Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 56
Jákvæð forysta Kim Cameron5, prófessor við háskólann í Michigan og stofnandi Center for Positive Organizations, setti fram hugtakið jákvæð forysta sem á rætur sínar að rekja til jákvæðrar sálfræði. Cameron skilgreinir jákvæða forystu út frá fjórum þáttum: jákvæðu starfsumhverfi, jákvæðum tengslum, jákvæðum samskiptum og jákvæðum tilgangi. Hann hvetur stjórn- endur til að skapa jákvætt starfsumhverfi sem gerir öllum starfsmönnum kleift að fara fram úr væntingum og ná stöðugum góðum árangri. Með því að einblína á styrkleika og hæfileika fólks fær það að blómstra og njóta sín. Cameron bendir á að stjórnendur verði að þróa og viðhalda jákvæðum samskiptum en einnig að nýta tækifæri sem felast í neikvæðum atburðum og læra af þeim. Áhrifaríkur stjórnandi hvetur starfsmenn til að setja sér jákvæð háleit markmið sem einblína á möguleika og tækifæri. Til að skapa það sem Cameron kallar „gnægð jákvæðrar menningar“ þarf stjórnandi síðast en ekki síst að passa vel upp á sjálfan sig og sýna gott fordæmi. Í rannsóknum sínum hefur Cameron sýnt fram á að þegar fólk finnur jákvæðan tilgang með því sem það er að gera nær það að blómstra í starfi auk þess sem það mælist með minni streitu. Veikindadagar eru færri hjá þeim sem upplifa starfið mikilvægt, þeir sýna meiri áhuga, eru ánægðari og endast lengur í starfi. Þeir hafa líka hærri siðferðiskennd. Jákvæð forysta hefur því mjög jákvæð áhrif á líðan starfsmanna. Undirstaðan í kenningum Camerons er að allar lifandi verur hafi náttúrulega tilhneigingu til að snúa sér að jákvæðri orku (ljósi) og frá neikvæðri orku (myrkri). Í náttúrunni er það kallað ljósleitni þegar plöntur vaxa í átt að ljósi og á vinnustöðum á sama fyrirbærið einnig við. Við erum sem dæmi mun betri í að vinna úr jákvæðum upplýsingum en neikvæðum. Við verjum 20% meiri tíma í að hugsa um jákvæðar fullyrðingar en neikvæðar og 50% meiri tíma í að hugsa um jákvæðar fullyrðingar en hlutlausar. Við eigum einnig auðveldara með að muna jákvæðar upplýsingar. Jákvæð orð hafa hærri tíðni í öllum þeim tungumálum sem hafa verið rannsökuð hingað til. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á hvernig jákvæðni lengir lífið. Fræg er rannsókn David Snowden og félaga 6 sem skoðuðu dagbækur 180 nunna við Systraskóla Notre Dame og komust að því að þær nunnur sem notuðu jákvæð orð til að lýsa líðan sinni á þrítugsaldri lifðu yfirleitt 12 árum lengur en þær sem lýstu leiða, vonleysi og svartsýni7. Ofangreindar niðurstöður samræmast „breikka og byggja“ (e. broaden and build) kenningu Barbara Fredrickson8 en sam- kvæmt henni þrengja neikvæðar tilfinningar fókusinn á meðan jákvæðar tilfinningar víkka sjóndeildarhringinn. Það að upplifa jákvæðar tilfinningar eins og vellíðan gerir okkur færari um að tengjast öðrum, stuðlar að hugmyndaauðgi og sköpun auk þess sem við erum úrræðabetri og þolum frekar mótlæti. Positive climate Positive communication Positive meaning Positive relationship Góðir stjórnendur leggja áherslu á greið og opin samskipti og hlusta með opnum huga á þarfir, væntingar og hugmyndir starfsmanna. Góðir stjórnendur tryggja gott aðgengi að sér þannig að auðvelt sé fyrir starfsmenn að leita til þeirra. Góðir stjórnendur tryggja að starfsmenn viti til hvers sé ætlast af þeim í starfi. Góðir stjórnendur meta starfsmenn að verðleikum og veita þeim viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Það er mikilvægt fyrir starfsmenn að finna að þeir skipti máli. Góðir stjórnendur veita uppbyggilega endurgjöf á það sem betur má fara hjá starfsmönnum og taka á krefjandi starfsmannamálum af festu og ábyrgð. Góðir stjórnendur gefa starfsmönnum svigrúm til að prófa hluti og gera mistök án þess að þeim sé refsað fyrir. Góðir stjórnendur veita starfsmönnum sínum stuðning. Góðir stjórnendur huga að velferð starfsmanna, m.a. með því að tryggja að vinnuálagið sé sanngjarnt og gera starfsmönnum kleift að samþætta starf- og fjölskylduábyrgð. Góðir stjórnendur treysta starfsmönnum sínum, veita þeim umboð til athafna og styðja við sjálfræði þeirra. Góðir stjórnendur leggja áherslu á stöðugan lærdóm og hvetja starfsmenn til að þróast í starfi. Góð stjórnun stuðlar að vellíðan Fjórir þættir jákvæðrar forystu (Cameron, 2012). 56 virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.