Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 53
MENNING 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Ljósmyndasýning fimm norrænna ljósmyndara,
eins frá hverju landi, verður opnuð í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur kl. 15 í dag. Sýningin
hefur áður verið sett upp í Fotografisk Center í
Kaupmannahöfn og Hasselblad Center í Gauta-
borg. Ljósmyndararnir eru allir að fást við það
sem er efst á baugi í samtím-
anum, hver með sínum
hætti.
„Í gegnum tíðina hefur oft
verið kannað hvað sé sam-
eiginlegt í norrænni ljós-
myndun. Nú einblínum við
fremur á það hver staðan er
núna, hvaða áhrif eru að
koma inn í norræna ljós-
myndun og hvernig hún fer
út fyrir sín landamæri. Það
er mjög mismunandi hvern-
ig þetta birtist í verkum ljósmyndaranna,“ segir
Jóhanna Guðrún Árnadóttir, sýningarstjóri
sýningarinnar sem ber heitið Stefnumót – Nor-
ræn ljósmyndun út yfir landamæri. Titillinn vís-
ar í stefnumót listrænnar tjáningar ljósmynd-
aranna, stefnumót mannlegra samskipta,
norræns menningarheims og annarra menning-
arheima, og stefnumót þess persónulega og
þess opinbera.
Bára Kristins fyrir Ísland
Á sýningunni er kastljósinu beint að innflytj-
endamálum, breytingum á landslagi og borgum
sem og staðbundnum afleiðingum alþjóðavæð-
ingar.
„Bára Kristinsdóttir sem kemur frá okkur
sýnir verk sem hún hefur sýnt áður. Það eru
ljósmyndir af verkstæði í Garðabæ. Við veljum
þetta verk Báru inn á sýninguna vegna þess að
það er dæmi um staðbundna framleiðslu sem
líður undir lok vegna þess að hún getur ekki
keppt við kínverska framleiðslu,“ segir Jó-
hanna.
„Finnski ljósmyndarinn Miia Autio sýnir verk
sem eru helst út frá flóttamannavandanum.
Hún er með portrett af flóttafólki frá Rúanda
sem hefur sest að í Evrópu og í bakgrunni
portrettmyndanna er myndefni af heimalandi
þess. Með þessu er Miia að velta fyrir sér sam-
bandi milli heimalands, landslags, og sjálfs-
myndar.“ Norski ljósmyndarinn Sandra Muj-
inga er að sögn Jóhönnu mjög þekkt í
listaheiminum. „Hún er orðin hálfgerð súper-
stjarna þar. Sandra er öll í þessu stafræna og
samfélagsmiðlatengda. Hennar verk fjallar um
vináttu, hvernig fólk hittist í raunheimi og staf-
rænum heimi.“
Verk margra ljósmyndaranna eru pólitísk. „Á
mildan hátt þó, það er ekki verið að taka neina
afstöðu, einungis að varpa ljósi á það sem hefur
gerst. Það er alls enginn áróður eða neitt þann-
ig, heldur verið að sýna stöðuna sem er núna,“
segir Jóhanna. Þó er aðgerðasinni í hópnum,
hinn sænski Johannes Samuelsson sem fjallar
um taílenskt vinnufólk sem starfar í berjaiðn-
aðnum í Norður-Svíþjóð. „Það má eiginlega
segja að þetta sé svona ljósmyndaritgerð þar
sem hann tekur fyrir farandverkamenn sem
koma í þessa tímabundnu vinnu í berjatínslunni.
Af ljósmyndurunum er hann einna helst sá sem
lætur í ljós skoðanir. Svo fléttast kapítalisminn
inn í þetta. Farandverkamennirnir fá lágt kaup
og svo fara berin á vörusýningu í Frankfurt þar
sem þau eru seld dýrum dómum,“ segir Jó-
hanna.
