Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 8
það séu sem hafa áhrif á getu okkar til að mæta áskorunum lífsins. Það er til dæmis umhugsunarvert að opinber skilgreining á heilbrigði hefur haldist óbreytt frá árinu 1948 þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin setti fram þá fullyrðingu að heilbrigði væri „það að njóta fullkomlega líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðan en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsubrest“. Á þessum tíma voru smitsjúkdómar ein helsta ógn við heilsu fólks en í dag eru langvarandi lífsstílssjúkdómar ein helsta vá hins vestræna heims og í þeim veruleika er mjög varhugavert að heilsa geri kröfu um fullkomna vellíðan á öllum sviðum. Slík skilgreining getur auðveldlega leitt til sjúkdómsvæðingar t.d. í kjölfar áfalla og ýmissa erfiðra atburða í lífi hvers manns. Machteld Huber, læknir og heimspekingur, flutti erindi á afmælisráðstefnu VIRK 2018 en hún hefur sett fram nýja skilgreiningu á heilbrigði sem er sú að heilsa sé „getan til að aðlagast og stjórna ferðinni þegar við mætum líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu“. Hún nefnir þessa skilgreiningu jákvæða heilsu (Positive Health) og telur mikilvægt að sjá hlutina í samhengi, vera við stjórnina, sjá tilganginn og fara ekki í fórnarlambshlutverkið. Nálgunin snýst um þrautseigju og það að vera sjálfur við stjórnvölinn í sínu lífi. Þessi jákvæða nálgun kallar á ýmsar breytingar og öflugar forvarnir sem hafa það að markmiði að styðja og efla getu einstaklinga til sjálfshjálpar og til að takast á við áskoranir og áföll á lífsleiðinni. Í þessu samhengi er einnig mikilvægt að bæði starfsmenn og stjórnendur í atvinnulífinu geri sér grein fyrir ábyrgð sinni þegar kemur að kröfum, aðbúnaði og samskiptum á vinnustöðum þar sem mikilvægt er að skapa góðar vinnuaðstæður, stuðla að góðum samskiptum og möguleikum á jafnvægi vinnu og einkalífs. Hér bera allir ábyrgð bæði, starfsmenn og stjórnendur. VelVIRK – forvarnir, stuðningur og rannsóknir Í byrjun árs 2018 ákvað stjórn VIRK að hrinda af stað og fjármagna sérstakt for- varnarverkefni til þriggja ára þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið, Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið auk þess sem fulltrúi Velferðarráðuneytisins hefur setið í stýrihóp verkefnisins. Verkefnið inniheldur m.a. eftirfarandi þætti: Með því að fara í forvarnarverkefni af þessum toga mun VIRK í samstarfi við aðrar stofnanir og sérfræðinga nýta á uppbyggilegan hátt alla þá þekkingu og reynslu sem safnast hefur innan VIRK og samstarfsstofnana á aðstæðum og möguleikum einstaklinga sem lenda í vanda af ýmsum toga með það að markmiði að koma í veg fyrir aðstæður sem leiða til óvinnufærni einstaklinga til lengri tíma. Nánar má lesa um forvarnarverkefnið í viðtali við teymið sem stendur að baki verkefninu hér aftar í ársritinu. VIRK atvinnutenging í starfsendurhæfingu Á fyrstu árum starfsemi VIRK var lögð mikil áhersla á það að byggja upp góðan starfs- endurhæfingarferil sem uppfyllir tilteknar faglegar viðmiðanir í samstarfi við fagaðila um allt land. Samhliða var gæðakerfi innleitt til að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar. Þessi uppbygging hefur verið árangursrík og skilað stórum hópi einstaklinga með aukna vinnugetu í virka atvinnuþátttöku. Á velvirk.is er að finna mikið efni sem fjallar annars vegar um jafnvægi í lífinu og hins vegar um vellíðan í vinnu. Efnið höfðar bæði til starfsmanna og stjórnenda og í raun til allra sem láta sig heilsu og vellíðan varða.“ 1 Rannsókn á því hvaða þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingar sem glíma við langtímaveikindi snúi til baka í vinnu. Rannsóknin er unnin í sam- starfi við Vinnueftirlitið og fleiri aðila. 2 Vitundarvakning um þá þætti á vinnustöðum og í umhverfi einstaklinga sem geta valdið heilsubresti og óvinnufærni. Þetta er gert í formi stikla og auglýsinga og fyrsti hluti þeirra birtist í desember 2018 undir yfirskriftinni „Er brjálað að gera? Vinnum saman að jafnvægi“. Fleiri stiklur eru væntanlegar á árinu 2019 og verður herferðinni haldið áfram út árið og jafnvel lengur. 3 Vefsíða sem inniheldur ýmsan fróðleik, ráðleggingar, greinar, tæki og tól til að stuðla að auknu jafnvægi í lífinu og aukinni vellíðan í vinnu. Þessi síða er komin í loftið og heitir: www.velvirk.is. Á velvirk.is er að finna mikið efni sem fjallar annars vegar um jafnvægi í lífinu og hins vegar um vellíðan í vinnu. Efnið höfðar bæði til starfsmanna og stjórnenda og í raun til allra sem láta sig heilsu og vellíðan varða. 4 Samstarf um heilsueflandi vinnustaði þar sem m.a. á að setja fram viðmið og leiðbeiningar um þá þætti sem vinnustaðir þurfa að uppfylla til að geta skilgreint sig sem heilsueflandi vinnustað. Þetta verkefni er í undirbúningi og í haust verður farið af stað með tilraunaverkefni með þátttöku nokkurra vinnustaða þar sem þessi viðmið verða þróuð og innleidd og árangurinn mældur. Byggt er á grunni svipaðra verkefna Embættis landlæknis hvað varðar Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi skóla sem hafa öll heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til hliðsjónar eða að leiðarljósi. 8 virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.