listrænum stjórn- endum og við erum að breyta áherslunum svolítið. Núna er þetta hátíð verka í vinnslu en öll verkin á hátíðinni eru ókláruð á einhvern hátt. Sum verkin eru bara nokkrar senur, í öðrum er verið að prófa eitthvað í fyrsta skipti með áhorf- endum eða gjörningafyrirlestrum og svo verður á hátíðinni verk þar sem áhorfendum er boðið inn í rannsóknarferli,“ segir Eva Rún Snorradóttir, sem fer ásamt Völu Höskuldsdóttur með listræna stjórn hátíðarinnar. „Í rannsóknarferlinu og sköp- unarferlinu öllu gerist oft eitthvað magnað og óvænt sem erfitt er að koma fyrir í lokaafurðinni.“ Burðarstykki hátíðarinnar í ár er vinnustofan „Kveikjur“. „Okkur langar að vera til staðar fyrir jaðarinn, rækta hann og til- raunamennsku því það eru fáir hópar sem fá stóru styrkina og okkur fannst vanta milliflöt fyrir listafólk að fá minni upphæðir til þess að geta einbeitt sér að ein- hverju verkefni í smá tíma, með minni áherslum á lokaafurð. Við viljum líka sýna hvernig vinnuferlið er afurð í sjálfu sér,“ segir Eva. Nýbreytni í sviðslistum „Við kölluðum sérstaklega eftir umsóknum í vinnustofuna sem væru ólíklegar til þess að fá stóru styrkina. Þarna er listafólkið með fræ sem það hefur hugsað um lengi en er ekki visst um hvað geti orðið af þeim. Þetta er staður til að huga að skúffuverkefnum, engin pressa á útkomu eða meistaraverk. Við vilj- um líka taka það inn að það er ekki hægt að útskýra alltaf hvað þú ætl- ar að gera í listinni. Hér er sérstakt leyfi til þess að vita það ekki.“ Listamenn í „Kveikjum“ bera all- ir með sér fræ sem ætlunin er að vinna út frá. Andrea Vilhjálms- dóttir ræktar sitt verk úr fræi út frá barnafötum af henni sjálfri sem lifað hafa einmanalegu lífi í geymslu í 25 ár. Ragnar Ísleifur Bragason kemur með fræ út frá næturverði sem hlustar síend- urtekið á lagið „Tímabil“ með hljómsveitinni Í svörtum fötum. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir vinnur út frá fræi sem tengist að- dráttarafli leikhússins séð frá þeim sem vinna bak við leikhústjöldin. Fræ Tatönju Dísar kemur úr því óhöndlanlega og skrásetningu drauma. Eva segir hátíðina fyrst og fremst til þess gerða að kynna vandaða jaðarsviðslist. „Við völdum það sem okkur fannst vera spennandi í því ljósi, nýbreytni í sviðslistum á Íslandi.“ Til þess að vinna góða lokaafurð er nauðsynlegt að fá virka endur- gjöf og á Lókal verður einmitt sér- stakt örnámskeið í slíku. „Við erum með námskeið í einu hádeginu á hátíðinni sem kennir fólki endurgjöf. Það verður samt engin skylda að segja eitthvað. Vegna þess að við sjáum oftast ein- ungis lokaafurð er ekkert sér- staklega mikil þörf fyrir endurgjöf svo við kunnum ekki alveg að tala saman um list hvert annars. Það er ókeypis inn á alla við- burðina en það væri mjög gaman ef fólk gæti gefið af sér með upp- byggilegri gagnrýni á verkin. En við munum ekki ganga á eftir því, það verður engin pressa á neinn,“ segir Eva. Auk „Kveikja“ er á dagskrá Lókal vinnuferlið „Saga biðraða frá fullveldi til framtíðar“ sem sviðs- listakonurnar í Díó standa að. Þar er saga íslenskra biðraða rann- sökuð. Janus Bragi Jakobsson og Loji Höskuldsson færa gestum gjörningafyrirlesturinn „Íslenskt snitsel“. Árni Vilhjálmsson og Björg Elín Sveinbjarnardóttir munu flytja tónlistaratriði og síðast en ekki síst verður Íris Stefanía Skúladóttir með opið rannsóknar- ferli þar sem hún býður gestum Lókal í saumaklúbb. Kynlíf elstu kynslóðarinnar „Verkefnið hennar Írisar snýst um að rannsaka kynlíf og kyn- hegðun elstu kynslóðar samfélags okkar og þetta er hún að vinna í samstarfi við útvarpsleikhúsið. Íris mun bjóða okkur að koma í saumaklúbb eldri kvenna þar sem á dagskrá er að ræða þessi mál. Þetta er akkúrat gott dæmi um það sem gerist í vinnuferlinu en er bara eitthvað sem listafólkið og þátttakendurnir gleyma seint en skilar sér oft ekki í lokaafurðina nema að mjög litlu leyti,“ segir Eva. Eins og áður segir er frítt inn á hátíðina og stendur hún yfir frá 14. til 22. september. Nánari upplýs- ingar er að finna á