Flækingshundar í Búdapest
Hin danska Nanna Debois Buhl er einnig
með pólitískar skírskotanir í sínu verki sem
unnið er út frá borgarþróun. „Sum verkin eru
þannig að það er ekki augljóst hvað er að baki.
Nanna er til dæmis með stór og mikil bláprent,
og myndband af flækingshundum í Búkarest.
Myndefnið varpar ljósi á það sem getur gerst út
frá pólitískum ákvörðunum,“ segir Jóhanna.
Pólitíska ákvörðunin sem Nanna vísar til er
ákvörðun kommúnistastjórnar í Búkarest,
höfuðborgar Rúmeníu, sem laut að því að varð-
hundar voru skildir eftir þegar ríkisstjórn
Nicolae Ceauescu, fyrrverandi forseta Rúmen-
íu, lét jafna við jörðu íbúðahverfi á mörkum
borgar og dreifbýlis. Síðan þá hafa flækings-
hundar verið mikið vandamál í Búkarest.
„Þú þarft aðeins að þekkja forsöguna þegar
þú sérð verkin hennar Nönnu en þau eru dæmi
um þýðingu sem er ekki alveg augljós,“ segir
Jóhanna.
Sýningin mun standa í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur fram í janúar. Hún er afurð sam-
vinnu sýningarstjóra og stofnana frá norrænu
löndunum fimm. Ísland er þá þriðja norræna
landið sem hýsir sýninguna en enn er ekki
ákveðið hvenær og hvar hún verður sýnd í Nor-
egi og Finnlandi.
Ljósmynd/Nanna Debois Buhl
Rúmenía Úr ljósmyndaseríunni Hundarnir á svæði X eftir hina dönsku Nönnu D. Buhl. Hún
tók myndir af flækingshundum í Rúmeníu og má hér sjá einn slíkan gefa ljósmyndara gaum.
Ljósmyndun út fyrir landamæri
Stefnumót fimm norrænna ljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Fást við það sem er efst
á baugi í samfélagsumræðunni Flóttafólk, erlent vinnuafl, flækingshundar og gömul verksmiðja
Jóhanna Guðrún
Árnadóttir
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Máttur tónlistarinnar geturverið mikill. Fólk hvað-anæva úr heiminum get-
ur sameinast í skilningi á því að,
jú, þetta lag er fallegt, ástríðu-
fullt og tært. Tárin falla, hvort
heldur í Simbabve eða á Sauðár-
króki. Daniel Johnston, banda-
rískur utangarðstónlistarmaður
(„outsider artist“) hafði þetta á
valdi sínu. Tónlist hans þykir svo
einlæg, fegurðin svo óheft og
náttúruleg að það er erfitt að
hrífast ekki með. Þetta stælaleysi
hitti Kurt heitinn Cobain t.a.m. í
hjartastað á sínum tíma og eftir
að dánartilkynningin barst nú á
miðvikudaginn hafa tónlistarmenn
á borð við Glen Hansard og Beck
vottað virðingu sína. En líka fólk
úr öðrum geirum og þannig hafa
„Hæ, hvað segir þú gott?“
Alvöru Johnston heldur á snældu sinni, Yip/Jump Music, árið 1983.
Elijah Wood og Judd Apatow t.d.
stigið fram sem aðdáendur.
