Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 7

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 7
 VIRK Fleiri háskólamenntaðir einstaklingar Mun fleiri háskólamenntaðir einstaklingar leituðu til VIRK á síðasta ári samanborið við fyrri ár. Þetta má m.a. sjá á myndinni um menntunarstig hér á síðunni. Sjá má að fjöldi einstaklinga með minni menntun helst nokkuð stöðugur á milli ára en 130 fleiri háskólamenntaðir einstaklingar leituðu til VIRK á síðasta ári samanborið við árið 2017. Í raun er hægt að skýra fjölgun einstaklinga í þjónustu VIRK milli áranna 2017 og 2018 að mestu með fjölgun háskólamenntaðra einstaklinga í þjónustu VIRK. Andleg vanlíðan Annað sem vekur athygli þegar gögn um einstaklinga sem leitað hafa til VIRK undanfarin ár eru skoðuð er fjöldi þeirra sem glímir við vandamál af andlegum toga og hafa af þeim sökum átt erfitt með að sinna starfi sínu áður en þeir leita til VIRK. Þetta má m.a. sjá á mynd hér á síðunni um líðan í vinnu þar sem hlutfall þeirra sem telja að starfið hafi verið andlega erfitt og innihaldi of mikið álag fer hækkandi á undanförnum árum. Við þetta má síðan bæta að um þriðjungur einstaklinga sem kom til VIRK á síðasta ári telur að kulnun hafi haft áhrif á starfsgetu sína og um þriðjungur nefnir áföll í þessu samhengi. Ekki eru til samanburðarhæfar tölur um kulnun og áföll frá fyrri árum þar sem fyrst var farið að spyrja um þessa þætti í upplýsingakerfi VIRK á síðasta ári. Mikil umræða hefur átt sér stað í sam- félaginu um kulnun og streitu á undanförnum mánuðum og árum og menn velta því fyrir sér hvort um sé að ræða alvarlegt samfélagslegt mein sem mikilvægt er að ná tökum á og snúa þróuninni við. Ljóst er að vandinn er til staðar og hann er alvarlegur en við höfum hins vegar ekki vissu fyrir því að hann sé alvarlegri núna en fyrir nokkrum árum síðan því okkur skortir samanburðarhæfar tölur á milli ára. Það er einnig rétt að benda á það að ýmis einkenni kulnunar eru svipuð og einkenni annarra sjúkdóma svo sem kvíða, þunglyndis og vefjagigtar og frá upphafi hafa mjög margir einstaklingar leitað til VIRK með einkenni þessara sjúkdóma. Einnig er eðlilegt að einstaklingar spegli sig í þeirri umræðu og upplýsingum sem fyrir liggja á hverjum tíma. En það er sama hvernig við skoðum og veltum fyrir okkur þessum talnalegu upp- lýsingum, sú staðreynd liggur fyrir að of Þessi jákvæða nálgun kallar á ýmsar breytingar og öflugar forvarnir sem hafa það að markmiði að styðja og efla getu einstaklinga til sjálfshjálpar og til að takast á við áskoranir og áföll á lífsleiðinni.“ margir einstaklingar og þar á meðal talsvert af ungu fólki í okkar samfélagi glímir við mjög alvarlegan vanda af andlegum toga. Vinna þarf með þennan vanda og mikilvægast af öllu er að reyna að finna rót vandans og koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram. Í því samhengi þarf að skoða mjög marga þætti og ég hef áður í greinum mínum hér í ársriti VIRK bent á fjölmarga þætti í okkar velferðarkerfi sem þarf að breyta og bæta til að styðja og hvetja einstaklinga betur til sjálfshjálpar. Ný skilgreining á heilbrigði Í þessu samhengi er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hvernig orðræða okkar er um heilsu og líðan í samfélaginu, hvaða kröfur við gerum til lífsgæða og hvaða þættir 700 600 500 400 300 200 100 0 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Menntunarstig - fjöldi Nýir einstaklingar hjá VIRK 2015-2018 Líðan í vinnu Svör einstaklinga við spurningum um líðan í starfi áður en þeir komu í starfsendurhæfingu 2015 2016 2017 2018 2015 2014 2016 2017 2018 Grunnskóli Var starfið andlega erfitt Of mikið álag Réttindanám eða námskeið Framhaldsskóli/iðnnám Háskólanám 633 52%55% 568 58% 58% 585 570 60% 66% 67% 69% 72% 72% 98 90 120 125 511 501 552 551 317 390 438 568 7virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.