Facebook-síðu Lókal og á lokal.is. „Við hvetjum auðvitað allt sviðs- listafólk og listafólk almennt til þess að mæta en svo er þetta hugs- að fyrir áhugafólk um leikhús og dægurmál og menningu. Viðburð- irnir taka á sögu og sjálfsmynd Íslendinga með mismunandi hætti. Við erum að vonast til þess að fá líka inn fólk sem fer sjaldan eða lít- ið í leikhús vegna þess að þetta er öðruvísi leikhúsupplifun,“ segir Eva. Morgunblaðið/Eggert Stjórnendur Eva Rún (t.v.) og Vala (t.h.) eru listrænir stjórnendur Lókal. Þær stýra nú hátíðinni í fyrsta skipti og hafa breytt áherslum hennar. Fanga það sem gerist í ferlinu  Leiklistarhátíðin Lókal hefst í dag  Áherslan á verk í vinnslu  Ýmislegt magnað og óvænt gerist í sköpunarferlinu  Vinnuferlið er afurð í sjálfu sér Birgitta Spur, ekkja myndhöggv- arans Sigurjóns Ólafssonar, opnar í dag yfirgripsmikla yfirlitssýningu á verkum listamannsins í Listasafninu í Tønder í Danmörku. Sýningunni, sem nefnist Mangfoldige former eða Fjölbreytt form, er ætlað að gefa yfirlit yfir langan og fjölbreyttan feril listamannsins sem vann í ýms- um stílum og ólíkum formum. „Sigurjón hefur árum saman ver- ið sniðgenginn listamaður í dönsku samhengi. Þessu vill Listasafnið í Tønder ráða bót á með sýningunni og útgáfu bókar samhliða,“ segir í tilkynningu frá Listasafninu í Tøn- der. Þar kemur fram að safnið líti á það sem ábyrgð sína að beina kast- ljósinu að mikilvægri norrænni list. „Sigurjón var norrænn listamaður sem deildi lífi sínu milli Íslands og Danmerkur. Verk hans eru greini- lega innblásin af listaumhverfinu og þeirri listrænu þróun sem átti sér stað í báðum löndum,“ segir í til- kynningu og rifjað upp að þrátt fyrir að Sigurjón hafi verið áberandi í dönsku listalífi hafi hann fallið í gleymskunnar dá í Danmörku þegar hann flutti alfarið heim til Íslands eftir seinna stríð. „Með sýningunni er ætlunin að endurheimta réttmætan sess Sigur- jóns í dönsku listasögunni,“ segir í tilkynningu og bent á að Sigurjón hafi átt mikilvægan sess í íslensku listasögunni enda „leiddu hæfileikar hans til þess að hann var beðinn að þjóna þjóð, sem nýverið hafði endur- heimt sjálfstæði sitt, og skapa fjölda opinberra verka“. Bent er á að stofnun Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar í árslok 1984 sem opnað var almenningi 1988 hafi átt mikilvægan þátt í að halda orðspori listamanns- ins á lofti í íslenskri listasögu. Sýn- ingin stendur til 1. mars 2020. „Endurheimta rétt- mætan sess Sigurjóns“  Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar opnuð í Danmörku í dag Ljósmynd/Skarphéðinn Haraldsson Myndhöggvari Sigurjón Ólafsson í Laugarnesi við Faðmlög frá 1949. Hafrún nefnist sýning sem opnuð verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri í dag. Þar sýna Sonia Levy og Karen Kramer, en sýningarstjóri er Gústav Geir Bollason. Í tilkynningu frá skipu- leggjendum kemur fram að Levy og Kramer, sem starfa í London, deili áhuga sínum á sjávarlífverum, um- hverfisbreytingum af mannavöldum og flækjuhegðun lífkerfa. Titill sýn- ingarinnar er gælunafn sem notað er um elstu þekktu skelfisktegund af ættinni Arctida islandica, eða kúfisk. Sýningin stendur til 13. október. Skel Meðal þess sem sjá má á Hjalteyri. Hafrún opnuð á Hjalteyri í dag Ný málverk nefnist sýning sem Pét- ur Gautur opnar í Gallerí Fold í dag. „Pétur Gautur er vel þekktur fyr- ir tímalausar uppstillingar sínar og ferskt litaval í málverki. Pétur Gaut- ur aðhyllist einfaldleikann, notar fáa liti en vel valda og oft bara einn pensil. Uppstillingin er klassískt við- fangsefni í listasögunni sem býður þó alltaf upp á nýja nálgun sem Pét- ur Gautur hefur í gegnum tíðina kannað og leikið sér með. Enn eitt tilbrigðið má sjá á þessari sýningu sem hann kallar Ný málverk. Við- fangsefni sýningarinnar eru upp- stillingar og blóm í villtum dansi og litadýrð,“ segir í tilkynningu. Sýn- ingin stendur til 28. september. Blóm Verk eftir Pétur Gaut. Pétur Gautur með Ný málverk í Fold

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.