Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 29

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 29
 VIÐTAL og lengri tíma. Félagsmenn í Eflingu sem til okkar leita langar oft í allskonar nám, einkum þeir yngri. Þá er það hluti af lengri framtíðarsýn. Við reynum þá að móta stefnu sem skilar þeim í átt að þeirra löngun eða draumi. Með öðrum orðum: „Hvað getum við gert til skemmri tíma sem hluta af framtíðarsýn til lengri tíma“. Við leitumst við að koma fólki til vinnu sem fyrst en hjálpa þeim jafnframt að skipuleggja sig þannig að sýn til lengri tíma verði að veruleika. Við notum mikið markþjálfun, einkum með ungu fólki og þeim sem vilja skipta um starfsvettvang.“ Þurfum að styðja unga fólkið okkar betur Er markþjálfun áhrifarík aðferð? „Markþjálfun byggist að talsverðu leyti á spurningu eins og til dæmis: „Hvar sérðu þig eftir ár?“ eða lengri tíma. Aðferðin byggir á að setja sér markmið til skemmri og lengri tíma. Markþjálfun nýtist vel þeim sem eru stefnulausir eða þurfa heilsu sinnar vegna að komast á nýjan vinnuvettvang. Markþjálfar okkar sinna þessu úrræði vel. Grunnþjónusta VIRK er að fólk stefni út á vinnumarkaðinn. Ef við finnum lítinn áhuga þá beitum við áhugahvetjandi aðferð til að auka áhugann á komast til vinnu.“ Hver er stærsti hópurinn sem til ykkar leitar? „Við erum að þjónusta fleiri konur en karla og meira af yngra fólki en áður. Sá myrki raunveruleiki blasir við að ungt fólk í vanda er stækkandi hópur. Mín skoðun er að það þurfi að taka betur utan um þennan hópi á vettvangi menntakerfis og heilbrigðisþjónustu. Það þarf að styðja unga fólkið okkar betur út í lífið. Ég er ekki að gera lítið úr þeim sem vinna innan þessara kerfa heldur benda á hvernig kerfin eru byggð upp.“ Hvað finnst þér hafa verið mesta breytingin í sambandi við VIRK? „Að fá gæðavottun sem gerir vinnuferlana skilvirkari og ná yfir allt landið. Það veitir yfirsýn og öryggi. Gæðavottunin var tekin í gagnið fyrir tveimur árum.“ Hvernig gengur ykkur ráðgjöfum Eflingar hjá VIRK að finna störf fyrir þjónustuþega? „Ráðgjafar Eflingar eru duglegir, við höfum þurft að bjarga okkur. Hér er starfsfólk sem hefur unnið hjá Vinnumálastofnun, það gagnast okkur inni í teyminu. Við setjum upp ferilskrá og kynningarbréf með okkar þjónustuþegum, hjálpum þeim að finna störf og fylgjum því eftir. Segja má að þetta gangi ótrúlega vel. Atvinnulífstenglarnir sinna einkum þeim sem þurfa meiri stuðning. Við ráðgjafarnir metum það hvaða fólk þarf mikinn stuðning.“ Hver er meðaltími á þjónustu VIRK hjá ykkur? „Meðaltími á þjónustu hjá VIRK er fjórtán mánuðir á landsvísu og við erum á því róli. Þetta er þó auðvitað mismunandi eftir einstaklingum. Sumir eru hér kannski bara í sex mánuði meðan aðrir þurfa lengri tíma. Hér hjá Eflingu hafa heldur fleiri þjónustuþegar verið að takast á við líkamleg vandamál en gerist almennt hjá þjónustuþegum VIRK á landsvísu. Þetta er þó aðeins að breytast, andlegir erfiðleikar eru að verða heldur meira áberandi en áður. Gjarnan helst þetta í hendur. Margir sem koma hingað glíma við mikið slit eftir líkamlegt erfiði og finna fyrir depurð. Oft má þó bæta þessa líðan með þeim góðu úrræðum sem VIRK hefur yfir að ráða. “ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir 29virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.