Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 26

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 26
 Já, það eru ekki fordómar lengur fyrir því að vera í endur- hæfingu hjá VIRK, maður fann aðeins fyrir því viðhorfi í upphafi þessa starfs. Það veit enginn hver missir heilsuna, það fer ekki eftir stétt né stöðu. Allir geta misst heilsuna.“ geðræn vandamál þá spyr maður hvern hann vilji hitta til að bæta líðanina – vill hann til dæmis fara á námskeið eða í einstaklingsviðtöl? Sumir einstaklingar þurfa virkilega á því að halda að rjúfa félagslega einangrun en eru ekki tilbúnir að fara strax í samtals- meðferð hjá sálfræðingi eða í þverfaglega endurhæfingu. Þá er það í lagi – þetta tekur stundum sinn tíma að þróast. Svo er hin hliðin – að vilja gera allt í einu, það er heldur ekki gott. Þeir sem eru í starfs- endurhæfingu eru þar vegna þess að þeir hafa ekki fulla starfsgetu, það er ekki gott að hafa of stífa dagskrá. Hinn gullni meðalvegur er bestur.“ Kulnunareinkenni tíðari nú en áður Hvernig gengur að fá hlutastörf fyrir fólk sem kemur úr endurhæfingu? „Það hefur ekki gengið sérstaklega vel. Á móti kemur að einstaklingar sem verið hafa í endurhæfingu hjá VIRK og finna sig til- búna til að reyna sig á vinnumarkaðinum hafa stokkið á störf sem auglýst hafa verið og líkjast þeim vinnustöðum þar sem við- komandi hefur verið í vinnuprófunum. Slíkar prófanir standa frá átta og upp í tólf vikur. Einstaklingar sem til okkar leita glíma ýmist við geðræn vandamál eða heilsuleysi af líkamlegum toga og stundum fer þetta saman. Manneskja sem upplifir mikla verki líður líka illa andlega. Við ráðgjafarnir höldum utan um alla þræði og sjáum til þess að endurhæfingin skili árangri. Við erum í góðu sambandi við úrræðaaðila. Ef einstaklingur mætir illa ræðum við það við viðkomandi. Einstaklingar skrifa undir þátttökusamning í upphafi þjónustu sem felur í sér áttatíu prósent mætingu í viðtöl til ráðgjafa og í þjónustu hjá öðrum fagaðilum sem VIRK geiðir fyrir. Komi fólk í þjónustu hjá VIRK og finnst hún ekki vera að skila sér miklu þá er betra fyrir einstaklinginn að fara í mat á vegum VIRK til að skoða hvað veldur heldur en að hætta í þjónustunni. Við matið kemur í ljós hvort starfsendurhæfing er fullreynd eða ekki. Mjög margir leita eftir endurhæfingarlífeyri meðan á meðferð stendur og fá hann.“ Verður þú vör við að einkenni kulnunar hafi aukist? „Mín tilfinning er að kulnunareinkenni séu algengari núna en þegar ég byrjaði að vinna hjá VIRK.“ Finnst þér starfsemi VIRK hafa breyst mikið á þeim átta árum sem þú hefur starfað þar? „Já mjög mikið. Ákveðið verklag hefur smám saman komist á sem gagnast okkur öllum sem vinnum hjá VIRK. Það er gott að verklagið er eins allsstaðar á landinu. Konur er heldur fleiri í endurhæfingu hjá VIRK. Þær eru líklega duglegri að leita sér aðstoðar – og að minni hyggju almennt lausnamiðaðari.“ Minni fordómar og opnari umræða Koma margir til ykkar sem hafa sjálfsvígshugsanir? „Nei, þeir eru ekki margir en það eru þó líklega einna erfiðustu tilvikin. Slíkt kemur í ljós í skimunarspurningum sem fólk svarar áður en það kemur til okkar.“ Telur þú að VIRK hafi leitt til opnari umræðu meðal almennings um heilsuvanda? „Já, það eru ekki fordómar lengur gagnvart því að vera í endurhæfingu hjá VIRK. Maður fann aðeins fyrir slíku viðhorfi í upphafi þessa starfs. Það veit enginn hver missir heilsuna, það fer ekki eftir stétt né stöðu. Allir geta misst heilsuna.“ Hvernig gengur þér sjálfri að halda heilsu undir álagi? „Ég tek auðvitað oft inn á mig erfiðleika annarra í einhverjum mæli. En ég ákvað það þegar ég fór að vinna í þessum geira fyrir mörgum árum að taka vinnuna ekki með mér heim að lokum vinnudegi. Þetta tókst mér að tileinka mér. Þannig sá ég fyrir mér að verða langlífari í starfi. Ella myndi ég „brenna út“ eins og það er kallað. Við ráðgjafar hjá VIRK eigum kost á því að fara í handleiðslu hjá sálfræðingi ef illa gengur með tiltekin mál. Ég hef nýtt mér það og hefur það reynst vel. Ég vil koma því á framfæri við alla þá sem eru úti á vinnumarkaðinum að huga að eigin líðan með hollu mataræði og reglulegri hreyfingu til að njóta sín í lífi og starfi. Allt í hófi – það er best.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir 26 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.