Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 23
 VIRK Heilsa og umhverfi VIRK leggur ríka áherslu á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hefur starfsfólk gert með sér „Samskiptasamning“. Til- gangur með gerð svona samnings er að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnu og sálrænt öryggi og ákveði í sameiningu hvernig hegðun þeir vilji að ríki á vinnustaðnum. Samskiptasamningurinn inniheldur níu innihaldsríkar setningar og starfsmenn eru hvattir til að starfa eftir honum. Starfsfólki stendur til boða að taka tvær klukkustundir á viku til að sinna verkefnum hversdagsins og bregðast við aðstæðum í einkalífi sem við nefnum „Skipulagðan sveiganleika“. Þessir tímar eru skipulagðir í samstarfi við stjórnendur og eru ekki uppsafnanlegir á milli vikna. Með þessu vill VIRK aðstoða starfsfólk við að takast á við vinnutengt álag. Við viljum vera í fararbroddi vinnustaða sem stíga fram og takast á við þá streitu sem er á vinnumarkaði og tölur VIRK vitna til um. Skipulagði sveigjanleikinn hefur vakið mikla ánægju meðal starfsfólks. Lögð er áhersla á að vinnuumhverfið sé fallegt, snyrtilegt og heilsusamlegt. Í boði er næringarríkur hádegisverður og eins eru ávextir og grænmeti á borðum þess utan. Starfsfólk er hvatt til heilsueflingar og í boði eru heilsustyrkir sem starfsfólk getur sótt um ásamt samgöngustyrkjum. Allt sorp er flokkað á vinnustaðnum og áhersla lögð á að innkaup séu hagsýn og umhverfisvæn. Nýverið tókum við í notkun aðgangsstýrða umhverfisvæna prentlausn sem er spilliefnafrí og prentum á vottaðan ljósritunarpappír. KarlKona Ráðgjafar / StöðugildiKynjahlutföll KynjahlutföllStarfsmenn Ráðgjafar Fjöldi ráðgjafa Stöðugildi 49 3 52 50,03 Fjöldi ráðgjafa 52 KarlKona Starfsmenn / Stöðugildi Fjöldi starfsmanna Stöðugildi 54 6 60 54,54 Fjöldi starfsmanna 60 Vottanir VIRK Vottað gæðastjórnunarkerfi VIRK: ISO 9001 Árið 2016 var gæðastjórnunarkerfi VIRK vottað samkvæmt alþjóðlega gæðastjórn- unarstaðlinum ISO 9001 af faggildri skoð- unarstofu BSI á Íslandi. Árlega fer svo fram viðhaldsvottun á vegum BSI þar sem skírteini eru endurútgefin. Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 Árið 2018 hlaut VIRK Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 að lokinni gæðaúttekt á vegum BSI á Íslandi og Jafnréttisstofu. Við erum stolt af því að vera brautryðjendur í að öðlast ÍST 85:2012 vottun fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Jafnlaunavottun gerir VIRK að enn eftirsóknarverðari vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði ríkir. Á vordögum 2019 fer svo fram viðhaldsvottun og er unnið að undirbúningi þeirrar vottunar. 23virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.