Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 28
Hvernig hefjast ráðagerðir með þjónustuþega? „Komi til dæmis til mín kona sem er orðin ófær um að sinna sínu fyrra stafi, kannski farin að eldast og þreytast, þá förum við í greiningarvinnu. Er konan þannig til heils- unnar að hún þurfi að vera í breytilegri líkamsstöðu? Vill hún vinna á fámennum eða fjölmennum vinnustað, hver er reynsla hennar áður – hefur hún sinnt mörgum börnum, þolir hún mikið áreiti? Sumir geta ráðið sig í framreiðslu, pökkun á matvælum eða í eldhússtörf. Það er ótrúlegt hve vel hefur oft gengið að finna heppilegan vinnustað fyrir þá sem njóta þjónustu VIRK. Sumir hafa farið í styttri, skrifstofutengd námskeið sem gefa möguleika á að fá skrifstofustarf.“ Eru störf félaga í Eflingu fjölbreytt? „Já, innan Eflingar, sem er stórt stéttarfélag, er fólk til dæmis í verkamannastörfum, vinnur í leikskólum, í veitingageiranum, við akstur bíla og ræstingar – þetta er ekki tæmandi upptalning. Eflingarfólk er að mínu mati almennt afar öflugir einstaklingar. Margir sem leita til VIRK gera það í kjölfar slysa, einnig er algengt að til okkar komi slitið verkafólk sem er orðið ófært um að sinna sínu fyrra starfi og þarf að komast inn á annan starfsvettvang. Okkar félagsmenn starfa gjarnan í upphafi á mannmörgum vinnustöðum. Margir byrja sinn vinnuferil í Eflingu, sinna til dæmis ýmsum störfum meðfram námi.“ Eru margir erlendir þjónustuþegar sem leita endurhæfingar hjá VIRK? „Já, við erum einnig með marga erlenda félagsmenn innan okkar raða, við erum að sinna fólki sem kemur alls staðar að úr heiminum. Mér hefur fundist það skemmtilegt. Ég hef unnið hjá VIRK í nær ára- tug og í gegnum það starf hef ég í samstarfi við erlent fólk kynnst fjölbreytilegum menningarheimum. Ég hef til dæmis fengið vitneskju um hvernig menntakerfi í hinum ýmsu löndum er uppbyggt og þetta hefur vakið áhuga minn á ferðalögum.“ Eiga erlendir starfsmenn við önnur vandamál að etja en Íslendingar? „Erlent fólk er að berjast við sömu vanda- málin og við hér hvað heilsufar snertir en félagslegur stuðningur við útlendinga sem starfa hér er oft mun minni en landsmanna yfirleitt. Fjölskyldur erlendra einstaklinga eru oftast í heimalöndum þeirra og þeir þá frekar einir á báti hér en Íslendingar. Þá er það okkar að leiðbeina viðkomandi um hvernig kerfið hér er uppbyggt. Ég gæti þess þó að halda mig við ráðgjafahlutverkið.“ Hvernig hefur þér gengið að halda þér frá of nánum tengslum við þjónustuþega? „Það hefur gengið ágætlega en óneitanlega hefur maður oft á tíðum mikla samkennd með fólki sem á í erfiðleikum, hvort sem það er erlent eða íslenskt. Ég reyni að aðstoða fólkið eftir bestu getu en jafnframt að gera einstaklingana sjálfstæða í ferlinu. Það er mikilvægt.“ Aldrei í sama starfið dag frá degi Hefur starf þitt tekið miklum breytingum undanfarin ár? „Ég lýsi starfinu mínu gjarnan þannig að ég komi aldrei í sama starfið dag frá degi. Svo miklar eru breytingarnar og svo margþætt er starfið. Mér hentar þetta vel, finnst gaman að takast á við breytingar og sjá framþróun verða. Öllum ábendingum um hugsanlegar betrumbætur er vel tekið hjá skrifstofu VIRK. Efling og VIRK eru raunar yndislegir vinnustaðir. Ég hef starfað hjá VIRK í átta ár og hef því í ýmsum efnum farið í gegnum „tímana tvenna“. Fyrstu árin var VIRK að slíta barnsskónum, ef svo má segja.“ Hvað „skónúmer“ er starfsemin komin upp í núna? „Kannski númer 37,“ segir Ingibjörg og hlær. „Við erum alltaf að vinna í að bæta okkar verkferla og vinnulag. Ég hef verið heppin að vera svona lengi hér og hafa fengið að taka þátt í þessari þróun.“ Er sjúkraþjálfaramenntun gagnleg í starfinu hjá VIRK? „Ég vann sem sjúkraþjálfari í fjórtán ár í Reykjavík, Keflavík og Hafnarfirði. Í mínu starfi hér sem ráðgjafi nýtist reynsla mín sem sjúkraþjálfari afskaplega vel. Ég hef gjarnan sagt: „Sjúkraþjálfari er fimmtíu prósent sjúkraþjálfari og fimmtíu prósent sálfræðingur.“ Það skapast svo mikil nánd á milli sjúkraþjálfara og þeirra sem eru í meðferð hjá þeim. Ég hef alltaf haft gaman af að vinna með fólki, kynnast því og læra af því.“ Hafa úrræðin breyst mikið þessi ár sem þú hefur starfað hjá VIRK? „Já og þeim hefur fjölgað. Við ráðgjafarnir hér hjá Eflingu ræðum gjarnan um reynslu af hinum mismunandi úrræðum, hvaða endurgjöf við fáum frá þjónustuþegum, hvernig fræðsla nýtist og þannig mætti áfram telja. Stundum þarf maður dálítið að þreifa sig áfram með hvað gæti nýst viðkomandi einstaklingi og fylgjast svo með hvernig þau úrræði henta sem verða fyrir valinu. Fari óreynd manneskja á tölvusviði á námskeið í þeim fræðum þarf að skoða hvernig það reynist, hvort það er að skila henni þeim árangri sem lagt var upp með. Stundum tekur maður rangar ákvarðanir í þessum efnum en stundum líka hárréttar.“ Eru þeir sem koma til þín í ráðgjöf óvissir um hvað gera skal? „Það kemur fyrir. Þá þarf viðkomandi kannski að fá að reka sig á – bara eins og gerist í lífinu yfirleitt. Við nálgumst einstaklinginn sem til okkar leitar þannig að hans óskir og væntingar komi fram. Maður spyr hvernig viðkomandi sjái fyrir sér að hægt sé að aðstoða hann. En auðvitað þarf að greina á milli hvað er hægt og hvað ekki. Hvaða úrræði væru líklegust til að skila einstaklingnum aftur út á vinnumarkaðinn.“ Hvað ef fólkið sem kemur til þín gerir sér óraunhæfar væntingar um störf? „Sumir sem til okkar leita eiga sér vissulega drauma sem ekki eru raunhæfir. Aðrir eiga sér drauma sem geta hugsanlega ræst síðar. Framtíðarsýnin er í fyrirrúmi hér. Við tölum mikið um framtíðina, að viðkomandi einstaklingur setji sér markmið til skemmri Við leitumst við að koma fólki til vinnu sem fyrst en hjálpa þeim jafnframt að skipuleggja sig þannig að sýn til lengri tíma verði að veruleika. Við notum mikið markþjálfun, einkum með ungu fólki og þeim sem vilja skipta um starfsvettvang.“ 28 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.