Tónlistarkonan Zola Jesus
segir á tístreikningi sínum: „Ég
mun aldrei ná að lýsa nógsamlega
vel hversu rík áhrif Daniels voru
á mig sem tónlistarmann. Hrein-
leikinn sem hann bar með sér
hvatti mig til að fylgja hjartanu í
minni sköpun, sama hversu ein-
föld eða „ófullkomin“ hún væri.“
Þrátt fyrir daglegar orrustur
Johnstons við geðhvarfasýki mest-
an hluta ævi sinnar átti hann allt-
af aðdáendur vísa og orðspor
Johnstons byggist ekki á með-
aumkun eða fyrirgreiðslu. Tónlist
hans, sem hann dældi út allar göt-
ur síðan 1980 í umtalsverðu
magni og mest á kassettum, heill-
aði fólk sökum einlægrar tján-
ingar og fallegra, þekkilegra mel-
ódía. Sum lögin slúta hálfpartinn
yfir vögguvísusvæðinu og lagatitl-
ar eins og „I Am A Baby (In My
Universe)“, „Since I Lost My
Tooth“ og „Don’t Be Scared“
bera viðkvæmnislegum, barns-
legum huga vitni. Johnston varð
að því sem kallað er „költ-fígúra“
um miðjan níunda áratuginn og
neðanjarðarrokkstjörnur eins og
Sonic Youth, Yo La Tengo og
Kurt Cobain áttu eftir að taka
hann upp á arma sína og tryggðu
honum þar með ákveðið braut-
argengi í músíkkreðsum.
Árið 2005 kom út heimildar-
myndin The Devil and Mr. John-
ston. Hún fjallar um ævi John-
stons og vakti mikla athygli. Það
er ótrúlegt að fylgjast með þróun
og þroska Johnstons. Í æsku og á
unglingsárum var sköpunargleðin
hamslaus; hann teiknaði, bjó til
bíómyndir og samdi lög á gítar og
píanó allan liðlangan daginn, alla
daga. Johnston fór svo að fikta
við LSD upp úr tvítugu og við-
kvæm sálin fékk á sig stórt högg.
Hann fékk djöfulinn á heilann og
var settur á stofnun og var inn og
út af þeim upp frá því.
Fyrirsögn greinarinnar vísar
í líkast til þekktustu afurð John-
stons. Það var í september 1992
sem Kurt Cobain, leiðtogi Nirvana
og umtalaðasta rokkstjarna heims
á þeim tíma, mætti á MTV-verð-
launin í hvítum T-bol. Á honum
var umslagið á kassettu John-
stons, Hi, How Are You, frá 1983.
Cobain kom fram í bolnum í
margar vikur á eftir og til er
fjöldi ljósmynda af Cobain,
íklæddum honum. Þessi einfalda
gjörð Cobains, að klæðast uppá-
haldsbol, varð til þess að áhugi á
Johnston óx gríðarlega á tíunda
áratugnum. Við Íslendingar vor-
um þá svo heppin að fá hann í
heimsókn, en hann lék á eftir-
minnilegum tónleikum í Fríkirkj-
unni árið 2013.
Greinarhöfundur hitti John-
ston að máli eftir tónleika á Hró-
arskelduhátíðinni árið 2003. Ég
settist niður með honum rétt fyrir
gigg og hann ræddi á einlægan
hátt um ferilinn og hvatann að
listsköpun sinni og bauð kurt-
eislega upp á Coca Cola. Bróðir
hans gegndi þá stöðu umboðs-
manns og hann fylgdist með af
sannri bróðurlegri ástúð. Þegar
að tónleikum var komið var tjald-
ið smekkfullt af fólki sem hlustaði
í andakt á hvert og eitt einasta
lag. Johnston vafði fólki létt og
löðurmannlega um fingurinn, al-
gjörlega ómeðvitaður um áhrifin
sem hann hafði. Hvíl í friði, minn
kæri, þú vannst fyrir því þúsund
sinnum.
» Í æsku og á ung-lingsárum var sköp-
unargleðin hamslaus;
hann teiknaði, bjó til bíó-
myndir og samdi lög á
gítar og píanó allan lið-
langan daginn, alla daga.
Tónlistarmaðurinn
goðsagnakenndi Daniel
Johnston kvaddi þessa
jarðvist, 58 ára gamall,
í vikunni. Hjartað gaf
sig, en þessi einstaki
jaðartónlistarmaður
átti hins vegar hjörtu
svo ótal margra og
þannig greindu helstu
meginstraumsmiðlar
frá andláti hans. En
hver var þessi sérstæði
tónlistarmaður?