Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 9
 VIRK Það er enginn einn sem finnur lausnina heldur næst árangurinn fyrst og fremst í samstarfinu þar sem framlag allra er mikilvægt og mikilvægast af öllu er að hlusta á einstaklinginn, hvetja hann og styðja til aukinnar getu og sjálfshjálpar.“ Á undanförnum þremur árum hefur síðan verið þróuð mjög markviss þjónusta – VIRK atvinnutenging - sem miðar að aukinni atvinnutengingu í starfsendurhæfingu og ráðnir hafa verið inn sérhæfðir atvinnulífs- tenglar sem aðstoða einstaklinga við að finna störf við hæfi í lok starfsendurhæfingarferils. Litið er á þessa þjónustu sem hluta af starfs- endurhæfingarferlinu og stendur hún þeim einstaklingum til boða sem ekki hafa getu til að finna sjálfir starf á vinnumarkaði í lok starfsendurhæfingar. VIRK atvinnutenging hefur skilað mjög góðum árangri sem Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri hjá VIRK, gerir betur grein fyrir í grein sinni hér aftar í ársritinu. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vinna með fyrirtækjum um allt land í þessu verkefni og það er ljóst að það eru til staðar ótal tækifæri í atvinnulífinu fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu ef tryggður er viðunandi stuðningur og þjónusta. Þróun og samstarf VIRK hefur á undanförnum 10 árum verið að þróa stöðugt þjónustu sína í takt við reynslu, árangur og rannsóknir hérlendis og erlendis. Markmiðið er ávallt að bjóða upp á faglega þjónustu af bestu gæðum sem skilar árangri fyrir bæði einstaklinga og samfélag. Starfsendurhæfing er tiltölulega ný faggrein sem er í stöðugri þróun um allan heim. Einstaklingar sem þurfa á starfsendur- hæfingu að halda eru undantekningarlítið að glíma við flókinn vanda og flóknar aðstæður sem kallar á það að mismunandi fagstéttir vinni saman að því að veita meðferð og finna lausnir auk þess sem nauðsynlegt er að ólíkar stofnanir velferðarkerfisins vinni saman út frá þeim fjölbreyttu þörfum sem einstaklingar hafa. Það er enginn einn sem finnur lausnina heldur næst árangurinn fyrst og fremst í samstarfinu þar sem framlag allra er mikilvægt og mikilvægast af öllu er að hlusta á einstaklinginn, hvetja hann og styðja til aukinnar getu og sjálfshjálpar. Það er því mikilvægt þegar byggð er upp þjónusta á sviði starfsendurhæfingar að nálgast það verkefni með bæði auðmýkt og í vissu um að sífellt sé unnt að gera betur og læra af reynslu og rannsóknum. Hafa þarf það einnig í huga að þjónusta á sviði starfsendurhæfingar mun alltaf taka mið af því velferðarkerfi og þeim sam- félagslega veruleika sem er til staðar á hverjum tíma. Þjónustan getur því aldrei átt sér stað í tómarúmi heldur aðeins í samstarfi við fjölda ólíkra aðila þar sem hver um sig leggur sitt af mörkum og ávallt með hagsmuni einstaklinga í forgrunni. Velvirk.is 9virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.