Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 56

Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 56
Verðlaunasýningin Lífið – stór- skemmtilegt drullumall snýr aftur á svið í Tjarnarbíói. Fyrsta sýning er í dag kl. 13. Lífið hlaut Grímuna 2015 sem barnasýning ársins og hefur á síðustu árum verið sýnd víðs vegar um heiminn við góðar viðtökur. Leikendur eru Sólveig Guðmunds- dóttir og Sveinn Ólafur Gunnars- son. Listrænir stjórnendur eru Helga Arnalds og Charlotte Bøving. Lífið snýr aftur á svið LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Bikarúrslitaleikur Víkings og FH í fótbolta karla fer fram á Laugar- dalsvellinum í dag. Víkingar freista þess að vinna sinn fyrsta bikar- meistaratitil frá árinu 1971 en FH varð bikarmeistari í annað skipti árið 2010. Ólíklegt er að Kári Árnason nái að taka þátt í leikn- um með Víkingum. »47 Víkingur og FH í bik- arúrslitaleiknum Er þetta faraldur, Haraldur? er yfir- skrift söngtónleika fyrir börn og fullorðna sem haldnir verða í Saln- um í dag, laugardag, kl. 13. Þar hyggjast Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari kynna áhorfendum tónsmíðar Atla Heimis Sveinssonar, Hildigunnar Rúnarsdóttur og Tryggva M. Baldvinssonar. „Kisa mín, Tengdamæðurnar, Fingur- björg, Haraldur kjúk- lingur og fleiri kyn- legar verur lifna við á tónleikunum í líf- legum flutningi þeirra Hallveigar og Hrannar,“ seg- ir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis. Söngtónleikar fyrir fjölskylduna í Salnum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Sigmundur Sigurgeirsson sigmundur@novacon.is Þeir voru glaðbeittir fjallmenn og fjáreigendur í Hrunamannahreppi sem drógu fé sitt í dilka í Hrunarétt- um í gær. Margir voru mættir á svæðið til að upplifa hina einu sönnu réttarstemningu sem er órofa hluti haustsins til sveita. Veðrið lék við Hrunamenn, líkt og það hafði gert við þann 40 manna hóp sem hafði undanfarna viku sótt féð inn á afrétt. Þægilegasta fjallferðin „Þetta er sennilega þægilegasta fjallferð sem ég hef upplifað,“ sagði Jón Bjarnason, fjallkóngur Hruna- manna, við Morgunblaðið. Hann sagði að talsvert af fé hefði verið komið á heimleið og tilbúið að kom- ast í heimahagana. „Maður sá varla fé fyrr en niðri við Svínárnes,“ bætti hann við. Veður á fjallmönnum var einnig gott að sögn Jóns. „Ég fór aldrei í gallann og það var hið prýðilegasta veður allan tímann,“ sagði fjallkóng- urinn ungi. Hann taldi að um 4.500 fjár hefði verið hleypt á afréttinn þetta sumarið. Það er talsvert færra en á árum áður þegar fjársafn Hrunamanna var allt upp í um 14 þúsund fjár. Fjallmenn töldu að heimtur væru nokkuð góðar. „Það verður samt alltaf að vera eitthvað fyrir eftirleitina að gera,“ sagði einn þeirra í samtali við blaðið. Söngur og kjötsúpa Fjárbændur eru allnokkrir í Hrunamannahreppi en þeir eru ekki margir með stór bú. Það dregur þó ekki úr áhuga hjá fólki að mæta og bros voru á ungviðinu sem var dug- legt við að elta uppi lömbin og koma til eigenda sinna. Líkt og jafnan mæta margir brott- fluttir Hrunamenn í réttirnar og margir hittast nær eingöngu þar, ár eftir ár. Einhverjir höfðu gert sér ferð heim í sveitina frá útlöndum. Hin síðari ár hefur verið byrjað að draga um klukkan 10 að morgni og í hádeginu er tekið kaffihlé, nokkuð sem sjálfsagt hefði ekki verið tekið í mál hér fyrr á árum, þar sem við- fangsefnið var talsvert umfangs- meira. Hvort sem góðu veðri var að þakka eða góðri þjálfun fjallmanna mátti greina að réttarsöngurinn var með betra móti þetta árið. Að af- loknum réttum var svo rekið heim þar sem kjötsúpan beið margra. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Safn Vel á fimmta þúsund fjár var á afrétti Hrunamanna og var þorri þess dreginn í dilka í réttunum í gær. Hin sanna réttarstemning  Hrunamenn drógu í dilka í haustblíðu Athugull Það er jafnan þéttskipað við dilkinn frá Auðsholtsbæjunum. Hér kannar Steinar Halldórsson bóndi hvort ekki séu ær frá sér innan seilingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.