Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 23
 VIRK Heilsa og umhverfi VIRK leggur ríka áherslu á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hefur starfsfólk gert með sér „Samskiptasamning“. Til- gangur með gerð svona samnings er að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnu og sálrænt öryggi og ákveði í sameiningu hvernig hegðun þeir vilji að ríki á vinnustaðnum. Samskiptasamningurinn inniheldur níu innihaldsríkar setningar og starfsmenn eru hvattir til að starfa eftir honum. Starfsfólki stendur til boða að taka tvær klukkustundir á viku til að sinna verkefnum hversdagsins og bregðast við aðstæðum í einkalífi sem við nefnum „Skipulagðan sveiganleika“. Þessir tímar eru skipulagðir í samstarfi við stjórnendur og eru ekki uppsafnanlegir á milli vikna. Með þessu vill VIRK aðstoða starfsfólk við að takast á við vinnutengt álag. Við viljum vera í fararbroddi vinnustaða sem stíga fram og takast á við þá streitu sem er á vinnumarkaði og tölur VIRK vitna til um. Skipulagði sveigjanleikinn hefur vakið mikla ánægju meðal starfsfólks. Lögð er áhersla á að vinnuumhverfið sé fallegt, snyrtilegt og heilsusamlegt. Í boði er næringarríkur hádegisverður og eins eru ávextir og grænmeti á borðum þess utan. Starfsfólk er hvatt til heilsueflingar og í boði eru heilsustyrkir sem starfsfólk getur sótt um ásamt samgöngustyrkjum. Allt sorp er flokkað á vinnustaðnum og áhersla lögð á að innkaup séu hagsýn og umhverfisvæn. Nýverið tókum við í notkun aðgangsstýrða umhverfisvæna prentlausn sem er spilliefnafrí og prentum á vottaðan ljósritunarpappír. KarlKona Ráðgjafar / StöðugildiKynjahlutföll KynjahlutföllStarfsmenn Ráðgjafar Fjöldi ráðgjafa Stöðugildi 49 3 52 50,03 Fjöldi ráðgjafa 52 KarlKona Starfsmenn / Stöðugildi Fjöldi starfsmanna Stöðugildi 54 6 60 54,54 Fjöldi starfsmanna 60 Vottanir VIRK Vottað gæðastjórnunarkerfi VIRK: ISO 9001 Árið 2016 var gæðastjórnunarkerfi VIRK vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastjórn- unarstaðlinum ISO 9001 af faggildri skoð- unarstofu BSI á Íslandi. Árlega fer svo fram viðhaldsvottun á vegum BSI þar sem skírteini eru endurútgefin. Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 Árið 2018 hlaut VIRK Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 að lokinni gæðaúttekt á vegum BSI á Íslandi og Jafnréttisstofu. Við erum stolt af því að vera brautryðjendur í að öðlast ÍST 85:2012 vottun fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Jafnlaunavottun gerir VIRK að enn eftirsóknarverðari vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði ríkir. Á vordögum 2019 fer svo fram viðhaldsvottun og er unnið að undirbúningi þeirrar vottunar. 23virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.