Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 44
af vinnumarkaði vegna álagstengdra sjúkdóma. Nú eru komin drög að rannsóknaráætlun fyrir stóra og spennandi rannsókn þar sem skoðuð verða gögn um þá sem eru í langtíma veikindaleyfi. Markmiðið er að finna þær breytur sem gætu skýrt af hverju sumir ná að snúa aftur til starfa en aðrir ekki,“ segir Ingibjörg. „Í rannsókninni verða lagðar fyrir spurningar eins og „Var eitthvað í vinnuumhverfinu sem jók álag í starfi?“ eða er þetta eitthvað sem einstaklingurinn sjálfur þarf að huga betur að, sinni heilsu mögulega? Eða er þetta kannski streitan sem allir tala um að gegnsýri samfélagið? Væntanlega er þetta margþætt. Við vonumst eftir að vera komin með niðurstöður á næsta ári og í framhaldinu geta bent á leiðir til úrbóta.“ Heilsueflandi vinnustaðir Segja má að fjórði þátturinn í forvarnar- verkefninu hafi bæst nýverið við þegar Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, Alma D. Möller, landlæknir og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnu- eftirlitsins, rituðu undir viljayfirlýsingu um heilsueflingu á vinnustöðum á morgunfundi um mikilvægi vellíðunar á vinnustöðum sem stofnanirnar gengust fyrir. „Þetta er mjög spennandi verkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, að fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði. Í samstarfinu felst mótun viðmiða fyrir heilsueflandi vinnustaði sem og upplýsingamiðlun til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi,“ segir Ingibjörg. „Embætti landlæknis hefur verið með verkefnin heilsueflandi samfélag og heilsueflandi skólar og höfðu unnið grunninn að verkefni um heilsueflandi vinnustaði. Byggt er á þeim grunni og verið er að endurskoða viðmiðin. Við stefnum á að í haust verði nokkrir vinnustaðir klárir í að prufukeyra verkefnið og í framhaldi geti allir vinnustaðir nýtt sér viðmiðin til að meta stöðuna og hvernig hægt sé að koma til móts við þau.“ Allt styður þetta hvort annað í verkefn- inu, þessi hluti efli t.d. og styrki vinnu- staðamenninguna og gefi stjórnendum og leiðtogum tæki til þess að auka vellíðan á vinnustaðnum. Enn önnur viðleitni í þá áttina séu síðan fimm morgunfundir sem stofnanirnar munu halda næsta árið um heilsueflingu á vinnustöðum. Tölvupósti starfsfólks í orlofi eytt Hefur eitthvað komið ykkur sérstaklega á óvart í vinnunni í verkefninu? „Það er helst hvað aftengingin, endur- heimtin eftir vinnudaginn, er mikilvæg fyrir heilsuna, þ.e. það að aðskilja vinnu og einkalíf, ná jafnvægi þar á milli. Einnig rannsóknir sem sýna mikilvægi orlofs og þess að skoða ekki vinnutölvupóstinn í fríinu því það hefur mjög lúmsk áhrif,“ segir María. „Hvernig varast eigi „rumination“, sem þýtt hefur verið sem grufl eða hugarjórtur, þ.e. að vera með vinnuna á heilanum, hugsa endurtekið um vinnutengd vandamál fram eftir kvöldi og upplifa neikvæða tilfinningu í hvert sinn. Margir kannast við þetta og það þarf meðvitað átak til þess að komast út úr þessu með því að gera eitthvað allt annað.“ Ingibjörg tekur undir með Maríu „Áður Alma D. Möller, Vigdís Jónsdóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir. 44 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.